Viðhafnarsprenging í Dýrafirði á morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2019 17:15 Byrjað var að grafa frá jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar í júlí 2017. Fjær sést í Mjólkárvirkjun. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Boðað hefur verið til mannfagnaðar í Dýrafirði á morgun í tilefni þess að þá verður slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum. Áformað er að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra rjúfi síðasta haftið með sérstakri viðhafnarsprengingu klukkan 14.30. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð á Íslandi gengið jafn vel og þessi. Fyrsta sprenging var þann 14. september 2017 og tók því aðeins nítján mánuði að bora þessa 5.300 metra. Engar alvarlegar tafir hafa orðið á verktíma og hvorki vatnsæðar né erfitt berg truflað verkið. Þá var sett Íslandsmet í gangnagreftri í byrjun ársins þegar bormönnum tókst að grafa 111 metra á einni viku.Frá Hrafnseyrarheiði. Dýrafjarðargöng leysa af þennan erfiða fjallveg.Vísir/Egill.Verktakarnir Suðurverk og Metrostav bjóða til hátíðarhaldanna og er áhugasömum bent á að mæta á bílastæði við Kjaranstaði innan við Dýrafjarðarbrú klukkan 12.45. Stór rúta mun ferja fólk þaðan inn á vinnusvæðið. Einnig munu tvær rútur flytja fólk frá Ísafirði inn að göngum og aftur til baka, að því er fram kemur á Þingeyrarvefnum. Fólki er bent á að taka mið af aðstæðum við val á skóbúnaði og fatnaði. Tekið er fram að ekki sé stætt á því að hleypa undir 18 ára inn á vinnusvæðið. Formleg dagskrá hefst klukkan 14 með ávörpum. Karlakórinn Ernir flytur 2-3 lög áður en ráðherra sprengir. Síðan verður gestum boðið á að fara með smárútum inn í jarðgöngin að gegnumbrotinu en þar verða kaffiveitingar í útskoti. Þar gefst fólki jafnframt kostur á að næla sér í skrautsteina úr göngunum. Gert er ráð fyrir að smárútur ferji fólk út úr göngum klukkan 15.30 og í stærri rútur og klukkan 17 verður síðasti útmokstur verktaka. Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Boðað hefur verið til mannfagnaðar í Dýrafirði á morgun í tilefni þess að þá verður slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum. Áformað er að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra rjúfi síðasta haftið með sérstakri viðhafnarsprengingu klukkan 14.30. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð á Íslandi gengið jafn vel og þessi. Fyrsta sprenging var þann 14. september 2017 og tók því aðeins nítján mánuði að bora þessa 5.300 metra. Engar alvarlegar tafir hafa orðið á verktíma og hvorki vatnsæðar né erfitt berg truflað verkið. Þá var sett Íslandsmet í gangnagreftri í byrjun ársins þegar bormönnum tókst að grafa 111 metra á einni viku.Frá Hrafnseyrarheiði. Dýrafjarðargöng leysa af þennan erfiða fjallveg.Vísir/Egill.Verktakarnir Suðurverk og Metrostav bjóða til hátíðarhaldanna og er áhugasömum bent á að mæta á bílastæði við Kjaranstaði innan við Dýrafjarðarbrú klukkan 12.45. Stór rúta mun ferja fólk þaðan inn á vinnusvæðið. Einnig munu tvær rútur flytja fólk frá Ísafirði inn að göngum og aftur til baka, að því er fram kemur á Þingeyrarvefnum. Fólki er bent á að taka mið af aðstæðum við val á skóbúnaði og fatnaði. Tekið er fram að ekki sé stætt á því að hleypa undir 18 ára inn á vinnusvæðið. Formleg dagskrá hefst klukkan 14 með ávörpum. Karlakórinn Ernir flytur 2-3 lög áður en ráðherra sprengir. Síðan verður gestum boðið á að fara með smárútum inn í jarðgöngin að gegnumbrotinu en þar verða kaffiveitingar í útskoti. Þar gefst fólki jafnframt kostur á að næla sér í skrautsteina úr göngunum. Gert er ráð fyrir að smárútur ferji fólk út úr göngum klukkan 15.30 og í stærri rútur og klukkan 17 verður síðasti útmokstur verktaka.
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30
Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45