Best fyrir börnin - greinin í heild sinni Sigríður Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2019 10:00 Vinkona mín í Bandaríkjunum bauð sýrlenskum hjónum með tvö ung börn að búa í kjallaraíbúðinni sinni. Fjölskyldan hafði flúið stríðið í Sýrlandi og var búin að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Það var mikill sigur fyrir fjölskylduna að hafa komið sér frá angistinni í heimalandinu og þau voru tilbúin að takast á við líf í nýju landi. En svo tók alvaran við. Maðurinn sem er menntaður tannlæknir og hafði starfað sem slíkur í nokkur ár fær ekki menntun sína metna. Konan hafði verið í lögfræðinámi í Sýrlandi og átti aðeins einn áfanga eftir. Engir möguleikar eru fyrir hana að ljúka náminu í Bandaríkjunum. Hjónin hafa vanist því að setja sér há markmið. Hvert eiga þau nú að beina væntingum sínum þegar staða þeirra virðist svo vonlaus. Óskir þeirra um farsæld í nýju landi munu hugsanlega rætast ef börnin eiga möguleika á að stefna hátt og að láta drauma sína rætast. Lykillinn að því að slíkar vonir rætist er að börnin fái góða menntun. Fjölskyldan reiðir sig á að í skólastarfinu sé börnunum veittur stuðningur sem þau þarfnast, réttur stuðningur, markviss og árangursríkur. Kennsluhættirnir þurfa að miðast við það sem reynst hefur vel, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, því þá er best tryggt að börnin fái að blómstra í skólastarfinu. PISA-prófin eru lögð fyrir 15 ára nemendur víða um heim. Þeim er ætlað að mæla hversu vel þátttökuþjóðir undirbúa nemendur fyrir virka þátttöku í samfélaginu. Þar fást upplýsingar um hvaða þættir hafa reynst börnum af erlendum uppruna best því samhliða prófunum er upplýsinga aflað frá skólayfirvöldum og nemendum. Það kemur ekki á óvart að nemendur af erlendum uppruna mælast ekki með minni væntingar um að ljúka langskólanámi en innfæddir jafnaldrar þeirra. Það er þó afskaplega misjafnt hversu vel skólum tekst að koma til móts við óskir þessa nemendahóps í hinum ýmsu löndum. Árangursríkast reynist að bjóða nemendum af erlendum uppruna eins fljótt og hægt er upp á gæðakennslu í tungumáli skólasamfélagsins og að halda stuðningi áfram eins lengi og þörf er á. Það er einmitt færni í skólamálinu sem liggur til grundvallar og er samofin öllu skólastarfi. Ótal rannsóknir hafa beinst að árangursríkum kennsluháttum sem fela í sér gæðamálörvun. Mikið er í húfi, þessi nemendahópur þarf að reiða sig á að slíkt sé í boði í skólanum því misjafnt er hversu vel foreldrar eru í stakk búnir til að styðja börnin sín í náminu. Meðaltöl og hlutfallstölur sýna að nemendur hér á landi, með annað móðurmál en íslensku, ná almennt mjög litlum framförum í íslensku í gegnum leik- og grunnskólastarf, sem bendir til að þeir fái almennt ekki nægilega góðan stuðning í íslensku. Ég hef þó orðið vitni að gæðastarfi hjá íslenskum kennurum, sem foreldri, samkennari og rannsakandi, kennsluháttum sem einmitt fela í sér þætti sem rannsóknir hafa sýnt að skila bestum árangri. Við þurfum að gefa gæðakennslu gaum og efla hana enn frekar. Allir nemendur njóta góðs af og sérstaklega þeir sem nota annað mál en íslensku með fjölskyldu sinni. Margir kennarar og starfsmenn leikskóla glæða íslensk orð lífi í fjölbreytilegum viðfangsefnum. Í grunnskólum eru tekin fyrir áhugaverð umfjöllunarefni. Nemendurnir ræða mál frá ólíkum sjónarhornum, máta við fyrri reynslu sína og þekkingu, takast á og rökræða. Nemendurnir skrifa um málefnin og semja hrífandi texta. Virk notkun tungumálsins af þessu tagi er einmitt gæðamálörvun. Til að bestur árangur náist þarf að tryggja að hvert barn taki virkan þátt í starfinu hverja stund. Hættan er að börn sem skilja lítið dragi sig í hlé, sem leiðir til lítilla framfara. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn“ voru orð Guðna Th. Jóhannessonar forseta í ávarpi til þjóðarinnar áramótin 2017–2018. Við þurfum alltaf að velja það sem er best fyrir börnin. Sýrlensku foreldrarnir treysta á að börnin þeirra fái það besta og foreldrar barna hér á landi sem eiga annað móðurmál en íslensku.Fyrir mistök birtist aðeins hluti greinarinnar í gær. Hún er nú komin inn í heild sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vinkona mín í Bandaríkjunum bauð sýrlenskum hjónum með tvö ung börn að búa í kjallaraíbúðinni sinni. Fjölskyldan hafði flúið stríðið í Sýrlandi og var búin að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Það var mikill sigur fyrir fjölskylduna að hafa komið sér frá angistinni í heimalandinu og þau voru tilbúin að takast á við líf í nýju landi. En svo tók alvaran við. Maðurinn sem er menntaður tannlæknir og hafði starfað sem slíkur í nokkur ár fær ekki menntun sína metna. Konan hafði verið í lögfræðinámi í Sýrlandi og átti aðeins einn áfanga eftir. Engir möguleikar eru fyrir hana að ljúka náminu í Bandaríkjunum. Hjónin hafa vanist því að setja sér há markmið. Hvert eiga þau nú að beina væntingum sínum þegar staða þeirra virðist svo vonlaus. Óskir þeirra um farsæld í nýju landi munu hugsanlega rætast ef börnin eiga möguleika á að stefna hátt og að láta drauma sína rætast. Lykillinn að því að slíkar vonir rætist er að börnin fái góða menntun. Fjölskyldan reiðir sig á að í skólastarfinu sé börnunum veittur stuðningur sem þau þarfnast, réttur stuðningur, markviss og árangursríkur. Kennsluhættirnir þurfa að miðast við það sem reynst hefur vel, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, því þá er best tryggt að börnin fái að blómstra í skólastarfinu. PISA-prófin eru lögð fyrir 15 ára nemendur víða um heim. Þeim er ætlað að mæla hversu vel þátttökuþjóðir undirbúa nemendur fyrir virka þátttöku í samfélaginu. Þar fást upplýsingar um hvaða þættir hafa reynst börnum af erlendum uppruna best því samhliða prófunum er upplýsinga aflað frá skólayfirvöldum og nemendum. Það kemur ekki á óvart að nemendur af erlendum uppruna mælast ekki með minni væntingar um að ljúka langskólanámi en innfæddir jafnaldrar þeirra. Það er þó afskaplega misjafnt hversu vel skólum tekst að koma til móts við óskir þessa nemendahóps í hinum ýmsu löndum. Árangursríkast reynist að bjóða nemendum af erlendum uppruna eins fljótt og hægt er upp á gæðakennslu í tungumáli skólasamfélagsins og að halda stuðningi áfram eins lengi og þörf er á. Það er einmitt færni í skólamálinu sem liggur til grundvallar og er samofin öllu skólastarfi. Ótal rannsóknir hafa beinst að árangursríkum kennsluháttum sem fela í sér gæðamálörvun. Mikið er í húfi, þessi nemendahópur þarf að reiða sig á að slíkt sé í boði í skólanum því misjafnt er hversu vel foreldrar eru í stakk búnir til að styðja börnin sín í náminu. Meðaltöl og hlutfallstölur sýna að nemendur hér á landi, með annað móðurmál en íslensku, ná almennt mjög litlum framförum í íslensku í gegnum leik- og grunnskólastarf, sem bendir til að þeir fái almennt ekki nægilega góðan stuðning í íslensku. Ég hef þó orðið vitni að gæðastarfi hjá íslenskum kennurum, sem foreldri, samkennari og rannsakandi, kennsluháttum sem einmitt fela í sér þætti sem rannsóknir hafa sýnt að skila bestum árangri. Við þurfum að gefa gæðakennslu gaum og efla hana enn frekar. Allir nemendur njóta góðs af og sérstaklega þeir sem nota annað mál en íslensku með fjölskyldu sinni. Margir kennarar og starfsmenn leikskóla glæða íslensk orð lífi í fjölbreytilegum viðfangsefnum. Í grunnskólum eru tekin fyrir áhugaverð umfjöllunarefni. Nemendurnir ræða mál frá ólíkum sjónarhornum, máta við fyrri reynslu sína og þekkingu, takast á og rökræða. Nemendurnir skrifa um málefnin og semja hrífandi texta. Virk notkun tungumálsins af þessu tagi er einmitt gæðamálörvun. Til að bestur árangur náist þarf að tryggja að hvert barn taki virkan þátt í starfinu hverja stund. Hættan er að börn sem skilja lítið dragi sig í hlé, sem leiðir til lítilla framfara. „Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn“ voru orð Guðna Th. Jóhannessonar forseta í ávarpi til þjóðarinnar áramótin 2017–2018. Við þurfum alltaf að velja það sem er best fyrir börnin. Sýrlensku foreldrarnir treysta á að börnin þeirra fái það besta og foreldrar barna hér á landi sem eiga annað móðurmál en íslensku.Fyrir mistök birtist aðeins hluti greinarinnar í gær. Hún er nú komin inn í heild sinni.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar