Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2019 23:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti.Nefndin hafði stefnt fyrirtækinu til þess að veita henni aðgang að upplýsingunum en Trump reyndi að fá stefnunni hnekkt fyrir dómstólum.Í niðurstöðu dómsins segir að það sé ljóst að nefndin sé ekki á veiðum eftir einhverjum heldur geti gögnin frá Mazars aðstoðað við lagasetningu, því sé nefndinni heimilt að óska eftir gögnunum. Óhugsandi sé að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti þinginu heimild til þess að fjarlægja forseta úr embætti en meini sama þingi að rannsaka forseta vegna meints ólöglegs athæfis.Mazars hefur sjö daga til þess að afhenda nefndinni gögnin en fastlega er gert ráð fyrir að í millitíðinni muni lögmenn Trump áfrýja niðurstöðu dómsins.Er þetta í fyrsta sinn sem niðurstaða dómstóla liggur fyrir í máli sem tengist því hversu langt þingnefndir Bandaríkjaþings geti gengið í því að rannsaka Trump. Eftir að demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni á síðasta ári hafa þeir boðað fjölmargar rannsóknir á hendur Trump. Trump hefur heitið því að berjast gegn öllum rannsóknum undir stjórn demókrata á þingi sem beinist gegn honum.Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarinnar hefur sagt að nauðsynlegt sé að fá gögnin frá Mazars svo leggja megi mat á það hvort Trump hafi brotið lög eða hvort einhverjir hagsmunaárekstrar séu fyrir hendi vegna viðskiptaveldis Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00 Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti.Nefndin hafði stefnt fyrirtækinu til þess að veita henni aðgang að upplýsingunum en Trump reyndi að fá stefnunni hnekkt fyrir dómstólum.Í niðurstöðu dómsins segir að það sé ljóst að nefndin sé ekki á veiðum eftir einhverjum heldur geti gögnin frá Mazars aðstoðað við lagasetningu, því sé nefndinni heimilt að óska eftir gögnunum. Óhugsandi sé að stjórnarskrá Bandaríkjanna veiti þinginu heimild til þess að fjarlægja forseta úr embætti en meini sama þingi að rannsaka forseta vegna meints ólöglegs athæfis.Mazars hefur sjö daga til þess að afhenda nefndinni gögnin en fastlega er gert ráð fyrir að í millitíðinni muni lögmenn Trump áfrýja niðurstöðu dómsins.Er þetta í fyrsta sinn sem niðurstaða dómstóla liggur fyrir í máli sem tengist því hversu langt þingnefndir Bandaríkjaþings geti gengið í því að rannsaka Trump. Eftir að demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni á síðasta ári hafa þeir boðað fjölmargar rannsóknir á hendur Trump. Trump hefur heitið því að berjast gegn öllum rannsóknum undir stjórn demókrata á þingi sem beinist gegn honum.Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarinnar hefur sagt að nauðsynlegt sé að fá gögnin frá Mazars svo leggja megi mat á það hvort Trump hafi brotið lög eða hvort einhverjir hagsmunaárekstrar séu fyrir hendi vegna viðskiptaveldis Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00 Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32 Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00
Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. 19. maí 2019 08:32
Segja lykilmanni í Mueller-skýrslunni að hann megi ekki bera vitni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað fyrrverandi ráðgjafa sínum, Don McGahn, að virða að vettugi stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings. McGahn var fyrirferðarmikill í Mueller-skýrslunni svokölluðu. 20. maí 2019 21:22