Hringekja brotnaði í tvennt á sumarhátíð á Spáni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 21:58 Hringekjan brotnaði í tvennt og slösuðust 28 einstaklingar. Tugir einstaklinga meiddust eftir að hringekja brotnaði nálægt Sevilla á Spáni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardags þegar árleg sumarhátíð var haldin í smábænum San Jose De La Rinconada Ekki er vitað hvers vegna hringekjan datt í sundur en spænski miðillin Diario de Sevilla greindi frá því að það hafi gerst vegna rafmagns bilana. Dagblaðið lýsti „miklu uppnámi og hræðslu á hápunkti hátíðarinnar.“ Hægt er að sjá myndband af aðstæðunum hér. Vitni sagði að „Allir voru þarna uppi og svo brotnaði hringekjan í tvennt.“ „Fólk reyndi að ýta á takkann til að láta hana stoppa, en hún stoppaði ekki.“ „Fólkið sem var í hinum hluta hringekjunnar öskruðu eftir því að hún yrði stoppuð, en það gerðist ekki.“Hringekjan brotnaði í tvennt.„Þetta var blóðbað, allir krakkarnir á blóði drifinni jörðinni.“ „Við hjálpuðum þeim þar til sjúkrabílarnir komu. Allir hjálpuðu eins og þeir gátu, það var í raun mjög aðdáunarvert í lok dagsins.“ Af þeim 28 sem slösuðust voru níu fluttir á sjúkrahús. Javier Fernandez, bæjarstjóri San Jose, sagði að stelpa og strákur séu enn á sjúkrahúsi og ástand þeirra sé stöðugt. Hann sagði „Það að slysið hafi gerst á hátíð í San Jose skilur okkur eftir orðlaus.“ „Með allri þeirri aðgát sem þessi aðstaða þarfnast vonum við að strákarnir og stelpurnar okkar munu jafna sig á því sem kom fyrir þau í dag, bæði andlega og líkamlega.“ „Vegna þessa atburðar höfum við stöðvað hátíðarhöldin og rannsókn er farin af stað til að rannsaka tildrög slyssins, í von um að finna það sem gerði þetta að verkum. Bæjarráðið í La Rinconada sagði að hringekjan hafi uppfyllt allar öryggiskröfur áður en hátíðin opnaði á miðvikudag. Yfirvöld í bænum munu ákveða seinna í dag hvort hringekjan verði tekin í notkun aftur eða ekki. Spánn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Tugir einstaklinga meiddust eftir að hringekja brotnaði nálægt Sevilla á Spáni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardags þegar árleg sumarhátíð var haldin í smábænum San Jose De La Rinconada Ekki er vitað hvers vegna hringekjan datt í sundur en spænski miðillin Diario de Sevilla greindi frá því að það hafi gerst vegna rafmagns bilana. Dagblaðið lýsti „miklu uppnámi og hræðslu á hápunkti hátíðarinnar.“ Hægt er að sjá myndband af aðstæðunum hér. Vitni sagði að „Allir voru þarna uppi og svo brotnaði hringekjan í tvennt.“ „Fólk reyndi að ýta á takkann til að láta hana stoppa, en hún stoppaði ekki.“ „Fólkið sem var í hinum hluta hringekjunnar öskruðu eftir því að hún yrði stoppuð, en það gerðist ekki.“Hringekjan brotnaði í tvennt.„Þetta var blóðbað, allir krakkarnir á blóði drifinni jörðinni.“ „Við hjálpuðum þeim þar til sjúkrabílarnir komu. Allir hjálpuðu eins og þeir gátu, það var í raun mjög aðdáunarvert í lok dagsins.“ Af þeim 28 sem slösuðust voru níu fluttir á sjúkrahús. Javier Fernandez, bæjarstjóri San Jose, sagði að stelpa og strákur séu enn á sjúkrahúsi og ástand þeirra sé stöðugt. Hann sagði „Það að slysið hafi gerst á hátíð í San Jose skilur okkur eftir orðlaus.“ „Með allri þeirri aðgát sem þessi aðstaða þarfnast vonum við að strákarnir og stelpurnar okkar munu jafna sig á því sem kom fyrir þau í dag, bæði andlega og líkamlega.“ „Vegna þessa atburðar höfum við stöðvað hátíðarhöldin og rannsókn er farin af stað til að rannsaka tildrög slyssins, í von um að finna það sem gerði þetta að verkum. Bæjarráðið í La Rinconada sagði að hringekjan hafi uppfyllt allar öryggiskröfur áður en hátíðin opnaði á miðvikudag. Yfirvöld í bænum munu ákveða seinna í dag hvort hringekjan verði tekin í notkun aftur eða ekki.
Spánn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira