Hækka á tekjuviðmið leiguíbúða hjá Bjargi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2019 19:30 Á annað þúsund manns hafa sótt um leiguíbúð hjá íbúðarfélaginu Bjargi sem stofnað var fyrir tæpu ári á vegum ASÍ og BSRB. Gagnrýnisraddir hafa verið uppi um að tekjuviðmið íbúðanna séu of lág og segir Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, frumvarp liggja fyrir Alþingi um að hækka viðmiðin. Bjarg íbúðafélag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Félagið byggir fyrir 40 milljarða króna til ársins 2022. Framkvæmdir við tæplega 500 íbúðir eru hafnar eða við það að hefjast. En þar að auki eru rúmlega 400 í hönnunarferli. Um 800 íbúðir verða í Reykjavík. Félagið hófst handa á Akranesi og í Grafarvogi í mars í fyrra og er áætlað að fyrstu íbúar þar flytji inn núna í júní. Í gær var fyrsta skóflustungan svo tekin í Hraunbænum þar sem byggja á níutíu og níu íbúðir í sex fjölbýlishúsum. Ásamt því hefjast framkvæmdir á Kirkjusandi, Úlfársdal og Akureyri.Svona standa málin hjá Bjargi.Grafík/GvendurBjargi gekk erfiðlega að finna verktaka sem treysti sér til að byggja ódýrt húsnæði á kirkjusandi. Nú liggur hins vegar fyrir að framkvæmdir hefjist þar eftir helgina. „Skipulagið var mjög erfitt á Kirkjusandi, þar er þétting byggðar og dýrara að byggja þar. En eftir mikla yfirlegu og góða samvinnu við borginni þá náðum við að leysa það verkefni,“ segir Björn. Bjarg fékk á sig gagnrýni frá Samtökum iðnaðarins í upphafi árs fyrir að flytja inn einingahús frá Lettalandi. Það sé ekki atvinnuskapandi og ætti ekki að vera í anda Verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum að leita bara allra leiða til að byggja hagkvæmt. Þessi aðferðarfræði sem við erum að nýta á Akranesi fékk umfjöllun um forsmíðað hús, það er bara aðferðafræði sem hefur verið að ryðja sér rúms í löndunum í kringum okkur. Hún er mjög hagkvæm. Við munum koma til með að skoða þessa aðferðafræði á fleiri stöðum,“ segir hann. Einnig hefur verið í umræðunni að tekjuviðmiðin séu of lág, fólk sem teljist til lágtekjufólks geti ekki sótt um íbúð. „Tekjumörkin eru sett af velferðarráðuneytinu og styðjast við lög um almennar íbúðir. Það er jákvætt aðí kjölfar húsnæðishóps ríkisstjórnarinnar var lagt til að hækka þessi tekjumörk. Það er komið frumvarp til laga sem liggur núna fyrir hjá Alþingi. Þannig að við vonandi sjáum hækkun þessara marka, vonandi á vorþingi en ef ekki þá í haust,“ segir hann. Húsnæðismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Á annað þúsund manns hafa sótt um leiguíbúð hjá íbúðarfélaginu Bjargi sem stofnað var fyrir tæpu ári á vegum ASÍ og BSRB. Gagnrýnisraddir hafa verið uppi um að tekjuviðmið íbúðanna séu of lág og segir Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, frumvarp liggja fyrir Alþingi um að hækka viðmiðin. Bjarg íbúðafélag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Félagið byggir fyrir 40 milljarða króna til ársins 2022. Framkvæmdir við tæplega 500 íbúðir eru hafnar eða við það að hefjast. En þar að auki eru rúmlega 400 í hönnunarferli. Um 800 íbúðir verða í Reykjavík. Félagið hófst handa á Akranesi og í Grafarvogi í mars í fyrra og er áætlað að fyrstu íbúar þar flytji inn núna í júní. Í gær var fyrsta skóflustungan svo tekin í Hraunbænum þar sem byggja á níutíu og níu íbúðir í sex fjölbýlishúsum. Ásamt því hefjast framkvæmdir á Kirkjusandi, Úlfársdal og Akureyri.Svona standa málin hjá Bjargi.Grafík/GvendurBjargi gekk erfiðlega að finna verktaka sem treysti sér til að byggja ódýrt húsnæði á kirkjusandi. Nú liggur hins vegar fyrir að framkvæmdir hefjist þar eftir helgina. „Skipulagið var mjög erfitt á Kirkjusandi, þar er þétting byggðar og dýrara að byggja þar. En eftir mikla yfirlegu og góða samvinnu við borginni þá náðum við að leysa það verkefni,“ segir Björn. Bjarg fékk á sig gagnrýni frá Samtökum iðnaðarins í upphafi árs fyrir að flytja inn einingahús frá Lettalandi. Það sé ekki atvinnuskapandi og ætti ekki að vera í anda Verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum að leita bara allra leiða til að byggja hagkvæmt. Þessi aðferðarfræði sem við erum að nýta á Akranesi fékk umfjöllun um forsmíðað hús, það er bara aðferðafræði sem hefur verið að ryðja sér rúms í löndunum í kringum okkur. Hún er mjög hagkvæm. Við munum koma til með að skoða þessa aðferðafræði á fleiri stöðum,“ segir hann. Einnig hefur verið í umræðunni að tekjuviðmiðin séu of lág, fólk sem teljist til lágtekjufólks geti ekki sótt um íbúð. „Tekjumörkin eru sett af velferðarráðuneytinu og styðjast við lög um almennar íbúðir. Það er jákvætt aðí kjölfar húsnæðishóps ríkisstjórnarinnar var lagt til að hækka þessi tekjumörk. Það er komið frumvarp til laga sem liggur núna fyrir hjá Alþingi. Þannig að við vonandi sjáum hækkun þessara marka, vonandi á vorþingi en ef ekki þá í haust,“ segir hann.
Húsnæðismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira