Landsréttardómari telur dóm MDE „skjóta hátt yfir markið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2019 20:08 Athygli vakti að Ásmundur og Ragnheiður Bragadóttir, meðdómari hans við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust. Mynd/Samsett Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt, segir að hann hafi sótt um laust dómaraembætti við réttinn til að eyða óvissu um umboð sitt sem Landsréttardómari í ljósi þeirrar réttaróvissu sem hefur skapast í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Ásmundur telur dóm MDE jafnframt „skjóta hátt yfir markið“. Athygli vakti að Ásmundur og Ragnheiður Bragadóttir, meðdómari hans við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu þann 12. mars síðastliðinn að dómarar við Landsrétt væru ólöglega skipaðir. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, sagði í dag að sitjandi dómarar, líkt og Ásmundur og Ragnheiður, geti ekki sótt um laus embætti við dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Ásmundur viðurkennir að staðan sé óvenjuleg en segist ekki sammála Jóni Steinari. „Jú, þetta er náttúrulega afar óvenjulegt og ekkert sérstaklega skemmtilegt. En eðli málsins samkvæmt, og það blasir eiginlega við, er ég ekki sammála Jóni. Ég tel að ég hafi fulla heimild eins og hver annar að sækja um þetta lausa embætti,“ segir Ásmundur. „Þetta er viðleitni af minni hálfu til þess að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um mitt umboð til að sinna mínum starfsskyldum.“ Ásmundur segist enn fremur telja að dómur Mannréttindadómstólsins frá 12. mars hafi verið mjög framsækin lögskýring og hátt yfir markið. „Mér fannst dómur Mannréttindadómstólsins skjóta hátt yfir markið. Það kannski helgast af því að maður er hálfgerður aðili að málinu, án þess að hafa fengið nokkuð tækifæri til að eiga neinn hlut að því.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. 23. maí 2019 12:15 Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45 Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt, segir að hann hafi sótt um laust dómaraembætti við réttinn til að eyða óvissu um umboð sitt sem Landsréttardómari í ljósi þeirrar réttaróvissu sem hefur skapast í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Ásmundur telur dóm MDE jafnframt „skjóta hátt yfir markið“. Athygli vakti að Ásmundur og Ragnheiður Bragadóttir, meðdómari hans við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu þann 12. mars síðastliðinn að dómarar við Landsrétt væru ólöglega skipaðir. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, sagði í dag að sitjandi dómarar, líkt og Ásmundur og Ragnheiður, geti ekki sótt um laus embætti við dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Ásmundur viðurkennir að staðan sé óvenjuleg en segist ekki sammála Jóni Steinari. „Jú, þetta er náttúrulega afar óvenjulegt og ekkert sérstaklega skemmtilegt. En eðli málsins samkvæmt, og það blasir eiginlega við, er ég ekki sammála Jóni. Ég tel að ég hafi fulla heimild eins og hver annar að sækja um þetta lausa embætti,“ segir Ásmundur. „Þetta er viðleitni af minni hálfu til þess að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um mitt umboð til að sinna mínum starfsskyldum.“ Ásmundur segist enn fremur telja að dómur Mannréttindadómstólsins frá 12. mars hafi verið mjög framsækin lögskýring og hátt yfir markið. „Mér fannst dómur Mannréttindadómstólsins skjóta hátt yfir markið. Það kannski helgast af því að maður er hálfgerður aðili að málinu, án þess að hafa fengið nokkuð tækifæri til að eiga neinn hlut að því.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. 23. maí 2019 12:15 Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45 Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. 23. maí 2019 12:15
Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. 6. maí 2019 19:45
Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05