Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 14:54 Vaxandi losun frá vegasamgöngum er að miklu leyti vegna fjölgunar ferðamanna á Íslandi. Vegasamgöngur eru stærsti einstaki þátturinn í þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Vísir/Hanna Íslendingar juku losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum um 2,2% á milli ársins 2016 og 2017. Losun Íslands hefur aukist um þriðjung frá viðmiðunartíma loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og hverfandi líkur er á að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni. Í árlegri losunarskýrslu íslenskra stjórnvalda til loftslagssamningsins (UNFCCC) sem birt var í dag kemur fram að í heildina hafi um 4,7 milljón tonn af koltvísýringsígildum verið losun á Íslandi árið 2017 og var það aukning um 2,5% frá árinu á undan. Það var jafnframt aukning um 32% frá árinu 1990, viðmiðunarári samningsins. Meginástæðurnar fyrir aukningunni var aukin losun frá fólksbílum (10%), málmframleiðslu (3%), kælimiðlum (9%) og frá nytjajarðvegi (6,4%). Inn í þeim tölum er losun frá stóriðju í málmframleiðslu sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Árið 2017 nam sú losun um 39% af heildarlosun á Íslandi og jókst hún um 2,9% á milli ára. Þegar aðeins er litið til þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst losunin um 2,2% frá 2016 til 2017. Frá árinu 2005, viðmiðunarári fyrir skuldbindingar Íslands gagnvart loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins, hefur losunin dregist saman um 5,4%. Af þeirri losun sem snýr beint að íslenskum stjórnvöldum eru vegasamgöngur stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda, 34%. Þar á eftir kemur olíunotkun á fiskiskipum (18%), iðragerjun (10%), losun frá kælimiðlum (7%) og losun frá urðunarstöðum (7%).Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.Fréttablaðið/StefánFerðamannastraumur vegur upp á móti aðgerðum Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir ýmsar aðgerðir þegar í gangi til að draga úr losun á Íslandi. Fjölgun ferðamanna undanfarin ár vegi hins vegar upp á móti þeim aðgerðum, ekki síst vegna aksturs. „Við hefðum að öllum líkindum séð meiri samdrátt í losun ef ekki hefði verið þessi mikli fjöldi bíla á vegunum okkar,“ segir hún. Aukin neysla á einnig þátt í vaxandi losun á Íslandi. Elva Rakel segir að hún komi fram í mörgum flokkum losunar, þar á meðal frá landbúnaði og vegna úrgangs. Þá fylgi losunin hagvexti enn að miklu leyti. Þannig sé losunin minni nú en árið 2007 en að hún hafi varið vaxandi síðustu ár. Íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til þess að taka þátt í að draga úr losun Evrópusambandsland um 20% árið 2020 miðað við árið 1990 með Kýótóbókunina. Til þess fékk Ísland úthlutað losunarheimildum fyrir um 15 milljónum tonna koltvísýringsígilda. Tölurnar sem voru kynntar í dag benda til þess að Ísland muni þurfa að kaupa viðbótarheimildir fyrir á fjórðu milljón tonna. „Það eru hverfandi líkur á að við stöndumst hana. Við erum búin að vera að bæta í. Það lítur ekki út fyrir að losunarheimildirnar sem okkur var úthlutað dugi okkur“ segir Elva Rakel. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að losun hafi þó dregist saman í framleiðsluiðnaði um 9% og frá urðunarstöðum um 3% á milli áranna 2016 og 2017. Inn í losunartölunum er ekki að finna losun frá flugi og alþjóðasiglingum og heldur ekki losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Íslendingar juku losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum um 2,2% á milli ársins 2016 og 2017. Losun Íslands hefur aukist um þriðjung frá viðmiðunartíma loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og hverfandi líkur er á að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni. Í árlegri losunarskýrslu íslenskra stjórnvalda til loftslagssamningsins (UNFCCC) sem birt var í dag kemur fram að í heildina hafi um 4,7 milljón tonn af koltvísýringsígildum verið losun á Íslandi árið 2017 og var það aukning um 2,5% frá árinu á undan. Það var jafnframt aukning um 32% frá árinu 1990, viðmiðunarári samningsins. Meginástæðurnar fyrir aukningunni var aukin losun frá fólksbílum (10%), málmframleiðslu (3%), kælimiðlum (9%) og frá nytjajarðvegi (6,4%). Inn í þeim tölum er losun frá stóriðju í málmframleiðslu sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Árið 2017 nam sú losun um 39% af heildarlosun á Íslandi og jókst hún um 2,9% á milli ára. Þegar aðeins er litið til þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst losunin um 2,2% frá 2016 til 2017. Frá árinu 2005, viðmiðunarári fyrir skuldbindingar Íslands gagnvart loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins, hefur losunin dregist saman um 5,4%. Af þeirri losun sem snýr beint að íslenskum stjórnvöldum eru vegasamgöngur stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda, 34%. Þar á eftir kemur olíunotkun á fiskiskipum (18%), iðragerjun (10%), losun frá kælimiðlum (7%) og losun frá urðunarstöðum (7%).Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.Fréttablaðið/StefánFerðamannastraumur vegur upp á móti aðgerðum Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir ýmsar aðgerðir þegar í gangi til að draga úr losun á Íslandi. Fjölgun ferðamanna undanfarin ár vegi hins vegar upp á móti þeim aðgerðum, ekki síst vegna aksturs. „Við hefðum að öllum líkindum séð meiri samdrátt í losun ef ekki hefði verið þessi mikli fjöldi bíla á vegunum okkar,“ segir hún. Aukin neysla á einnig þátt í vaxandi losun á Íslandi. Elva Rakel segir að hún komi fram í mörgum flokkum losunar, þar á meðal frá landbúnaði og vegna úrgangs. Þá fylgi losunin hagvexti enn að miklu leyti. Þannig sé losunin minni nú en árið 2007 en að hún hafi varið vaxandi síðustu ár. Íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til þess að taka þátt í að draga úr losun Evrópusambandsland um 20% árið 2020 miðað við árið 1990 með Kýótóbókunina. Til þess fékk Ísland úthlutað losunarheimildum fyrir um 15 milljónum tonna koltvísýringsígilda. Tölurnar sem voru kynntar í dag benda til þess að Ísland muni þurfa að kaupa viðbótarheimildir fyrir á fjórðu milljón tonna. „Það eru hverfandi líkur á að við stöndumst hana. Við erum búin að vera að bæta í. Það lítur ekki út fyrir að losunarheimildirnar sem okkur var úthlutað dugi okkur“ segir Elva Rakel. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að losun hafi þó dregist saman í framleiðsluiðnaði um 9% og frá urðunarstöðum um 3% á milli áranna 2016 og 2017. Inn í losunartölunum er ekki að finna losun frá flugi og alþjóðasiglingum og heldur ekki losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira