Borgarfulltrúar og sjónvarpsstjörnur á meðal þeirra sem styðja EES Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2019 10:30 Auglýsingin birtist á opnu í Fréttablaðinu í dag. vísir/vilhelm 272 einstaklingar, sem allir eru undir fertugu, setja andlit sitt við auglýsingu í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Ekki spila með framtíðina okkar. Við styðjum áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum. Við viljum frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag og stöndum saman gegn einangrunarhyggju.“ Á meðal þeirra sem eru í auglýsingunni eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þær Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, söngkonurnar Salka Sól og Sigríður Thorlacius, Eva Laufey Kjaran, sjónvarpskona á Stöð 2, og Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og sjónvarpsmaður á RÚV. Í tilkynningu frá hópnum í auglýsingunni segir að hún sé kostuð af fólkinu á myndunum en það er einnig tekið fram í auglýsingunni sjálfri. „Fólkið er allt undir fertugu og spannar megnið af hinu pólitíska litrófi, bæði flokksbundið og óflokksbundið. Fólkið er af öllum kynjum, með ólíkan bakgrunn, búsett erlendis og víðsvegar um landið. Stigvaxandi umræða um EES-samninginn undanfarin misseri, sem hefur því miður verið knúin áfram af síendurteknum rangfærslum og ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann, er meðal ástæðna þess að ungt fólk úr öllum áttum sá ástæðu til að árétta þessi skilaboð,“ segir í tilkynningu hópsins. Þar er jafnframt vísað í atkvæðagreiðsluna um Brexit þar sem ungt fólk svaf á verðinum: „Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 svaf ungt fólk á verðinum með afleiðingum sem eru öllum ljósar. EES samningurinn og annað alþjóðlegt samstarf hefur fært Íslendingum lífsgæði ótal tækifæri sem væri óhugsandi að vera án. Tækifæri eins og frelsi til að ferðast, stunda viðskipti, búa og mennta okkur í Evrópu og lengi mætti telja. Þetta eru hlutir sem við öll njótum góðs af og lítum í dag á sem sjálfsagðan hluta af okkar dagsdaglega lífi. Því segjum við einum rómi: Ekki spila með framtíð okkar.“Takk fyrir að benda á að þetta er #framtíðinokkar sem við viljum verja í frjálsu, opnu og alþjóðlegu samfélagi pic.twitter.com/5O1XvvFiUP — Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 20, 2019Mjög skýr skilaboð frá ungu fólki með morgunkaffinu @frettabladid_is pic.twitter.com/7Dxc27IhDc — þorgerður katrín (@thorgkatrin) May 20, 2019 Brexit Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
272 einstaklingar, sem allir eru undir fertugu, setja andlit sitt við auglýsingu í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Ekki spila með framtíðina okkar. Við styðjum áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum. Við viljum frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag og stöndum saman gegn einangrunarhyggju.“ Á meðal þeirra sem eru í auglýsingunni eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þær Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, söngkonurnar Salka Sól og Sigríður Thorlacius, Eva Laufey Kjaran, sjónvarpskona á Stöð 2, og Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og sjónvarpsmaður á RÚV. Í tilkynningu frá hópnum í auglýsingunni segir að hún sé kostuð af fólkinu á myndunum en það er einnig tekið fram í auglýsingunni sjálfri. „Fólkið er allt undir fertugu og spannar megnið af hinu pólitíska litrófi, bæði flokksbundið og óflokksbundið. Fólkið er af öllum kynjum, með ólíkan bakgrunn, búsett erlendis og víðsvegar um landið. Stigvaxandi umræða um EES-samninginn undanfarin misseri, sem hefur því miður verið knúin áfram af síendurteknum rangfærslum og ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann, er meðal ástæðna þess að ungt fólk úr öllum áttum sá ástæðu til að árétta þessi skilaboð,“ segir í tilkynningu hópsins. Þar er jafnframt vísað í atkvæðagreiðsluna um Brexit þar sem ungt fólk svaf á verðinum: „Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 svaf ungt fólk á verðinum með afleiðingum sem eru öllum ljósar. EES samningurinn og annað alþjóðlegt samstarf hefur fært Íslendingum lífsgæði ótal tækifæri sem væri óhugsandi að vera án. Tækifæri eins og frelsi til að ferðast, stunda viðskipti, búa og mennta okkur í Evrópu og lengi mætti telja. Þetta eru hlutir sem við öll njótum góðs af og lítum í dag á sem sjálfsagðan hluta af okkar dagsdaglega lífi. Því segjum við einum rómi: Ekki spila með framtíð okkar.“Takk fyrir að benda á að þetta er #framtíðinokkar sem við viljum verja í frjálsu, opnu og alþjóðlegu samfélagi pic.twitter.com/5O1XvvFiUP — Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 20, 2019Mjög skýr skilaboð frá ungu fólki með morgunkaffinu @frettabladid_is pic.twitter.com/7Dxc27IhDc — þorgerður katrín (@thorgkatrin) May 20, 2019
Brexit Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira