Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Hörður Ægisson skrifar 15. maí 2019 07:45 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Stoða. fréttablaðið/Daníel Fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), hyggst auka hlutafé sitt um allt að fjóra milljarða króna til að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins. Stoðir, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, hefur á síðustu vikum fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir samanlagt um níu milljarða króna. Hlutafjáraukningin fer fram með forgangsréttarútboði til hluthafa félagsins og lýkur skráningu á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ólíklegt þykir að samtals fjórir milljarðar eigi eftir að safnast í útboðinu heldur er talið, að sögn kunnugra, að niðurstaðan verði sú að hluthafar muni leggja félaginu til nærri þrjá milljarða króna í nýtt hlutafé. Eigið fé Stoða var um 18 milljarðar króna í ársbyrjun 2019. Stærstu hluthafar Stoða, sem lauk sölu á tæplega níu prósenta hlut sínum í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Garber fyrir 144 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna, fyrir um ári eru eignarhaldsfélagið S121 með 62 prósenta hlut, Arion banki, sem á rúmlega 18 prósent, og þá fer Landsbankinn með 15 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins eiga sér nú stað þreifingar við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Miðað við eigið fé fjárfestingafélagsins má gróflega áætla að sá hlutur sé metinn á um þrjá milljarða króna. Hlutur Arion banka í Stoðum er á meðal eigna í félögum í óskyldum rekstri sem er auglýstur til sölu á vefsíðu bankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins er bankinn hins vegar ekki sagður vera undir tímapressu af hálfu Fjármálaeftirlitsins um að selja hlutinn, eins og sakir standa. Í byrjun apríl urðu Stoðir umsvifamesti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka. Félagið margfaldaði þá eignarhlut sinn í bankanum þegar það keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi Arion banka, seldi þá til innlendra og erlendra fjárfesta. Eftir kaupin eru Stoðir fimmti stærsti hluthafi bankans með 4,65 prósenta hlut sem er metinn á um 6,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Arion. Þá hóf félagið að fjárfesta í Símanum í liðnum mánuði og í lok síðustu viku kom fram í flöggun til Kauphallarinnar um að Stoðir væru komnar með rúmlega átta prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Markaðsvirði þess eignarhlutur, sem er meðal annars fjármagnaður í gegnum framvirka samninga hjá Kviku banka, er rúmlega 3,3 milljarðar króna. Stoðir eru eftir þau kaup langsamlega stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Símans. Sá hópur fjárfesta sem er með tögl og hagldir í Stoðum í gegnum S121 samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Þorsteini M. Jónssyni, áður aðaleiganda Vífilfells og fyrrverandi stjórnarmanni í Glitni og FL Group. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í ársbyrjun 2017 rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar, Magnúsar Ármann, og Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), hyggst auka hlutafé sitt um allt að fjóra milljarða króna til að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins. Stoðir, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, hefur á síðustu vikum fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir samanlagt um níu milljarða króna. Hlutafjáraukningin fer fram með forgangsréttarútboði til hluthafa félagsins og lýkur skráningu á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ólíklegt þykir að samtals fjórir milljarðar eigi eftir að safnast í útboðinu heldur er talið, að sögn kunnugra, að niðurstaðan verði sú að hluthafar muni leggja félaginu til nærri þrjá milljarða króna í nýtt hlutafé. Eigið fé Stoða var um 18 milljarðar króna í ársbyrjun 2019. Stærstu hluthafar Stoða, sem lauk sölu á tæplega níu prósenta hlut sínum í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Garber fyrir 144 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna, fyrir um ári eru eignarhaldsfélagið S121 með 62 prósenta hlut, Arion banki, sem á rúmlega 18 prósent, og þá fer Landsbankinn með 15 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Markaðarins eiga sér nú stað þreifingar við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Miðað við eigið fé fjárfestingafélagsins má gróflega áætla að sá hlutur sé metinn á um þrjá milljarða króna. Hlutur Arion banka í Stoðum er á meðal eigna í félögum í óskyldum rekstri sem er auglýstur til sölu á vefsíðu bankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins er bankinn hins vegar ekki sagður vera undir tímapressu af hálfu Fjármálaeftirlitsins um að selja hlutinn, eins og sakir standa. Í byrjun apríl urðu Stoðir umsvifamesti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka. Félagið margfaldaði þá eignarhlut sinn í bankanum þegar það keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi Arion banka, seldi þá til innlendra og erlendra fjárfesta. Eftir kaupin eru Stoðir fimmti stærsti hluthafi bankans með 4,65 prósenta hlut sem er metinn á um 6,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa Arion. Þá hóf félagið að fjárfesta í Símanum í liðnum mánuði og í lok síðustu viku kom fram í flöggun til Kauphallarinnar um að Stoðir væru komnar með rúmlega átta prósenta hlut í fjarskiptafélaginu. Markaðsvirði þess eignarhlutur, sem er meðal annars fjármagnaður í gegnum framvirka samninga hjá Kviku banka, er rúmlega 3,3 milljarðar króna. Stoðir eru eftir þau kaup langsamlega stærstu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Símans. Sá hópur fjárfesta sem er með tögl og hagldir í Stoðum í gegnum S121 samanstendur meðal annars af félögum tengdum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Þorsteini M. Jónssyni, áður aðaleiganda Vífilfells og fyrrverandi stjórnarmanni í Glitni og FL Group. Fjárfestahópurinn, ásamt tryggingafélaginu TM, eignaðist meirihluta í Stoðum þegar hópurinn keypti í ársbyrjun 2017 rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og erlendum fjármálastofnunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Sjá meira