Áfrýja dómi héraðsdóms og segja hann slæmt fordæmi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2019 09:04 Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir hafa áfrýjað þriggja mánaða dómi sem þær hlutu í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair í maí 2016 til Landsréttar.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ragnheiði Freyju, Jórunni Eddu og verjendum þeirra. Voru þær dæmdar fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um loftferðir þegar þær stóðu upp í flugvél Icelandair þann 26. maí 2016 og reyndu að fá aðra farþega í lið með sér til að stöðva för flugvélarinnar.Tilgangurinn með uppátæki þeirra var að reyna að koma í veg fyrir að hælisleitandinn Eze Okafor yrði sendur úr landi. Þær tölu sig vera að bjarga lífi hans. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Okafor til Nígeríu en hann hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að ganga til liðs við samtökin og beita sjálfur ofbeldi.Ragnheiður Freyja og Jórunn Edda voru handteknar og kærðar fyrir uppátækið og sem fyrr segir dæmdar í þriggja mánaða fangelsi fyrr í mánuðinum.Úr dómsal fyrr í mánuðinum.Vísir/VilhelmSjá einnig: Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair Í tilkynningu þeirra um áfrýjunina segir að ástæður áfrýjunarinnar séu ýmsar en þar vegi þyngst „slæm fordæmi sem dómurinn myndi skilja eftir sig og þar með möguleg neikvæð áhrif dómsins á réttindi fólksins í landinu.“ „Ef þessum dómi er leyft að standa óbreyttum er hætta á að tjáningar- og mótmælafrelsi í landinu verði settar þröngar skorður í krafti opinna og illa skilgreindra fullyrðinga í texta hans,“ segir ennfremur. Þá segja þær að áhersla héraðsdóms á óþæginda annarra í máli þeirra sæti furðu. Auk þess hafi þeim tveimur verið ítrekað ruglað saman, sem sé til marks um það að atburðarásin, eins og hún átti sér stað, hafi aldrei verið dómara skýr. „Ekki er ljóst hvers konar mótmælaaðgerðir eru yfirleitt hugsanlegar sem ekki fela í sér einhver óþægindi. Að dæma megi þátttakendur í friðsamlegum mótmælum til fangelsisvistar vegna óljósrar hugmyndar um óþægindi sem af mótmælunum stafa felur í sér hættulegt fordæmi sem vegur að tjáningarfrelsi, fundafrelsi og réttinum til mótmæla í landinu yfirleitt.“ Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11 Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00 Dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en íhuga áfrýjun Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir það sem konurnar segja hafa verið friðsamlegar mótmælaaðgerðir. 3. apríl 2019 15:57 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir hafa áfrýjað þriggja mánaða dómi sem þær hlutu í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair í maí 2016 til Landsréttar.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ragnheiði Freyju, Jórunni Eddu og verjendum þeirra. Voru þær dæmdar fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um loftferðir þegar þær stóðu upp í flugvél Icelandair þann 26. maí 2016 og reyndu að fá aðra farþega í lið með sér til að stöðva för flugvélarinnar.Tilgangurinn með uppátæki þeirra var að reyna að koma í veg fyrir að hælisleitandinn Eze Okafor yrði sendur úr landi. Þær tölu sig vera að bjarga lífi hans. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Okafor til Nígeríu en hann hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að ganga til liðs við samtökin og beita sjálfur ofbeldi.Ragnheiður Freyja og Jórunn Edda voru handteknar og kærðar fyrir uppátækið og sem fyrr segir dæmdar í þriggja mánaða fangelsi fyrr í mánuðinum.Úr dómsal fyrr í mánuðinum.Vísir/VilhelmSjá einnig: Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair Í tilkynningu þeirra um áfrýjunina segir að ástæður áfrýjunarinnar séu ýmsar en þar vegi þyngst „slæm fordæmi sem dómurinn myndi skilja eftir sig og þar með möguleg neikvæð áhrif dómsins á réttindi fólksins í landinu.“ „Ef þessum dómi er leyft að standa óbreyttum er hætta á að tjáningar- og mótmælafrelsi í landinu verði settar þröngar skorður í krafti opinna og illa skilgreindra fullyrðinga í texta hans,“ segir ennfremur. Þá segja þær að áhersla héraðsdóms á óþæginda annarra í máli þeirra sæti furðu. Auk þess hafi þeim tveimur verið ítrekað ruglað saman, sem sé til marks um það að atburðarásin, eins og hún átti sér stað, hafi aldrei verið dómara skýr. „Ekki er ljóst hvers konar mótmælaaðgerðir eru yfirleitt hugsanlegar sem ekki fela í sér einhver óþægindi. Að dæma megi þátttakendur í friðsamlegum mótmælum til fangelsisvistar vegna óljósrar hugmyndar um óþægindi sem af mótmælunum stafa felur í sér hættulegt fordæmi sem vegur að tjáningarfrelsi, fundafrelsi og réttinum til mótmæla í landinu yfirleitt.“
Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11 Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00 Dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en íhuga áfrýjun Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir það sem konurnar segja hafa verið friðsamlegar mótmælaaðgerðir. 3. apríl 2019 15:57 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11
Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00
Dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en íhuga áfrýjun Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir það sem konurnar segja hafa verið friðsamlegar mótmælaaðgerðir. 3. apríl 2019 15:57