Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2019 23:55 Nara Walker lýsti sinni hlið á málinu í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Hún sagði viðbrögð sín hafa helgast nauðvörn og hélt því fram að hún hafi sætt grófu ofbeldi af hálfu eiginmanns síns um árabil. Fréttablaðið/Anton brink Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. Frá þessu er greint í ástralska miðlinum ABC. Fimmtán mánuðir af átján voru skilorðsbundnir og hefur Nara setið af sér mánuðina þrjá. Hún segist ætla að berjast fyrir því að vera ekki vikið úr landi.Sjá einnig: Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag „Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn,“ sagði Nara í viðtali við Fréttablaðið í janúar. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllust á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn. Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Og að hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd.Nara Walker ásamt mótmælendum við fangelsið að Hólmsheiði rétt áður en hún hóf afplánun i febrúar.Mynd/Stöð 2Hún lætur ágætlega af veru sinni á Hólmsheiði í samtali við ABC. Fangaverðirnir hafi verið almennilegir en sjokkið mikið að vera í fangelsi. Veran setti sambandið við eiginmanninn fyrrverandi í nýtt samhengi. „Ég áttaði mig á því að mér fannst ég öruggari í fangelsi en eigin hjónabandi,“ hefur ABC eftir Nöru. Hún var einn mánuð á Hólmsheiði en hina tvo utan veggja fangelsisins og gat þá unnið að sögn móður Nöru. Nú standi hún frammi fyrir því að vera vísað úr landi vegna skorts á vegabréfsáritun. Mál Nöru hefur verið sent til Mannréttindadómstólsins og standa vonir til þess að það verði tekið til umfjöllunar. Nara segist vona að málið veki athygli á stöðu kvenna, jafn vel í framsæknum löndum eins og Íslandi þar sem jafnrétti sé meira en víða annars staðar. „Í máli Nöru hefur heimilisofbeldi átt sér stað í fleiri mánuði áður en þetta gerist. Við viljum að dómskerfið taki í auknum mæli tillit til þess það sem gerðist í aðdragandanum. Ekki bara það sem gerðist á einu augnabliki, sem er tilfellið í hefðbundnari ofbeldismálum,“ er jafnframt haft eftir Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur, lögmanni Nöru. Ástralía Dómsmál Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. Frá þessu er greint í ástralska miðlinum ABC. Fimmtán mánuðir af átján voru skilorðsbundnir og hefur Nara setið af sér mánuðina þrjá. Hún segist ætla að berjast fyrir því að vera ekki vikið úr landi.Sjá einnig: Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag „Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn,“ sagði Nara í viðtali við Fréttablaðið í janúar. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllust á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn. Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Og að hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd.Nara Walker ásamt mótmælendum við fangelsið að Hólmsheiði rétt áður en hún hóf afplánun i febrúar.Mynd/Stöð 2Hún lætur ágætlega af veru sinni á Hólmsheiði í samtali við ABC. Fangaverðirnir hafi verið almennilegir en sjokkið mikið að vera í fangelsi. Veran setti sambandið við eiginmanninn fyrrverandi í nýtt samhengi. „Ég áttaði mig á því að mér fannst ég öruggari í fangelsi en eigin hjónabandi,“ hefur ABC eftir Nöru. Hún var einn mánuð á Hólmsheiði en hina tvo utan veggja fangelsisins og gat þá unnið að sögn móður Nöru. Nú standi hún frammi fyrir því að vera vísað úr landi vegna skorts á vegabréfsáritun. Mál Nöru hefur verið sent til Mannréttindadómstólsins og standa vonir til þess að það verði tekið til umfjöllunar. Nara segist vona að málið veki athygli á stöðu kvenna, jafn vel í framsæknum löndum eins og Íslandi þar sem jafnrétti sé meira en víða annars staðar. „Í máli Nöru hefur heimilisofbeldi átt sér stað í fleiri mánuði áður en þetta gerist. Við viljum að dómskerfið taki í auknum mæli tillit til þess það sem gerðist í aðdragandanum. Ekki bara það sem gerðist á einu augnabliki, sem er tilfellið í hefðbundnari ofbeldismálum,“ er jafnframt haft eftir Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur, lögmanni Nöru.
Ástralía Dómsmál Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13
Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50
Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30