Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2019 14:42 Frá Secret Solstice tónlistarhátíðinni í Laugardalnum. Vísir/Jóhanna Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir málið þó hafa verið rætt óformlega og að allir vilji finna lausn á því. Fjárhagsvandræði Secret Solstice hafa verið áberandi í fjölmiðlum í vikunni. Bandaríska rokkhljómsveitin Slayer, sem var eitt aðalnúmera á Secret Solstice í fyrra, stefndi hátíðinni fyrir að hlunnfara sig um sextán milljónir króna, eða 133 þúsund Bandaríkjadali. Þá skuldar hátíðin Reykjavíkurborg rúmar tíu milljónir króna en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs tjáði RÚV að málið yrði tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag. Það var hins vegar ekki gert. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir í samtali við Vísi að Secret Solstice hafi þó verið rætt óformlega á fundinum. Málið sé í höndum meirihlutans en allir vilji að sjálfsögðu leysa það ef hægt er. Ómar Einarsson sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur segir í samtali við Vísi í dag að ekkert nýtt sé að frétta af stöðu hátíðarinnar að sér vitandi. Þórdís Lóa sagði í samtali við RÚV um helgina að Secret Solstice yrði ekki haldin í Reykjavík ef skuldir hátíðarinnar yrðu ekki gerðar upp. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu vegna málsins í vikunni. Greint var frá því í gær að viðræður milli Live Events, aðstandenda Secret Solstice, og rekstraraðila Fákasels í Sveitarfélaginu Ölfusi um að halda hátíðina. Víkingur Heiðar Arnórsson framkvæmdastjóri Live Events kveðst ætla að svara skriflegri fyrirspurn fréttastofu um málið síðar í dag. Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Áhugi fyrir því að halda Secret Solstice í Ölfusi Aðrir bæjar- og sveitarstjórar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar eru ekki jafnáhugasamir. 9. apríl 2019 14:40 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir málið þó hafa verið rætt óformlega og að allir vilji finna lausn á því. Fjárhagsvandræði Secret Solstice hafa verið áberandi í fjölmiðlum í vikunni. Bandaríska rokkhljómsveitin Slayer, sem var eitt aðalnúmera á Secret Solstice í fyrra, stefndi hátíðinni fyrir að hlunnfara sig um sextán milljónir króna, eða 133 þúsund Bandaríkjadali. Þá skuldar hátíðin Reykjavíkurborg rúmar tíu milljónir króna en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs tjáði RÚV að málið yrði tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag. Það var hins vegar ekki gert. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir í samtali við Vísi að Secret Solstice hafi þó verið rætt óformlega á fundinum. Málið sé í höndum meirihlutans en allir vilji að sjálfsögðu leysa það ef hægt er. Ómar Einarsson sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur segir í samtali við Vísi í dag að ekkert nýtt sé að frétta af stöðu hátíðarinnar að sér vitandi. Þórdís Lóa sagði í samtali við RÚV um helgina að Secret Solstice yrði ekki haldin í Reykjavík ef skuldir hátíðarinnar yrðu ekki gerðar upp. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu vegna málsins í vikunni. Greint var frá því í gær að viðræður milli Live Events, aðstandenda Secret Solstice, og rekstraraðila Fákasels í Sveitarfélaginu Ölfusi um að halda hátíðina. Víkingur Heiðar Arnórsson framkvæmdastjóri Live Events kveðst ætla að svara skriflegri fyrirspurn fréttastofu um málið síðar í dag.
Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Áhugi fyrir því að halda Secret Solstice í Ölfusi Aðrir bæjar- og sveitarstjórar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar eru ekki jafnáhugasamir. 9. apríl 2019 14:40 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Áhugi fyrir því að halda Secret Solstice í Ölfusi Aðrir bæjar- og sveitarstjórar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar eru ekki jafnáhugasamir. 9. apríl 2019 14:40
Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48
Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30