Veigra sér við að binda enda á málþóf Miðflokksins Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. maí 2019 14:27 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Töluvert er farið að reyna á þolinmæði annarra stjórnarandstöðuþingmanna vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þeir hafa rætt sín á milli um hvort rétt sé að beita ákvæði í þingskaparlögum um að slíta umræðunni, en á því eru þó skiptar skoðanir. Nú þegar umræður um þriðja orkupakkanna hafa staðið yfir í um hundrað klukkustundir er ljóst að farið er að reyna á langlundargeð þingmanna. Fjölmörg mikilvæg þingmál bíða afgreiðslu og því telur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ótækt að jafn lítill hluti þingheims geti stöðvað störf þingsins. „Er það auðvitað áhyggjuefni þegar fimmtán prósent þingmanna og einn þingflokkur í rauninni heldur starfinu í gíslingu með þessum hætti,“ segir Logi. Þingmenn hafa rætt á milli um hvort beita eigi 71. grein þingskaparlaga sem gerir forseta þingsins meðal annars kleift að takmarka ræðutíma þingmanna eða hreinlega fara fram á að umræðum sé hætt ef forseti telur að þær hafi dregist úr hófi fram. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um hvort umræðu skuli lokið eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var því ákvæði síðast beitt árið 1949 þegar rætt var um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Þingmenn sem fréttastofa rædd við í morgun voru þó tvístígandi um hvort rétt sé að beita ákvæðinu og rjúfa orkupakkaumræðuna. Það myndi gefa varasamt fordæmi enda eru flokkar sitt á hvað í stjórn og stjórnarandstöðu auk þess sem það gæti aflað Miðflokknum samúðar ef atkvæðið yrði notað til að múlbinda þá. Þannig væri farsælast að mati Loga að Miðflokkurinn myndi hreinlega sjá það í sér að hætta málþófinu sjálfir og liðka þannig fyrir störfum þingsins. „Það er auðvitað réttur stjórnarandstöðunnar að halda uppi vörnum og jafnvel málþófi þegar um er að ræða gríðarlega mikilvæg mál þannig að þessi grein er auðvitað neyðarventill sem þarf að nota mjög sparlega. Þannig að ég teldi náttúrulega langæskilegast til að byrja með að reyna nú að setjast niður og höfða til skynsemi þessa fólks svo forseti og forsætisráðherra þurfa auðvitað bara að setjast niður og semja um hlutina. Ég held að það væri nú svona betri leið,“ segir Logi. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Töluvert er farið að reyna á þolinmæði annarra stjórnarandstöðuþingmanna vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þeir hafa rætt sín á milli um hvort rétt sé að beita ákvæði í þingskaparlögum um að slíta umræðunni, en á því eru þó skiptar skoðanir. Nú þegar umræður um þriðja orkupakkanna hafa staðið yfir í um hundrað klukkustundir er ljóst að farið er að reyna á langlundargeð þingmanna. Fjölmörg mikilvæg þingmál bíða afgreiðslu og því telur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ótækt að jafn lítill hluti þingheims geti stöðvað störf þingsins. „Er það auðvitað áhyggjuefni þegar fimmtán prósent þingmanna og einn þingflokkur í rauninni heldur starfinu í gíslingu með þessum hætti,“ segir Logi. Þingmenn hafa rætt á milli um hvort beita eigi 71. grein þingskaparlaga sem gerir forseta þingsins meðal annars kleift að takmarka ræðutíma þingmanna eða hreinlega fara fram á að umræðum sé hætt ef forseti telur að þær hafi dregist úr hófi fram. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um hvort umræðu skuli lokið eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var því ákvæði síðast beitt árið 1949 þegar rætt var um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Þingmenn sem fréttastofa rædd við í morgun voru þó tvístígandi um hvort rétt sé að beita ákvæðinu og rjúfa orkupakkaumræðuna. Það myndi gefa varasamt fordæmi enda eru flokkar sitt á hvað í stjórn og stjórnarandstöðu auk þess sem það gæti aflað Miðflokknum samúðar ef atkvæðið yrði notað til að múlbinda þá. Þannig væri farsælast að mati Loga að Miðflokkurinn myndi hreinlega sjá það í sér að hætta málþófinu sjálfir og liðka þannig fyrir störfum þingsins. „Það er auðvitað réttur stjórnarandstöðunnar að halda uppi vörnum og jafnvel málþófi þegar um er að ræða gríðarlega mikilvæg mál þannig að þessi grein er auðvitað neyðarventill sem þarf að nota mjög sparlega. Þannig að ég teldi náttúrulega langæskilegast til að byrja með að reyna nú að setjast niður og höfða til skynsemi þessa fólks svo forseti og forsætisráðherra þurfa auðvitað bara að setjast niður og semja um hlutina. Ég held að það væri nú svona betri leið,“ segir Logi.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34
Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53