Krefst tíu milljóna í bætur frá ríkinu eftir frelsissviptingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2019 11:08 Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamálið. Hann var sakborningur í 19 mánuði en sætti ekki ákæru. Steinbergur Finnbogason lögmaður krefst tíu milljóna króna í bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar sem hann sætti í febrúar 2016. Hann var þá boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu sem verjandi karlmanns í farsakenndu fjársvikamáli. Hann var handtekinn við komuna þangað og sat í gæsluvarðhaldi, að hluta í einangrun, í rúma þrjá daga.RÚV greinir frá stefnu Steinbergsen Vísir fjallaði um málið sem hann var talinn tengjast í síðustu viku. Þá voru dómar þyngdir yfir tveimur íslenskum karlmönnum og íslenskri konu en fjársvikamálið teygði anga sína út fyrir landsteinanna, til Hong Kong, Suður-Kóreu og Ítalíu. Auk þremenninganna var Nígeríumaður ákærður í málinu en Landsréttur staðfesti dóm yfir honum úr héraði. Steinbergur var fenginn til að gæta hagsmuna eins hinna dæmdu en endaði á að dúsa bak við lás og slá í á fjórða sólarhring. Var fjallað um aðild hans að málinu í fjölmiðlum enda þótti tíðindum sæta að lögmaður, sem gætti hagsmuna annars grunaðs, væri sjálfur talinn eiga aðild að málinu. Steinbergur fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur fyrir ólögmæta frelsissviptingu og ærumissi sem hafi fylgt því að vera með réttarstöðu sakbornins í 19 mánuði. Nefnir hann sálrænt áfall við aðgerðirnar og að hafa glímt við áfallastreituröskun. Þá krefst hann fimm milljóna í skaðabætur fyrir atvinnumissi. Bæði á meðan hann sat inni og svo hafi hann verið óvinnufær í viku á eftir. Jafnframt hafi störfum hans sem verjandi fækkað mikið eftir málið og sem dæmi hafi honum ekki verið úthlutað einu þrotabúi frá héraðsdómi. Íslenska ríkið hefur þegar boðið honum 800 þúsund krónur í sáttargreiðslu en Steinbergur hafnaði boðinu. Málið verður þingfest í næstu viku.Steinbergur skrifaði harðorða grein í Fréttablaðið eftir að málið kom upp. Þar gagnrýndi hann fjölmiðla fyrir umfjöllun um málið. „Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum.“ Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. 10. mars 2016 07:15 „Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. 24. maí 2019 18:59 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Steinbergur Finnbogason lögmaður krefst tíu milljóna króna í bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar sem hann sætti í febrúar 2016. Hann var þá boðaður til skýrslutöku hjá lögreglu sem verjandi karlmanns í farsakenndu fjársvikamáli. Hann var handtekinn við komuna þangað og sat í gæsluvarðhaldi, að hluta í einangrun, í rúma þrjá daga.RÚV greinir frá stefnu Steinbergsen Vísir fjallaði um málið sem hann var talinn tengjast í síðustu viku. Þá voru dómar þyngdir yfir tveimur íslenskum karlmönnum og íslenskri konu en fjársvikamálið teygði anga sína út fyrir landsteinanna, til Hong Kong, Suður-Kóreu og Ítalíu. Auk þremenninganna var Nígeríumaður ákærður í málinu en Landsréttur staðfesti dóm yfir honum úr héraði. Steinbergur var fenginn til að gæta hagsmuna eins hinna dæmdu en endaði á að dúsa bak við lás og slá í á fjórða sólarhring. Var fjallað um aðild hans að málinu í fjölmiðlum enda þótti tíðindum sæta að lögmaður, sem gætti hagsmuna annars grunaðs, væri sjálfur talinn eiga aðild að málinu. Steinbergur fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur fyrir ólögmæta frelsissviptingu og ærumissi sem hafi fylgt því að vera með réttarstöðu sakbornins í 19 mánuði. Nefnir hann sálrænt áfall við aðgerðirnar og að hafa glímt við áfallastreituröskun. Þá krefst hann fimm milljóna í skaðabætur fyrir atvinnumissi. Bæði á meðan hann sat inni og svo hafi hann verið óvinnufær í viku á eftir. Jafnframt hafi störfum hans sem verjandi fækkað mikið eftir málið og sem dæmi hafi honum ekki verið úthlutað einu þrotabúi frá héraðsdómi. Íslenska ríkið hefur þegar boðið honum 800 þúsund krónur í sáttargreiðslu en Steinbergur hafnaði boðinu. Málið verður þingfest í næstu viku.Steinbergur skrifaði harðorða grein í Fréttablaðið eftir að málið kom upp. Þar gagnrýndi hann fjölmiðla fyrir umfjöllun um málið. „Þegar fjölmiðlar taka sér dómsvald og kveða jafnvel upp úrskurði sína á örfáum mínútum virðast þessar mikilvægu grundvallarreglur okkar því miður gleymast og einnig hið fornkveðna að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Í þeim efnum á ég við fleiri en mína. Eftir krassandi frétt með hraustlegum uppslætti beinist kastljósið svo að næsta máli. Eftir sitja „gömlu umfjöllunarefnin“ gjarnan með sárt ennið og fá ekki rönd við reist. Ég er eitt þeirra. Eitt af mörgum.“
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. 10. mars 2016 07:15 „Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. 24. maí 2019 18:59 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Lögmaðurinn svarar fyrir sig: „Ég mun að sjálfsögðu halda mínu striki“ Steinbergur Finnbogason var úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við fjársvikamál í síðustu viku. 10. mars 2016 07:15
„Útfararstjórinn“ og samverkafólk fengu þyngri dóma í farsakenndu fjársvikamáli Málið er rekið til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóreska matvælafyrirtækinu Daesung Food One co. 24. maí 2019 18:59
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent