Risaleikir í baráttunni um undanúrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2019 19:30 James Wade getur farið langt með að tryggja undanúrslitasætið með sigri annað kvöld vísir/getty Það fer hver að verða síðastur að tryggja sig inn í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í pílukasti en þriðja síðasta kvöld deildarkeppninnar fer fram annað kvöld. Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina síðustu þrjú ár í röð, fjórum sinnum alls á ferlinum, og hann er efstur í deildinni eftir þrettán umferðir af sextán. Van Gerwen er með eins stigs forskot á Rob Cross á toppi deildarinnar, en tvö stig eru fengin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Fjórir efstu að loknum 16 umferðum fara í undanúrslit. Fjórtánda umferðin fer fram í Manchester Arena annað kvöld. Leikar hefjast með viðureign Rob Cross og Michael Smith, en Smith þarf að vinna þá þrjá leiki sem hann á eftir til þess að eiga einhverja möguleika á að komast í undanúrslitin. Þeir möguleikar eru þó gott sem engir. Peter Wright er í sömu stöðu og Smith, ef hann tapar er ekki lengur möguleiki á að komast áfram. Andstæðingur Wright í Manchester er Mensur Suljovic. Sá er í fimmta sætinu með fimmtán stig, eins og James Wade og Gerwyn Price í þriðja og fjórða sæti. Þeir Wade og Price mætast innbyrðis í Manchester. Wade er með betri „markatölu“ heldur en hans helstu keppniautar Price, Suljovic og Gurney og endar því alltaf efstur ef þeir eru jafnir á stigum. Ef Price vinnur viðureignina gegn Wade opnast baráttan um þriðja og fjórða sætið upp á gátt. Suljovic er talinn vera svartur hestur í baráttunni um úrslitakeppnina. Hann spilaði sitt fyrsta heila tímabil í fyrra og sagði stressið hafa truflað sig þar. Í ár er hann „hundrað prósent betri.“ Daryl Gurney er einu stigi á eftir þremenningunum en hann fær það erfiða verkefni að mæta van Gerwen í Manchester. Eftir að hafa ekki unnið van Gerwen í sautján leikum hefur Gurney unnið síðustu tvo í röð. Hann veit því hvað hann þarf að gera til þess að vinna meistarann, en hvort hann geti gert það í þriðja sinn á eftir að koma í ljós. Úrvalsdeildin í pílu verður áfram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, útsending hefst klukkan 18:00 annað kvöld. Pílukast Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Sjá meira
Það fer hver að verða síðastur að tryggja sig inn í úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í pílukasti en þriðja síðasta kvöld deildarkeppninnar fer fram annað kvöld. Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina síðustu þrjú ár í röð, fjórum sinnum alls á ferlinum, og hann er efstur í deildinni eftir þrettán umferðir af sextán. Van Gerwen er með eins stigs forskot á Rob Cross á toppi deildarinnar, en tvö stig eru fengin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Fjórir efstu að loknum 16 umferðum fara í undanúrslit. Fjórtánda umferðin fer fram í Manchester Arena annað kvöld. Leikar hefjast með viðureign Rob Cross og Michael Smith, en Smith þarf að vinna þá þrjá leiki sem hann á eftir til þess að eiga einhverja möguleika á að komast í undanúrslitin. Þeir möguleikar eru þó gott sem engir. Peter Wright er í sömu stöðu og Smith, ef hann tapar er ekki lengur möguleiki á að komast áfram. Andstæðingur Wright í Manchester er Mensur Suljovic. Sá er í fimmta sætinu með fimmtán stig, eins og James Wade og Gerwyn Price í þriðja og fjórða sæti. Þeir Wade og Price mætast innbyrðis í Manchester. Wade er með betri „markatölu“ heldur en hans helstu keppniautar Price, Suljovic og Gurney og endar því alltaf efstur ef þeir eru jafnir á stigum. Ef Price vinnur viðureignina gegn Wade opnast baráttan um þriðja og fjórða sætið upp á gátt. Suljovic er talinn vera svartur hestur í baráttunni um úrslitakeppnina. Hann spilaði sitt fyrsta heila tímabil í fyrra og sagði stressið hafa truflað sig þar. Í ár er hann „hundrað prósent betri.“ Daryl Gurney er einu stigi á eftir þremenningunum en hann fær það erfiða verkefni að mæta van Gerwen í Manchester. Eftir að hafa ekki unnið van Gerwen í sautján leikum hefur Gurney unnið síðustu tvo í röð. Hann veit því hvað hann þarf að gera til þess að vinna meistarann, en hvort hann geti gert það í þriðja sinn á eftir að koma í ljós. Úrvalsdeildin í pílu verður áfram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, útsending hefst klukkan 18:00 annað kvöld.
Pílukast Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Sjá meira