Verkalýðsforystan minnir á uppsagnarákvæði kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2019 19:15 Kjarasamningar alls þorra launafólks á almenna vinnumarkaðnum voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári. Verkalýðsfélögin greindu frá niðurstöðum atkvæðagreiðslna um nýgerða kjarasamninga í dag. Þáttaka í þeim var fremur dræm en alls staðar voru kjarasamningarnir samþykktir. Þannig samþykktu um 88 prósent félagsmanna VR samninga við Samtök atvinnulífsins annars vegar og Félag atvinnurekenda hins vegar þar sem þátttaka var frá um 21 prósenti til rúmlega 26 prósenta. Rétt rúmlega 77 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninga Eflingar samþykktu þá en þar var þáttakan rétt rúmlega tíu prósent. Þátttaka hjá öðrum félögum Starfsgreinasambandsins var að meðaltali 12,8% sem samþykktu samningana með yfir 70% atkvæða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir margar ástæður geta legið fyrir dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslum í sumum félögum. „Við erum þokkalega sátt við þátttöku okkar félagsmanna. Við erum yfir meðallagi, töluvert yfir meðallagi,“ segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir mikla félagsblöndun bæði tekju- og menntunarlega innan VR samþykki mjög hátt hlutfall samningana.Stöð 2Ennáeftir að útfæra margtísamningum Þá segir formaður VR samningarnir einnig flókna og margt eigi eftir aðútfæra. „Það er líka margt sem kannski er pínulítið óljóst eins og varðandi skattkerfisbreytingarnar. Hvernig þær verða útfærðar og ýmislegt annað sem við eigum eftir að vinna. Vegna þess að nú hefst í rauninni aðalvinnan. Það er að fylgja þessum samningum eftir eins og í húsnæðismálum og fleiri málum sem snúa að ríkisstjórninni og Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við verðhækkunum vegna kjarasamninganna sem muni leiða til verðbólgu og hækkunar vaxta og þar með hækkunar skulda fyrirtækja ekki síður en heimila. Endurskoðunarákvæði séu í samningunum í september á næsta og þarnæsta ári. Ný forysta í verkalýðshreyfingunni hafi gefið mjög sterk skilaboð um að verðhækkanir vegna kjarasamninga verði ekki liðnar. „Eins og hefur verið gert samning eftir samning áratugum saman. Þannig að við munum svo sannarlega nýta okkur þetta uppsagnarákvæði og sækja, hvaðáég að segja, það sem upp á vantar af mikilli hörku komi til þess aðþurfa að segja þeim upp. En ég vona svo sannarlega að svo verði ekki og fyrirtækin haldi að sér höndum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kjarasamningar alls þorra launafólks á almenna vinnumarkaðnum voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári. Verkalýðsfélögin greindu frá niðurstöðum atkvæðagreiðslna um nýgerða kjarasamninga í dag. Þáttaka í þeim var fremur dræm en alls staðar voru kjarasamningarnir samþykktir. Þannig samþykktu um 88 prósent félagsmanna VR samninga við Samtök atvinnulífsins annars vegar og Félag atvinnurekenda hins vegar þar sem þátttaka var frá um 21 prósenti til rúmlega 26 prósenta. Rétt rúmlega 77 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninga Eflingar samþykktu þá en þar var þáttakan rétt rúmlega tíu prósent. Þátttaka hjá öðrum félögum Starfsgreinasambandsins var að meðaltali 12,8% sem samþykktu samningana með yfir 70% atkvæða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir margar ástæður geta legið fyrir dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslum í sumum félögum. „Við erum þokkalega sátt við þátttöku okkar félagsmanna. Við erum yfir meðallagi, töluvert yfir meðallagi,“ segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir mikla félagsblöndun bæði tekju- og menntunarlega innan VR samþykki mjög hátt hlutfall samningana.Stöð 2Ennáeftir að útfæra margtísamningum Þá segir formaður VR samningarnir einnig flókna og margt eigi eftir aðútfæra. „Það er líka margt sem kannski er pínulítið óljóst eins og varðandi skattkerfisbreytingarnar. Hvernig þær verða útfærðar og ýmislegt annað sem við eigum eftir að vinna. Vegna þess að nú hefst í rauninni aðalvinnan. Það er að fylgja þessum samningum eftir eins og í húsnæðismálum og fleiri málum sem snúa að ríkisstjórninni og Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við verðhækkunum vegna kjarasamninganna sem muni leiða til verðbólgu og hækkunar vaxta og þar með hækkunar skulda fyrirtækja ekki síður en heimila. Endurskoðunarákvæði séu í samningunum í september á næsta og þarnæsta ári. Ný forysta í verkalýðshreyfingunni hafi gefið mjög sterk skilaboð um að verðhækkanir vegna kjarasamninga verði ekki liðnar. „Eins og hefur verið gert samning eftir samning áratugum saman. Þannig að við munum svo sannarlega nýta okkur þetta uppsagnarákvæði og sækja, hvaðáég að segja, það sem upp á vantar af mikilli hörku komi til þess aðþurfa að segja þeim upp. En ég vona svo sannarlega að svo verði ekki og fyrirtækin haldi að sér höndum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira