Spánverjar ganga til kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2019 07:39 Frá síðasta kosningafundi Sósíalistaflokks Pedro Sánchez á föstudag. Vísir/EPA Kjörstaðir í þingkosningunum á Spáni opnuðu í morgun. Nær öruggt er að enginn flokkur nái hreinum meirihluta og líkur eru á því að stjórnarmyndun eftir kosningar verði erfið enda hefur önnur eins sundrung ekki sést í spænskum stjórnmálum á síðari árum. Fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. Á vinstri vængnum sækjast Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez, forsætisráðherra, og Við getum eftir því að mynda ríkisstjórn saman. Á hægri vængnum gætu Lýðflokkurinn og Borgararnir tekið höndum saman við hægriöfgaflokkinn Vox sem verður sá fyrsti til að ná fleiri en einu þingsæti á spænska þinginu eftir að lýðræði var komið aftur á þar á 8. áratugnum. Kosningarnar hófust klukkan níu að spænskum tíma í morgun, klukkan sjö að íslenskum tíma. Kjörstöðum lokar á meginlandinu klukkan átta í kvöld að spænskum tíma, klukkan sex á íslenskum tíma. Skoðanakönnun verður birt um leið og kjörstöðum lokar og búist er við að úrslit byrji að streyma inn eftir því sem líður á kvöldið. Talningu atkvæða ætti að vera lokið að mestu leyti á miðnætti að spænskum tíma, klukkan tíu að íslenskum tíma. Reuters-fréttastofan bendir á að í síðustu tveimur kosningum hafi útgöngukannanir ekki gefið rétta mynd af endanlegum úrslitum þeirra. Þetta er í þriðja skipti á fjórum árum sem Spánverjar kjósa til þings. Glundroði hefur ríkt í stjórnmálalífi landsins, bæði vegna eins stærsta spillingarmáls í sögu Spánar sem skók Lýðflokkinn og sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Sánchez tók við sem forsætisráðherra í fyrra eftir að ríkisstjórn Mariano Rajoy úr Lýðflokknum sem felld með vantrauststillögu í þinginu. Leiðtogi sósíalista boðaði til skyndikosninga í febrúar þegar honum tókst ekki að koma fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar sinnar í gegnum þinginu. Ástæðan var sú að katalónskir sjálfstæðissinnar á spænska þinginu neituðu að styðja frumvarpið eftir að Sánchez neitaði að fallast á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðsins. Spánn Tengdar fréttir Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00 Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Kjörstaðir í þingkosningunum á Spáni opnuðu í morgun. Nær öruggt er að enginn flokkur nái hreinum meirihluta og líkur eru á því að stjórnarmyndun eftir kosningar verði erfið enda hefur önnur eins sundrung ekki sést í spænskum stjórnmálum á síðari árum. Fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. Á vinstri vængnum sækjast Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez, forsætisráðherra, og Við getum eftir því að mynda ríkisstjórn saman. Á hægri vængnum gætu Lýðflokkurinn og Borgararnir tekið höndum saman við hægriöfgaflokkinn Vox sem verður sá fyrsti til að ná fleiri en einu þingsæti á spænska þinginu eftir að lýðræði var komið aftur á þar á 8. áratugnum. Kosningarnar hófust klukkan níu að spænskum tíma í morgun, klukkan sjö að íslenskum tíma. Kjörstöðum lokar á meginlandinu klukkan átta í kvöld að spænskum tíma, klukkan sex á íslenskum tíma. Skoðanakönnun verður birt um leið og kjörstöðum lokar og búist er við að úrslit byrji að streyma inn eftir því sem líður á kvöldið. Talningu atkvæða ætti að vera lokið að mestu leyti á miðnætti að spænskum tíma, klukkan tíu að íslenskum tíma. Reuters-fréttastofan bendir á að í síðustu tveimur kosningum hafi útgöngukannanir ekki gefið rétta mynd af endanlegum úrslitum þeirra. Þetta er í þriðja skipti á fjórum árum sem Spánverjar kjósa til þings. Glundroði hefur ríkt í stjórnmálalífi landsins, bæði vegna eins stærsta spillingarmáls í sögu Spánar sem skók Lýðflokkinn og sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Sánchez tók við sem forsætisráðherra í fyrra eftir að ríkisstjórn Mariano Rajoy úr Lýðflokknum sem felld með vantrauststillögu í þinginu. Leiðtogi sósíalista boðaði til skyndikosninga í febrúar þegar honum tókst ekki að koma fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar sinnar í gegnum þinginu. Ástæðan var sú að katalónskir sjálfstæðissinnar á spænska þinginu neituðu að styðja frumvarpið eftir að Sánchez neitaði að fallast á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðsins.
Spánn Tengdar fréttir Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00 Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00
Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent