Grótta sótti þrjú stig til Akureyrar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2019 18:25 Gróttu-menn fagna marki mynd/fésbókarsíða Gróttu Grótta náði sterkan sigur til Akureyrar í dag þegar liðið lagði Þór að velli í Inkassodeild karla. Fjölnir vann Magna örugglega. Þórsarar byrjuðu Inkassodeildina af miklum krafti, það miklum að menn voru farnir að spá þeim öruggum sigri í deildinni þó aðeins tvær umferðir væru liðnar. Þeim var þó kippt rækilega á jörðina í dag þegar Grótta, sem kom upp úr annarri deild í haust, mætti á Þórsvöllinn og tók öll stigin þrjú sem í boði voru. Leikurinn byrjaði af svakalegum krafti en gestirnir komust yfir strax á fyrstu mínútu. Það var hinn ungi Axel Sigurðarson sem gerði markið eftir frábært spil upp völlinn. Á þriðju mínútu leiksins fékk Grótta víti. Axel var kominn einn í gegnum vörn Þórs en Aron Birkir Stefánsson markvörður braut á honum og víti dæmt. Óliver Dagur Thorlacius fór á punktinn og skoraði örugglega. 2-0 fyrir Gróttu eftir þrjár mínútur. Hasarinn í upphafi var ekki búinn, heimamenn fengu vítaspyrnu á sjöttu mínútu leiksins. Brotið á Sveini Elíasi Jónssyni innan vítateigs. Nacho Gil fór á punktinn og hann skoraði einnig örugglega. Eftir þessar svaðalegu upphafsmínútur róaðist aðeins á leiknum og næsta mark kom ekki fyrr en á 37. mínútu. Þar voru á ferðinni markaskorarar Gróttu. Ólviver Dagur átti góða sendingu inn á Axel sem skoraði með góðu skoti. Staðan í hálfleik 3-1 fyrir Gróttu. Þórsarar fengu annað víti í upphafi seinni hálfleiks. Nacho Gil fór aftur á punktinn og skilaði spyrnunni aftur örugglega í netið. Róðurinn varð erfiðari fyrir heimamenn á 61. mínútu þegar Orri Sigurjónsson fékk beint rautt spjald. Þrátt fyrir það voru það Þórsarar sem sóttu undir lok leiksins, enda undir í leiknum. Þeir uppskáru þó ekki mark, leiknum lauk með 3-2 sigri Gróttu. Þetta var fyrsti sigur Gróttu í deildinni og fyrsta tap Þórsara. Á Extra vellinum í Grafarvogi tóku Fjölnismenn á móti Magna. Heimamenn komust yfir snemma leiks þegar Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði á 13. mínútu með góðu skoti. Fjölnismenn sóttu og sóttu í upphafi og á 26. mínútu skoraði Albert Brynar Ingason annað mark þeirra. Fjölnir hefði getað leitt með fleiri mörkum í hálfleik en staðan aðeins 2-0 þegar farið var til búningsherbergja. Á 50. mínútu skoraði Hans Viktor Guðmundsson þriðja mark Fjölnis og sigurinn nokkurn veginn í höfn. Norðanmenn náðu að klóra í bakkann strax sex mínútum seinna en það dugði ekki til því Ingibergur Kort Sigurðsson kláraði leikinn fyrir Fjölni á 83. mínútu. Sigurpáll Melberg Pálsson fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og því léku Fjölnismenn einum færri síðasta korterið. Magnamenn gátu ekki nýtt sér liðsmuninn, lokatölur 4-1 í Grafarvogi. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Inkasso-deildin Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Grótta náði sterkan sigur til Akureyrar í dag þegar liðið lagði Þór að velli í Inkassodeild karla. Fjölnir vann Magna örugglega. Þórsarar byrjuðu Inkassodeildina af miklum krafti, það miklum að menn voru farnir að spá þeim öruggum sigri í deildinni þó aðeins tvær umferðir væru liðnar. Þeim var þó kippt rækilega á jörðina í dag þegar Grótta, sem kom upp úr annarri deild í haust, mætti á Þórsvöllinn og tók öll stigin þrjú sem í boði voru. Leikurinn byrjaði af svakalegum krafti en gestirnir komust yfir strax á fyrstu mínútu. Það var hinn ungi Axel Sigurðarson sem gerði markið eftir frábært spil upp völlinn. Á þriðju mínútu leiksins fékk Grótta víti. Axel var kominn einn í gegnum vörn Þórs en Aron Birkir Stefánsson markvörður braut á honum og víti dæmt. Óliver Dagur Thorlacius fór á punktinn og skoraði örugglega. 2-0 fyrir Gróttu eftir þrjár mínútur. Hasarinn í upphafi var ekki búinn, heimamenn fengu vítaspyrnu á sjöttu mínútu leiksins. Brotið á Sveini Elíasi Jónssyni innan vítateigs. Nacho Gil fór á punktinn og hann skoraði einnig örugglega. Eftir þessar svaðalegu upphafsmínútur róaðist aðeins á leiknum og næsta mark kom ekki fyrr en á 37. mínútu. Þar voru á ferðinni markaskorarar Gróttu. Ólviver Dagur átti góða sendingu inn á Axel sem skoraði með góðu skoti. Staðan í hálfleik 3-1 fyrir Gróttu. Þórsarar fengu annað víti í upphafi seinni hálfleiks. Nacho Gil fór aftur á punktinn og skilaði spyrnunni aftur örugglega í netið. Róðurinn varð erfiðari fyrir heimamenn á 61. mínútu þegar Orri Sigurjónsson fékk beint rautt spjald. Þrátt fyrir það voru það Þórsarar sem sóttu undir lok leiksins, enda undir í leiknum. Þeir uppskáru þó ekki mark, leiknum lauk með 3-2 sigri Gróttu. Þetta var fyrsti sigur Gróttu í deildinni og fyrsta tap Þórsara. Á Extra vellinum í Grafarvogi tóku Fjölnismenn á móti Magna. Heimamenn komust yfir snemma leiks þegar Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði á 13. mínútu með góðu skoti. Fjölnismenn sóttu og sóttu í upphafi og á 26. mínútu skoraði Albert Brynar Ingason annað mark þeirra. Fjölnir hefði getað leitt með fleiri mörkum í hálfleik en staðan aðeins 2-0 þegar farið var til búningsherbergja. Á 50. mínútu skoraði Hans Viktor Guðmundsson þriðja mark Fjölnis og sigurinn nokkurn veginn í höfn. Norðanmenn náðu að klóra í bakkann strax sex mínútum seinna en það dugði ekki til því Ingibergur Kort Sigurðsson kláraði leikinn fyrir Fjölni á 83. mínútu. Sigurpáll Melberg Pálsson fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og því léku Fjölnismenn einum færri síðasta korterið. Magnamenn gátu ekki nýtt sér liðsmuninn, lokatölur 4-1 í Grafarvogi. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Inkasso-deildin Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann