Segir langtímamarkmiðið að koma í veg fyrir heimilisleysi í Reykjavík Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 13:05 Gámar á Granda í Reykjavík þar sem heimilislausir hafa gistiaðstöðu. Vísir/Vilhelm Reyna á að koma í veg fyrir heimilisleysi í Reykjavík með því að auka forvarnir til muna og grípa inn í hjá áhættuhópum snemma á lífsleiðinni segir formaður Velferðarráðs. Ráðið kynnti í morgun nýja stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Stefnt er að því að auka búsetuúrræði og þjónustustig við þennan viðkvæma hóp til muna. Yfirmarkmiðin eru að stuðla að aukinni fjölbreytni úrræða í samráði við ríki og frjáls félagasamtök. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarráðs segir mikilvægt að mæta einstaklingum með þennan flókna vanda af virðingu og fordómaleysi. Velferðarráð hafi setið yfir þessum málum síðan í haust. Farið var yfir alla þá þjónustu sem er til staðar og niðurstaðan sé að mikil þörf er fyrir húsnæði og grípa inn í hjá áhættuhópum tímanlega.Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar.„Við erum kannski fyrst og fremst núna að reyna að koma í veg fyrir heimilisleysi. Koma í veg fyrir að þessi vandi þróist og horfa meira á unglingana og unga fólkið og hvernig við getum stutt við þau. Nota gangrýndar aðferðir til að finna þá sem eru í áhættu til að þróa með sér heimilisleysi og styðja það áður en til þess kemur. Það er kannski svolítið ólíkt því sem við höfum áður verið að gera,“ segir Heiða. Hún segir að mæta eigi fólki fordómalaust á þeim stað sem það er. „Ekki vera að setja þeim skilyrði að það eigi að vera einhvern veginn öðruvísi til þess að fá þjónustu. Heldur að þú fáir þjónustu eins og þú ert. Síðan vinnum við með því vonandi í að finna bata. Markmiðið sé að enginn þurfi að sofa úti og langtíma markmið að neyðarými séu óþörf. „Og það verður þannig ef við náum að fjölga langtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Þar sem ekki er krafa um að vera hættur neyslu eða öðru slíku. Þú getur fengið stuðning og þann stuðning sem þú þarft inn í það húsnæð. Við erum að leggja meiri áherslu enn áður á að fjölga áfangaheimilum og vinna með áfangaheimili. Þannig að fólk sem er að koma af sjúkrahúsi eða fangelsisvistun eða annarsstaðar frá hafi stað til að dvelja á þangað til að það er tilbúið til að búa í sínu eigin húsnæði,“ segir hún. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Reyna á að koma í veg fyrir heimilisleysi í Reykjavík með því að auka forvarnir til muna og grípa inn í hjá áhættuhópum snemma á lífsleiðinni segir formaður Velferðarráðs. Ráðið kynnti í morgun nýja stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Stefnt er að því að auka búsetuúrræði og þjónustustig við þennan viðkvæma hóp til muna. Yfirmarkmiðin eru að stuðla að aukinni fjölbreytni úrræða í samráði við ríki og frjáls félagasamtök. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarráðs segir mikilvægt að mæta einstaklingum með þennan flókna vanda af virðingu og fordómaleysi. Velferðarráð hafi setið yfir þessum málum síðan í haust. Farið var yfir alla þá þjónustu sem er til staðar og niðurstaðan sé að mikil þörf er fyrir húsnæði og grípa inn í hjá áhættuhópum tímanlega.Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar.„Við erum kannski fyrst og fremst núna að reyna að koma í veg fyrir heimilisleysi. Koma í veg fyrir að þessi vandi þróist og horfa meira á unglingana og unga fólkið og hvernig við getum stutt við þau. Nota gangrýndar aðferðir til að finna þá sem eru í áhættu til að þróa með sér heimilisleysi og styðja það áður en til þess kemur. Það er kannski svolítið ólíkt því sem við höfum áður verið að gera,“ segir Heiða. Hún segir að mæta eigi fólki fordómalaust á þeim stað sem það er. „Ekki vera að setja þeim skilyrði að það eigi að vera einhvern veginn öðruvísi til þess að fá þjónustu. Heldur að þú fáir þjónustu eins og þú ert. Síðan vinnum við með því vonandi í að finna bata. Markmiðið sé að enginn þurfi að sofa úti og langtíma markmið að neyðarými séu óþörf. „Og það verður þannig ef við náum að fjölga langtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Þar sem ekki er krafa um að vera hættur neyslu eða öðru slíku. Þú getur fengið stuðning og þann stuðning sem þú þarft inn í það húsnæð. Við erum að leggja meiri áherslu enn áður á að fjölga áfangaheimilum og vinna með áfangaheimili. Þannig að fólk sem er að koma af sjúkrahúsi eða fangelsisvistun eða annarsstaðar frá hafi stað til að dvelja á þangað til að það er tilbúið til að búa í sínu eigin húsnæði,“ segir hún.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira