Almenningur fær ekki réttar upplýsingar um innihald matvæla Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 15. maí 2019 06:15 Ólafur Reykdal, sérfræðingur hjá Matís. Fréttablaðið/Anton Brink Mælingar á innihaldsefnum íslenskra matvæla hafa ekki verið framkvæmdar í áratug. Í nágrannalöndum okkar eru slíkar mælingar framkvæmdar á hverju ári. „Í grannlöndum okkar er verið að uppfæra þessa gagnagrunna alltaf eitthvað á hverju ári. Teknar eru fyrir ákveðnar fæðutegundir árlega og til þess eru veittar ákveðnar fjárveitingar,“ segir Ólafur Reykdal, sérfræðingur hjá Matís. Ólafur segir nauðsynlegt að mæla innihaldsefni matvæla svo að almenningur fái réttar upplýsingar um það hvað er í matnum sem hann borðar. Slíkar upplýsingar séu mikilvægar öllum en sér í lagi þeim sem hafa sérþarfir í mataræði. „Það eru ýmsar sérþarfir sem fólk hefur út af sjúkdómum til dæmis og þá þarf að vera hægt að átta sig á hvað mismunandi matvæli innihalda af efnum sem þarf annaðhvort að takmarka eða fólk þarf nauðsynlega á að halda í vissu magni,“ segir Ólafur og bætir við að upplýsingarnar séu einnig mikilvægar þegar framkvæmdar séu ýmsar kannanir á matarvenjum Íslendinga. Gagnagrunnur um innihaldsefni íslenskra matvæla, ÍSGEM, er til en hann hefur ekki verið uppfærður síðan árið 2009. Ólafur segir mikilvægt að uppfæra gagnagrunninn þar sem innihaldsefni matvæla geti breyst af ýmsum ástæðum. „Innihald í unnum matvörum getur breyst við það að uppskrift sé breytt, það geta verið umhverfisáhrif og fóðuráhrif svo eitthvað sé nefnt. Ef fóðrun er breytt þá geta innihaldsefni matvæla breyst. Joð og fitusýrur eru góð dæmi um þetta.“ Aðspurður um hvað hamli því að gagnagrunnurinn sé uppfærður segir Ólafur ástæðuna vera skort á fjármagni. „Það hefur verið sótt um fjármagn í þetta á hverju ári en það eru bara takmarkaðir fjármunir í boði og ekki skilningur á því að þetta þurfi uppfærslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Mælingar á innihaldsefnum íslenskra matvæla hafa ekki verið framkvæmdar í áratug. Í nágrannalöndum okkar eru slíkar mælingar framkvæmdar á hverju ári. „Í grannlöndum okkar er verið að uppfæra þessa gagnagrunna alltaf eitthvað á hverju ári. Teknar eru fyrir ákveðnar fæðutegundir árlega og til þess eru veittar ákveðnar fjárveitingar,“ segir Ólafur Reykdal, sérfræðingur hjá Matís. Ólafur segir nauðsynlegt að mæla innihaldsefni matvæla svo að almenningur fái réttar upplýsingar um það hvað er í matnum sem hann borðar. Slíkar upplýsingar séu mikilvægar öllum en sér í lagi þeim sem hafa sérþarfir í mataræði. „Það eru ýmsar sérþarfir sem fólk hefur út af sjúkdómum til dæmis og þá þarf að vera hægt að átta sig á hvað mismunandi matvæli innihalda af efnum sem þarf annaðhvort að takmarka eða fólk þarf nauðsynlega á að halda í vissu magni,“ segir Ólafur og bætir við að upplýsingarnar séu einnig mikilvægar þegar framkvæmdar séu ýmsar kannanir á matarvenjum Íslendinga. Gagnagrunnur um innihaldsefni íslenskra matvæla, ÍSGEM, er til en hann hefur ekki verið uppfærður síðan árið 2009. Ólafur segir mikilvægt að uppfæra gagnagrunninn þar sem innihaldsefni matvæla geti breyst af ýmsum ástæðum. „Innihald í unnum matvörum getur breyst við það að uppskrift sé breytt, það geta verið umhverfisáhrif og fóðuráhrif svo eitthvað sé nefnt. Ef fóðrun er breytt þá geta innihaldsefni matvæla breyst. Joð og fitusýrur eru góð dæmi um þetta.“ Aðspurður um hvað hamli því að gagnagrunnurinn sé uppfærður segir Ólafur ástæðuna vera skort á fjármagni. „Það hefur verið sótt um fjármagn í þetta á hverju ári en það eru bara takmarkaðir fjármunir í boði og ekki skilningur á því að þetta þurfi uppfærslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira