Þriðjungur fengið fræðslu um áreitni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. maí 2019 06:00 Ný könnun sýnir að þriðjungur fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Vísir/getty Aðeins 35 prósent fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu 23. til 30 apríl. Úrtak 1.500 einstaklinga á vinnumarkaði fékk könnunina sem framkvæmd var á netinu. Svarhlutfall var 58 prósent. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir niðurstöðurnar vonbrigði og koma á óvart. Í jafnréttislögum sé gert ráð fyrir sérstakri jafnréttisáætlun í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 25. Er það skylda vinnuveitenda að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar eða skjólstæðingar séu beittir ofbeldi eða áreittir og því er fræðsla nauðsynleg. „Ég velti fyrir mér hvort vinnuveitendur geri sér grein fyrir ábyrgð sinni í þessum málum,“ segir Katrín Björg. Jafnréttisstofa getur beitt dagsektum, allt að 50 þúsund krónum á dag, sinni fyrirtæki ekki þeirri skyldu að gera jafnréttisáætlanir. „Það er skýrt fjallað um þetta í lögum og reglugerð, ég hefði haldið að þessu væri tekið mun alvarlegar. Sérstaklega í ljósi #MeToo sem ýtti heldur betur undir umræðuna.“ Þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að mun fleiri konur, eða 42 prósent, hafa fengið slíka fræðslu en karlar höfðu fengið fræðslu í 29 prósentum tilvika. Ívið fleiri hafa fengið fræðslu um þessi efni á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni og þeir sem eru á aldursbilinu 35 til 44 ára eru líklegastir til að hafa fengið fræðsluna en yngsta starfsfólkið á aldrinum 18 til 24 ára ólíklegast. Niðurstöðurnar sýna einnig að þau sem fengið hafa fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað telja þörf á aukinni fræðslu, á sama tíma telja þau sem hafa ekki fengið fræðslu það vera minni þörf. Niðurstöðurnar eru hluti af stærri rannsókn sem Zenter rannsóknir framkvæmdu í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi og Hagvang. Um er að ræða samanburð tveggja kannana, annars vegar könnun sem snýr að fagaðilum í mannauðsstarfi og hins vegar könnun sem lögð var fyrir stórt úrtak starfsmanna í fjölbreyttum störfum úr mismunandi geirum. Morgunverðarfundur verður haldinn á Grand hóteli kl. 8.30 í fyrramálið þar sem farið verður nánar yfir niðurstöður rannsóknarinnar og rætt hversu langt samfélagið er komið í kjölfar #metoo hreyfingarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Jafnréttismál MeToo Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Aðeins 35 prósent fólks á vinnumarkaði hefur fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu 23. til 30 apríl. Úrtak 1.500 einstaklinga á vinnumarkaði fékk könnunina sem framkvæmd var á netinu. Svarhlutfall var 58 prósent. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir niðurstöðurnar vonbrigði og koma á óvart. Í jafnréttislögum sé gert ráð fyrir sérstakri jafnréttisáætlun í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 25. Er það skylda vinnuveitenda að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar eða skjólstæðingar séu beittir ofbeldi eða áreittir og því er fræðsla nauðsynleg. „Ég velti fyrir mér hvort vinnuveitendur geri sér grein fyrir ábyrgð sinni í þessum málum,“ segir Katrín Björg. Jafnréttisstofa getur beitt dagsektum, allt að 50 þúsund krónum á dag, sinni fyrirtæki ekki þeirri skyldu að gera jafnréttisáætlanir. „Það er skýrt fjallað um þetta í lögum og reglugerð, ég hefði haldið að þessu væri tekið mun alvarlegar. Sérstaklega í ljósi #MeToo sem ýtti heldur betur undir umræðuna.“ Þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar eftir bakgrunnsbreytum kemur í ljós að mun fleiri konur, eða 42 prósent, hafa fengið slíka fræðslu en karlar höfðu fengið fræðslu í 29 prósentum tilvika. Ívið fleiri hafa fengið fræðslu um þessi efni á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni og þeir sem eru á aldursbilinu 35 til 44 ára eru líklegastir til að hafa fengið fræðsluna en yngsta starfsfólkið á aldrinum 18 til 24 ára ólíklegast. Niðurstöðurnar sýna einnig að þau sem fengið hafa fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað telja þörf á aukinni fræðslu, á sama tíma telja þau sem hafa ekki fengið fræðslu það vera minni þörf. Niðurstöðurnar eru hluti af stærri rannsókn sem Zenter rannsóknir framkvæmdu í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi og Hagvang. Um er að ræða samanburð tveggja kannana, annars vegar könnun sem snýr að fagaðilum í mannauðsstarfi og hins vegar könnun sem lögð var fyrir stórt úrtak starfsmanna í fjölbreyttum störfum úr mismunandi geirum. Morgunverðarfundur verður haldinn á Grand hóteli kl. 8.30 í fyrramálið þar sem farið verður nánar yfir niðurstöður rannsóknarinnar og rætt hversu langt samfélagið er komið í kjölfar #metoo hreyfingarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Jafnréttismál MeToo Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira