Stefnt að fundi með pólsku skipasmíðastöðinni í næstu viku Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. apríl 2019 11:51 Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi Vegagerðin Fulltrúar Vegagerðarinnar stefna að fundi með forsvarsmönnum pólsku skipasmíðastöðvarinnar í næstu viku þar sem reynt verður að ná samningum um afhendingu nýs Herjólfs. Meðal þess sem verður rætt eru dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á smíði skipsins og mögulega afhendingardagsetningu en eins og staðan er í dag er óljót hvenær skipið verður afhent. Eins og greint hefur verið frá hefur koma nýrrar farþegaferju milli lands og Eyja dregist óhóflega og alls óljóst hvenær hún kemur til landsins. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja upplýsti á fundi bæjarstjórnar í gær að fulltrúar Vegagerðarinnar stefndu að fundi með forsvarsmönnum skipasmíðastöðvarinnar Christ S.A. um loka uppgjör vegna smíði ferjunnar eftir helgi. Stefán Erlendsson, lögfræðingur Vegagerðarinnar segir að fundað verði ytra þar sem dagsektir Vegagerðarinnar verð ræddar og þá hvenær ferjan verði mögulega afhent. Dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á afhendingu skipsins námu í síðar hluta mars um tvö hundruð milljónum króna og hafa reiknast frá miðjum janúar.Sjá einnig:Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Deilt er um viðbótarreikning vegna smíði ferjunnar upp á ríflega 1,2 milljarða en upphaflega átti að afhenta skipið í september í fyrra. Skipasmíðastöðin útskýrir reikninginn vegna breytinga sem gerðar voru á skipinu á meðan á verkferlinu stóð og snúa meðal annars að því að upphaflegar teikningar hafi verið rangar og að lengja hafi þurft skipið. Upphæðin á viðbótarreikningnum nemur nærri þriðjungi af heildar verði skipsins.Sjá einnig:Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Íbúar í Vestmannaeyjum eru óþreyjufullir þar sem samgöngur milli lands og Eyja eru ekki eins og best verði á kostið annars vegar vegna seinkunnar ferjunnar sem og vegna seinkunar með dýpkun Landeyjahafnar.Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi MárÓþreyju í Vestmannaeyjum eftir nýrri ferju „Já. Við viljum auðvitað fara fá skipið en við vonumst til þess að það sé einhver gangur í þessu og að Vegagerði klári þessa samninga sem fyrst við pólsku skipasmíðastöðina svo við getum fengið að sigla þessu glæsilega skipi hingað til Eyja,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris segir gamla Herjólf vel geta haldið uppi þjónustu og siglt sjö ferðir en að skipið sé orðið gamalt og henti illa þeirri siglingaleið sem skipið á að sigla inn í Landeyjarhöfn. „Það sem er alvarlegast í þessu er staðan á dýpkuninni inn í Landeyjahöfn. Við gætum verið að sigla í höfnina á gamla skipinu, segir Íris. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í lokauppgjöri á nýjum Herjólfi. Óljóst með afhendingu. Umboðsmaður Crist segir málið með ólíkindum. 8. apríl 2019 07:15 Áfram er þörf á að dýpka Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn. 10. apríl 2019 07:45 Fulltrúar Vegagerðarinnar halda til viðræðna í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til viðræðna um lokauppgjör vegna smíði á nýjum Herjólfi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi í kvöld. 11. apríl 2019 21:34 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Fulltrúar Vegagerðarinnar stefna að fundi með forsvarsmönnum pólsku skipasmíðastöðvarinnar í næstu viku þar sem reynt verður að ná samningum um afhendingu nýs Herjólfs. Meðal þess sem verður rætt eru dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á smíði skipsins og mögulega afhendingardagsetningu en eins og staðan er í dag er óljót hvenær skipið verður afhent. Eins og greint hefur verið frá hefur koma nýrrar farþegaferju milli lands og Eyja dregist óhóflega og alls óljóst hvenær hún kemur til landsins. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja upplýsti á fundi bæjarstjórnar í gær að fulltrúar Vegagerðarinnar stefndu að fundi með forsvarsmönnum skipasmíðastöðvarinnar Christ S.A. um loka uppgjör vegna smíði ferjunnar eftir helgi. Stefán Erlendsson, lögfræðingur Vegagerðarinnar segir að fundað verði ytra þar sem dagsektir Vegagerðarinnar verð ræddar og þá hvenær ferjan verði mögulega afhent. Dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á afhendingu skipsins námu í síðar hluta mars um tvö hundruð milljónum króna og hafa reiknast frá miðjum janúar.Sjá einnig:Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Deilt er um viðbótarreikning vegna smíði ferjunnar upp á ríflega 1,2 milljarða en upphaflega átti að afhenta skipið í september í fyrra. Skipasmíðastöðin útskýrir reikninginn vegna breytinga sem gerðar voru á skipinu á meðan á verkferlinu stóð og snúa meðal annars að því að upphaflegar teikningar hafi verið rangar og að lengja hafi þurft skipið. Upphæðin á viðbótarreikningnum nemur nærri þriðjungi af heildar verði skipsins.Sjá einnig:Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Íbúar í Vestmannaeyjum eru óþreyjufullir þar sem samgöngur milli lands og Eyja eru ekki eins og best verði á kostið annars vegar vegna seinkunnar ferjunnar sem og vegna seinkunar með dýpkun Landeyjahafnar.Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi MárÓþreyju í Vestmannaeyjum eftir nýrri ferju „Já. Við viljum auðvitað fara fá skipið en við vonumst til þess að það sé einhver gangur í þessu og að Vegagerði klári þessa samninga sem fyrst við pólsku skipasmíðastöðina svo við getum fengið að sigla þessu glæsilega skipi hingað til Eyja,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris segir gamla Herjólf vel geta haldið uppi þjónustu og siglt sjö ferðir en að skipið sé orðið gamalt og henti illa þeirri siglingaleið sem skipið á að sigla inn í Landeyjarhöfn. „Það sem er alvarlegast í þessu er staðan á dýpkuninni inn í Landeyjahöfn. Við gætum verið að sigla í höfnina á gamla skipinu, segir Íris.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í lokauppgjöri á nýjum Herjólfi. Óljóst með afhendingu. Umboðsmaður Crist segir málið með ólíkindum. 8. apríl 2019 07:15 Áfram er þörf á að dýpka Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn. 10. apríl 2019 07:45 Fulltrúar Vegagerðarinnar halda til viðræðna í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til viðræðna um lokauppgjör vegna smíði á nýjum Herjólfi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi í kvöld. 11. apríl 2019 21:34 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í lokauppgjöri á nýjum Herjólfi. Óljóst með afhendingu. Umboðsmaður Crist segir málið með ólíkindum. 8. apríl 2019 07:15
Áfram er þörf á að dýpka Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn. 10. apríl 2019 07:45
Fulltrúar Vegagerðarinnar halda til viðræðna í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til viðræðna um lokauppgjör vegna smíði á nýjum Herjólfi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi í kvöld. 11. apríl 2019 21:34