Dagur umhverfisins Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Gleðilegt sumar! Dag umhverfisins ber að þessu sinni upp á sumardaginn fyrsta. Þannig rennur saman fögnuður yfir björtum sumarkvöldum og umhverfismálum sem varða framtíð okkar allra. Þennan dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson en hann var fyrstur Íslendinga til að nema náttúruvísindi og orðaði meðal annars þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun. Loftslagsmál og náttúruvernd Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið hörðum höndum að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga. Meðal annars hefur verið unnið að mikilvægum breytingum á loftslagslögum og nýlega var Loftslagsstefna Stjórnarráðsins kynnt en hún mun hafa margfeldisáhrif út í samfélagið. Fleiri verkefni verða kynnt í vor. Sérstakt átak um friðlýsingar er í fullum gangi en eitt af mínum fyrstu verkum sem ráðherra var að koma á fót teymi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að því að friðlýsa svæði sem eru í verndarflokki rammaáætlunar, svæði á eldri náttúruverndaráætlunum og svæði sem eru undir álagi ferðamanna. Á sama tíma vinnur þverpólitísk nefnd með fulltrúum allra flokka að undirbúningi að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, í samræmi við stjórnarsáttmálann. Einnig er unnið jafnt og þétt að mikilli uppbyggingu innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum vítt og breitt um landið. Nýlega var kynnt um úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verkefna á yfir 100 stöðum um allt land og þau tímamót hafa orðið að stóraukin áhersla er lögð á landvörslu. Margt annað gleðilegt má nefna á Degi umhverfisins: Ríkisstjórnin hefur samþykkt að Ísland fullgildi Landslagssamning Evrópu; barátta gegn plastmengun, neyslu og sóun hefur verið tekin föstum tökum; og ný heildarlög um skipulag haf- og strandsvæða, landgræðslu og skógrækt munu marka vatnaskil. Það er einstakt að finna þann mikla áhuga sem er á umhverfismálum í samfélaginu. Við í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu óskum landsmönnum öllum innilega til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Sjá meira
Gleðilegt sumar! Dag umhverfisins ber að þessu sinni upp á sumardaginn fyrsta. Þannig rennur saman fögnuður yfir björtum sumarkvöldum og umhverfismálum sem varða framtíð okkar allra. Þennan dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson en hann var fyrstur Íslendinga til að nema náttúruvísindi og orðaði meðal annars þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun. Loftslagsmál og náttúruvernd Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið hörðum höndum að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga. Meðal annars hefur verið unnið að mikilvægum breytingum á loftslagslögum og nýlega var Loftslagsstefna Stjórnarráðsins kynnt en hún mun hafa margfeldisáhrif út í samfélagið. Fleiri verkefni verða kynnt í vor. Sérstakt átak um friðlýsingar er í fullum gangi en eitt af mínum fyrstu verkum sem ráðherra var að koma á fót teymi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að því að friðlýsa svæði sem eru í verndarflokki rammaáætlunar, svæði á eldri náttúruverndaráætlunum og svæði sem eru undir álagi ferðamanna. Á sama tíma vinnur þverpólitísk nefnd með fulltrúum allra flokka að undirbúningi að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, í samræmi við stjórnarsáttmálann. Einnig er unnið jafnt og þétt að mikilli uppbyggingu innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum vítt og breitt um landið. Nýlega var kynnt um úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verkefna á yfir 100 stöðum um allt land og þau tímamót hafa orðið að stóraukin áhersla er lögð á landvörslu. Margt annað gleðilegt má nefna á Degi umhverfisins: Ríkisstjórnin hefur samþykkt að Ísland fullgildi Landslagssamning Evrópu; barátta gegn plastmengun, neyslu og sóun hefur verið tekin föstum tökum; og ný heildarlög um skipulag haf- og strandsvæða, landgræðslu og skógrækt munu marka vatnaskil. Það er einstakt að finna þann mikla áhuga sem er á umhverfismálum í samfélaginu. Við í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu óskum landsmönnum öllum innilega til hamingju með daginn.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar