Palestínska þjóðin muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir hana Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2019 19:30 Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir baráttukona fyrir réttindum Palestínufólks að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa eftir að liðsmenn Hatara veifuðu borða með fána Palestínu í beinni útsendingu í stigagjöfinni í gærkvöldi. Hatarar höfðu áður sagst ætla að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis og segir aktívistinn, Björk Vilhelmsdóttir, að þeir hafi staðið við orð sín. „Þarna bara nefndu þeir orðið sem enginn vildi nefna og það er algjörlega stórkostlegt að þeir skyldu gera það,“ segir Björk. Samtökin BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa hins vegar lítið fyrir uppátækið og segja að þó Hatari hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið. Björk segir að sniðgönguhreyfingin sé vissulega mikilvæg en það útiloki ekki aðrar aðferðir. Útspil Hatara sé mikilvæg vitundarvakning. „Þeir bentu á það að það var eitthvað þarna miklu meira að. Þarna er mjög grimmt hernám og það þurfti einhver að segja það og okkar fólk gerði það,“ segir Björk. Orðið þakklæti er einnig ofarlega í huga hjónanna Tinnu Bjarkar og Abdulnasservísir/baldurÞá segist Björk hafi fundið fyrir miklu þakklæti frá Palestínumönnum í dag. Orðið þakklæti er einnig ofarlega í huga hjónanna Tinnu Bjarkar og Abdulnasser. Abdulnasser er frá Gaza í Palestínu og hefur búið á Íslandi í fimm ár. Þau höfðu ákveðið að sniðganga keppnina en þegar samfélagsmiðlar fóru að fyllast af myndum af Hatara með palestínska borðann breyttist viðhorf þeirra skyndilega. „Þá tók hjartað kipp. Það kom neisti og jákvæð upplifun að þetta hefði virkilega gerst,“ segir Tinna Björk. Abdulnasser tekur í sama streng. „Ég er glaður í hjarta mínu og sál. Nú hefur vandi okkar hlotið athygli víða. Við gleymum aldrei Íslandi fyrir það. Þetta verður skrifað í sögubækurnar,“ segir Abdulnasser. Fjölmiðlar í Palestínu hafa margir sett sig í samband við Abdulnasser í dag, sem og vinir og ættingar. „Gervöll Palestína gladdist yfir því sem gerðist. Margir blaðamenn sögðu að við hefðum unnið Eurovision ekki aðrir. Palestína var sigurvegarinn í Eurovision í gær og Ísland stuðlaði að því.“ Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Palestínskur stjórnmálaleiðtogi býður Hatara til Palestínu í þakklætisskyni Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, hafði samband við liðsmenn Hatara og þakkaði þeim fyrir að sýna Palestínu samstöðu í Eurovision. Þá bauð hann Hatara til Ramallah, höfuðborgar Palestínu. 19. maí 2019 18:17 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir baráttukona fyrir réttindum Palestínufólks að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa eftir að liðsmenn Hatara veifuðu borða með fána Palestínu í beinni útsendingu í stigagjöfinni í gærkvöldi. Hatarar höfðu áður sagst ætla að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis og segir aktívistinn, Björk Vilhelmsdóttir, að þeir hafi staðið við orð sín. „Þarna bara nefndu þeir orðið sem enginn vildi nefna og það er algjörlega stórkostlegt að þeir skyldu gera það,“ segir Björk. Samtökin BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa hins vegar lítið fyrir uppátækið og segja að þó Hatari hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið. Björk segir að sniðgönguhreyfingin sé vissulega mikilvæg en það útiloki ekki aðrar aðferðir. Útspil Hatara sé mikilvæg vitundarvakning. „Þeir bentu á það að það var eitthvað þarna miklu meira að. Þarna er mjög grimmt hernám og það þurfti einhver að segja það og okkar fólk gerði það,“ segir Björk. Orðið þakklæti er einnig ofarlega í huga hjónanna Tinnu Bjarkar og Abdulnasservísir/baldurÞá segist Björk hafi fundið fyrir miklu þakklæti frá Palestínumönnum í dag. Orðið þakklæti er einnig ofarlega í huga hjónanna Tinnu Bjarkar og Abdulnasser. Abdulnasser er frá Gaza í Palestínu og hefur búið á Íslandi í fimm ár. Þau höfðu ákveðið að sniðganga keppnina en þegar samfélagsmiðlar fóru að fyllast af myndum af Hatara með palestínska borðann breyttist viðhorf þeirra skyndilega. „Þá tók hjartað kipp. Það kom neisti og jákvæð upplifun að þetta hefði virkilega gerst,“ segir Tinna Björk. Abdulnasser tekur í sama streng. „Ég er glaður í hjarta mínu og sál. Nú hefur vandi okkar hlotið athygli víða. Við gleymum aldrei Íslandi fyrir það. Þetta verður skrifað í sögubækurnar,“ segir Abdulnasser. Fjölmiðlar í Palestínu hafa margir sett sig í samband við Abdulnasser í dag, sem og vinir og ættingar. „Gervöll Palestína gladdist yfir því sem gerðist. Margir blaðamenn sögðu að við hefðum unnið Eurovision ekki aðrir. Palestína var sigurvegarinn í Eurovision í gær og Ísland stuðlaði að því.“
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Palestínskur stjórnmálaleiðtogi býður Hatara til Palestínu í þakklætisskyni Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, hafði samband við liðsmenn Hatara og þakkaði þeim fyrir að sýna Palestínu samstöðu í Eurovision. Þá bauð hann Hatara til Ramallah, höfuðborgar Palestínu. 19. maí 2019 18:17 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12
Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11
Palestínskur stjórnmálaleiðtogi býður Hatara til Palestínu í þakklætisskyni Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, hafði samband við liðsmenn Hatara og þakkaði þeim fyrir að sýna Palestínu samstöðu í Eurovision. Þá bauð hann Hatara til Ramallah, höfuðborgar Palestínu. 19. maí 2019 18:17