Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. apríl 2019 06:45 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Meirihluti fyrirtækja sem hafa átt í samskiptum við stofnunina síðasta árið ber lítið traust til hennar. Fyrirtæki eru einnig fremur neikvæð í garð hennar. Fréttablaðið/Eyþór Meirihluti fyrirtækja er óánægður með það samráð sem stjórnvöld hafa við þau áður en reglum er breytt og telur samráðið vera beinlínis slæmt, samkvæmt skoðanakönnun sem Maskína hefur gert að beiðni ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur um hérlenda eftirlitsmenningu. Fyrirtæki í sjávarútvegi og verslun eru sérstaklega óánægð með samráðið við stjórnvöld. Þá er meirihluti þeirra fyrirtækja sem átt hafa í samskiptum við Samkeppniseftirlitið undanfarna tólf mánuði og tóku þátt í könnuninni neikvæður í garð eftirlitsins og segist jafnframt bera lítið traust til þess. Enn fremur lýsa flest þau fyrirtæki sem hafa undanfarið átt í samskiptum við Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið sig ósammála því að eftirlitsstofnanirnar veiti leiðbeiningar sem auðveldi þeim að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Eftirlit umræddra stofnana er jafnframt að mati meirihluta fyrirtækjanna óskilvirkt.Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs ÍslandsGunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir að leiðarstefið í niðurstöðum könnunarinnar sé það að stofnanir megi sinna betur leiðbeiningar- og samráðshlutverki sínu. „Fyrirtæki líta almennt svo á að stofnanirnar eigi að láta þeim í té skýrari leiðbeiningar um það hvað þau eigi að gera til þess að forðast að brjóta reglur. Og eins, þótt það hermi líka upp á löggjafann, telja fyrirtæki að það þurfi að eiga sér stað meira samtal þegar reglum er breytt,“ nefnir hann. 53 prósent fyrirtækja sem svöruðu könnun Maskínu – en alls bárust svör frá 384 fyrirtækjum og var svarhlutfall 52 prósent – töldu samráð sem haft er við þau áður en reglum er breytt vera slæmt en einungis 21 prósent svarenda sagði samráðið gott. Hvað leiðbeiningarhlutverkið varðar sögðust ríflega 70 prósent þeirra fyrirtækja sem hafa átt í samskiptum við Samkeppniseftirlitið síðustu tólf mánuði vera ósammála því að stofnunin veitti leiðbeiningar sem auðvelduðu þeim að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Í tilfelli Fjármálaeftirlitsins töldu 58 prósent fyrirtækja að það skorti skýrari leiðbeiningar frá stofnuninni. Gunnar Dofri segir blasa við að rými sé til bætinga hjá fjölmörgum stofnunum þó svo að margar komi vel út úr könnuninni. „Það er sérstaklega áhyggjuefni að sumar stofnanir koma töluvert verr út en aðrar. Það gæti mögulega átt sér sínar skýringar en það skýrir þó ekki af hverju stofnanirnar eru ekki taldar sinna leiðbeiningarhlutverki sínu nægilega vel.“ Gunnar Dofri segir könnunina munu gagnast eftirlitsstofnunum vel til þess að gera sér grein fyrir því hvernig eftirlit þeirra blasi við fyrirtækjum. „Ef stofnanirnar líta svo á að hlutverk þeirra sé að taka þátt í að tryggja hagsæld hér á landi þá munu þær vonandi nýta niðurstöðurnar sem tól og tæki til þess að bæta sína starfsemi og gera eftirlit sitt betra og skilvirkara. Okkur getur greint á um hverjar reglurnar eiga að vera en það hlýtur að vera sameiginlegur skilningur okkar að þeim sé framfylgt með sem bestum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Stjórnsýsla Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira
Meirihluti fyrirtækja er óánægður með það samráð sem stjórnvöld hafa við þau áður en reglum er breytt og telur samráðið vera beinlínis slæmt, samkvæmt skoðanakönnun sem Maskína hefur gert að beiðni ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur um hérlenda eftirlitsmenningu. Fyrirtæki í sjávarútvegi og verslun eru sérstaklega óánægð með samráðið við stjórnvöld. Þá er meirihluti þeirra fyrirtækja sem átt hafa í samskiptum við Samkeppniseftirlitið undanfarna tólf mánuði og tóku þátt í könnuninni neikvæður í garð eftirlitsins og segist jafnframt bera lítið traust til þess. Enn fremur lýsa flest þau fyrirtæki sem hafa undanfarið átt í samskiptum við Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið sig ósammála því að eftirlitsstofnanirnar veiti leiðbeiningar sem auðveldi þeim að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Eftirlit umræddra stofnana er jafnframt að mati meirihluta fyrirtækjanna óskilvirkt.Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs ÍslandsGunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir að leiðarstefið í niðurstöðum könnunarinnar sé það að stofnanir megi sinna betur leiðbeiningar- og samráðshlutverki sínu. „Fyrirtæki líta almennt svo á að stofnanirnar eigi að láta þeim í té skýrari leiðbeiningar um það hvað þau eigi að gera til þess að forðast að brjóta reglur. Og eins, þótt það hermi líka upp á löggjafann, telja fyrirtæki að það þurfi að eiga sér stað meira samtal þegar reglum er breytt,“ nefnir hann. 53 prósent fyrirtækja sem svöruðu könnun Maskínu – en alls bárust svör frá 384 fyrirtækjum og var svarhlutfall 52 prósent – töldu samráð sem haft er við þau áður en reglum er breytt vera slæmt en einungis 21 prósent svarenda sagði samráðið gott. Hvað leiðbeiningarhlutverkið varðar sögðust ríflega 70 prósent þeirra fyrirtækja sem hafa átt í samskiptum við Samkeppniseftirlitið síðustu tólf mánuði vera ósammála því að stofnunin veitti leiðbeiningar sem auðvelduðu þeim að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Í tilfelli Fjármálaeftirlitsins töldu 58 prósent fyrirtækja að það skorti skýrari leiðbeiningar frá stofnuninni. Gunnar Dofri segir blasa við að rými sé til bætinga hjá fjölmörgum stofnunum þó svo að margar komi vel út úr könnuninni. „Það er sérstaklega áhyggjuefni að sumar stofnanir koma töluvert verr út en aðrar. Það gæti mögulega átt sér sínar skýringar en það skýrir þó ekki af hverju stofnanirnar eru ekki taldar sinna leiðbeiningarhlutverki sínu nægilega vel.“ Gunnar Dofri segir könnunina munu gagnast eftirlitsstofnunum vel til þess að gera sér grein fyrir því hvernig eftirlit þeirra blasi við fyrirtækjum. „Ef stofnanirnar líta svo á að hlutverk þeirra sé að taka þátt í að tryggja hagsæld hér á landi þá munu þær vonandi nýta niðurstöðurnar sem tól og tæki til þess að bæta sína starfsemi og gera eftirlit sitt betra og skilvirkara. Okkur getur greint á um hverjar reglurnar eiga að vera en það hlýtur að vera sameiginlegur skilningur okkar að þeim sé framfylgt með sem bestum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Stjórnsýsla Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira