Katrín greindi May frá umræðu um orkumál á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2019 19:45 Theresa May og Katrín Jakobsdóttir fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum. EPA Forsætisráðherra segir mikilvægt að eiga milliliðalaus samskipti við stjórnmálaleiðtoga annarra ríkja um helstu alþjóðamál eins og aðgerðir í loftlagsmálum. Hún gerði meðal annars grein fyrir umræðunni um orkumál hér á landi á fundi sínum með forsætisráðherra Bretlands í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur hitt Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, nokkrum sinnum áður en kom í bústaða breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í fyrsta sinn í dag. Hún segir hana og Therseu May aðallega hafa rætt loftlagsmál sem nú séu ofarlega á baugi, en breska þingið samþykkti í gær tillögu formanns Verkamannaflokksins um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. „Svo ræddum við kynjajafnréttismál og ekki hvað síst mansalsmál. En hún hefur sjálf beitt sér mjög mikið í þeim málum og staðið framarlega í þeirri baráttu hér. Í þriðja lagi var svo rætt um málið sem alltaf er rætt, það er að segja Brexit og svo auðvitað samskipti Íslands og Bretlands í kring um það,“ segir Katrín. Hún hafi hins vegar ekki hafa rætt mögulega lagningu raforkustrengs til Bretlands í framtíðinni í ljósi heitrar umræðu hér á landi um þriðja orkupakkann. „Nei, ég gerði það ekki en ég upplýsti hana auðvitað um þá umræðu sem stæði yfir á Íslandi um mikilvægi þess, sem ég tel nú að mikill meirihluti Íslendinga sé sammála um; að það sé mjög mikilvægt að tryggja yfirráð yfir orkuauðlindinni. Að hún sé sameign þjóðarinnar og að það sé mikilvægt að það stýri okkar gjörðum íþessu. Þannig að ég lýsti aðeins umræðunni um orkumálin á Íslandi,“ segir forsætisráðherra. Hún hafi líka lagt áherslu á að Ísland og Bretlandi væru ekki einungis viðskiptaþjóðir heldur einnig vinaþjóðir með sameiginlega sögu. En þriggja daga heimsók forsætisráðherra til Bretlands lauk í dag. „Það skiptir líka máli að eiga þessi beinu og milliliðalausu samskipti við fólk um stóru málin á alþjóðasviðinu. Ef við tökum loftlagsmálin sem dæmi þá verða þau ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Að við getum öll lagt okkar lóð á vogarskálar. Það skiptir líka málið að þjóðir heims vinni saman að þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Forsætisráðherra segir mikilvægt að eiga milliliðalaus samskipti við stjórnmálaleiðtoga annarra ríkja um helstu alþjóðamál eins og aðgerðir í loftlagsmálum. Hún gerði meðal annars grein fyrir umræðunni um orkumál hér á landi á fundi sínum með forsætisráðherra Bretlands í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur hitt Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, nokkrum sinnum áður en kom í bústaða breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í fyrsta sinn í dag. Hún segir hana og Therseu May aðallega hafa rætt loftlagsmál sem nú séu ofarlega á baugi, en breska þingið samþykkti í gær tillögu formanns Verkamannaflokksins um að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. „Svo ræddum við kynjajafnréttismál og ekki hvað síst mansalsmál. En hún hefur sjálf beitt sér mjög mikið í þeim málum og staðið framarlega í þeirri baráttu hér. Í þriðja lagi var svo rætt um málið sem alltaf er rætt, það er að segja Brexit og svo auðvitað samskipti Íslands og Bretlands í kring um það,“ segir Katrín. Hún hafi hins vegar ekki hafa rætt mögulega lagningu raforkustrengs til Bretlands í framtíðinni í ljósi heitrar umræðu hér á landi um þriðja orkupakkann. „Nei, ég gerði það ekki en ég upplýsti hana auðvitað um þá umræðu sem stæði yfir á Íslandi um mikilvægi þess, sem ég tel nú að mikill meirihluti Íslendinga sé sammála um; að það sé mjög mikilvægt að tryggja yfirráð yfir orkuauðlindinni. Að hún sé sameign þjóðarinnar og að það sé mikilvægt að það stýri okkar gjörðum íþessu. Þannig að ég lýsti aðeins umræðunni um orkumálin á Íslandi,“ segir forsætisráðherra. Hún hafi líka lagt áherslu á að Ísland og Bretlandi væru ekki einungis viðskiptaþjóðir heldur einnig vinaþjóðir með sameiginlega sögu. En þriggja daga heimsók forsætisráðherra til Bretlands lauk í dag. „Það skiptir líka máli að eiga þessi beinu og milliliðalausu samskipti við fólk um stóru málin á alþjóðasviðinu. Ef við tökum loftlagsmálin sem dæmi þá verða þau ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Að við getum öll lagt okkar lóð á vogarskálar. Það skiptir líka málið að þjóðir heims vinni saman að þessu,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira