Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Gunnar Reynir Valþórsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. apríl 2019 11:11 Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. Vísir Öllum árum verður róið að því að koma í veg fyrir að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Lögfræðiteymi hans fundar nú um mögulegar varnir. Í yfirlýsingu frá bresku lögreglunni segir að henni hefði verið boðið inn í sendiráð Ekvador eftir að ekvadorsk yfirvöld sviptu hann alþjóðlegri vernd. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Assange var upprunalega handtekinn í sendiráðinu fyrir að mæta ekki fyrir dómara en Scotland Yard staðfestir nú að hann hafi verið handtekinn aftur að beiðni Bandaríkjastjórnar sem hyggst fara fram á framsal hans. Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks, sem staddur er í London, segist vera í áfalli vegna málsins og býst við að Trump-stjórnin fari fram á framsal á hverri stundu. „Maður er í áfalli yfir þessari smánarlegu framkomu af hálfu stjórnvalda í Ekvador að taka ákvörðun um það að svipta manninn friðhelgi. Það er skýrt brot á alþjóðalögum að þú tekur ekki til baka pólitískt hæli þegar þú hefur veitt það. Þú lofar ákveðnum einstaklingi vernd og það að ákveða að taka það til baka á þessu augnabliki til að friðþægja bandaríska hagsmuni Trump-stjórnarinnar er gjörsamlega skelfilegt og til þess að auka á þessa smán Ekvador í þessu samhengi að þá er býður sendiherra Ekvador bresku lögreglunni inn í sendiráðið til þess að handtaka Julian,“ segir Kristinn í samtali við fréttastofu. Bresk stjórnvöld telja að Assange hafi rofið tryggingu þegar hann sótti um pólitískt hæli. Kristinn segir að það sé yfirleitt minniháttarbrot sem ljúki með dómsátt og sektargreiðslu. Hann hafi átt rétt á að sækja um pólitískt hæli. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð.Vísir/EPAFramsalskrafan yfirvofandiKristinn býst við því að Bandaríkjastjórn fari fram á framsal. Ákæran sé nú þegar tilbúin en hann viti ekki hvenær krafan verður gerð til yfirvalda í Bretlandi. „Það er ómögulegt að segja. Á meðan hann er í haldi bresku lögreglunnar þá liggur ekki mikið á. Það er hægt að opinbera þetta á hálfum degi. Það liggur alveg fyrir að það verður gert. Það var staðfest þegar það lak út frá Bandaríkjunum að ákæran væri tilbúin, framsalskrafan. Það þarf ekkert annað en að lyfta af henni leynd, varpa henni fram og senda kröfu til London um að fá hann afhentan,“ segir Kristinn. Brugðist verði við með öllum tiltækum ráðum til að reyna að koma í veg fyrir framsal. Kristinn segir að framsal fyrir að birta sannleikann myndi setja skelfilegt fordæmi fyrir alla blaðamenn í hinum vestræna heimi.Uppfært kl. 12.01 með nýjustu upplýsingum. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Öllum árum verður róið að því að koma í veg fyrir að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Lögfræðiteymi hans fundar nú um mögulegar varnir. Í yfirlýsingu frá bresku lögreglunni segir að henni hefði verið boðið inn í sendiráð Ekvador eftir að ekvadorsk yfirvöld sviptu hann alþjóðlegri vernd. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Assange var upprunalega handtekinn í sendiráðinu fyrir að mæta ekki fyrir dómara en Scotland Yard staðfestir nú að hann hafi verið handtekinn aftur að beiðni Bandaríkjastjórnar sem hyggst fara fram á framsal hans. Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks, sem staddur er í London, segist vera í áfalli vegna málsins og býst við að Trump-stjórnin fari fram á framsal á hverri stundu. „Maður er í áfalli yfir þessari smánarlegu framkomu af hálfu stjórnvalda í Ekvador að taka ákvörðun um það að svipta manninn friðhelgi. Það er skýrt brot á alþjóðalögum að þú tekur ekki til baka pólitískt hæli þegar þú hefur veitt það. Þú lofar ákveðnum einstaklingi vernd og það að ákveða að taka það til baka á þessu augnabliki til að friðþægja bandaríska hagsmuni Trump-stjórnarinnar er gjörsamlega skelfilegt og til þess að auka á þessa smán Ekvador í þessu samhengi að þá er býður sendiherra Ekvador bresku lögreglunni inn í sendiráðið til þess að handtaka Julian,“ segir Kristinn í samtali við fréttastofu. Bresk stjórnvöld telja að Assange hafi rofið tryggingu þegar hann sótti um pólitískt hæli. Kristinn segir að það sé yfirleitt minniháttarbrot sem ljúki með dómsátt og sektargreiðslu. Hann hafi átt rétt á að sækja um pólitískt hæli. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð.Vísir/EPAFramsalskrafan yfirvofandiKristinn býst við því að Bandaríkjastjórn fari fram á framsal. Ákæran sé nú þegar tilbúin en hann viti ekki hvenær krafan verður gerð til yfirvalda í Bretlandi. „Það er ómögulegt að segja. Á meðan hann er í haldi bresku lögreglunnar þá liggur ekki mikið á. Það er hægt að opinbera þetta á hálfum degi. Það liggur alveg fyrir að það verður gert. Það var staðfest þegar það lak út frá Bandaríkjunum að ákæran væri tilbúin, framsalskrafan. Það þarf ekkert annað en að lyfta af henni leynd, varpa henni fram og senda kröfu til London um að fá hann afhentan,“ segir Kristinn. Brugðist verði við með öllum tiltækum ráðum til að reyna að koma í veg fyrir framsal. Kristinn segir að framsal fyrir að birta sannleikann myndi setja skelfilegt fordæmi fyrir alla blaðamenn í hinum vestræna heimi.Uppfært kl. 12.01 með nýjustu upplýsingum.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira