Telur formann skipulagsráðs brjóta lög vegna viðbyggingar Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 7. júní 2019 06:15 Borist hafa kvartanir frá nágrönnum vegna óskar um að byggja við húsið að Mosabarði 15. Fréttablaðið/Ernir „Þeir eru að brjóta lög, það er bara þannig,“ segir Jón Garðar Snædal Jónsson, fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar. Á fundi ráðsins í vikunni var tekið fyrir mál þar sem óskað hafði verið eftir stækkun einbýlishúss að Mosabarði 15. Jón Garðar lagði fram bókun á fundinum þar sem hann varaði við stækkun hússins. Eigandi Mosabarðs 15 sækir um að stækka húsið um 32 fermetra en það er 25 prósent af stærð hússins. Samkvæmt deiliskipulagi er ekki heimilt að byggja viðbyggingar sem ná yfir stærra hlutfall en tíu prósent stærðar hússins sem byggt er við. Einnig þurfa slíkar breytingar að uppfylla önnur skilyrði, svo sem að falla inn á byggingarreit hússins. Málið var sett í grenndarkynningu í bænum og var talað um stækkunina sem óverulega breytingu. Jón Garðar segir þó að um verulega breytingu sé að ræða.Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.„Þeir mega ekki fara með þetta í grenndarkynningu nema að um óverulega breytingu sé að ræða. Þetta er veruleg breyting, það er ekki spurning, því þetta fer fimmtán prósent yfir það sem leyfist í greinargerð deiliskipulagsins.“ Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segir embættismenn bæjarins samþykkja tillöguna að stækkun hússins og að allt hafi verið gert samkvæmt bókinni. „Við metum það þannig að þetta sé óveruleg breyting. Hún hefur ekki áhrif á nágrannana, það er langt í næstu lóð, þetta er ekki hátt og veldur hvorki skuggavarpi né útsýnisskerðingu. Þannig að við samþykkjum,“ segir Ólafur. Jón Garðar hefur aðra sögu að segja. „það kemur fram í gögnum að þetta er ekki inni á byggingarreit, þetta er ekki innan deiliskipulags og það er þegar komin kvörtun um það að þetta sé að skerða lífsgæði nágranna,“ segir hann og bætir við að hans upplifun sé sú að ekki sé allt uppi á borðum sem tengist málinu. „Það er eins og eitthvað hangi á spýtunni við að ná þessu máli í gegn. Eitthvað sem enginn veit, það er eitthvað bogið við þetta,“ segir Jón Garðar og bætir að formaður ráðsins og flokksmenn hans ætli að koma málinu í gegn með öllum ráðum. Jón Garðar segist ekki hafa svar við því hvað Ólafi og félögum gangi til en hann geti þó getið sér þess til. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin.“ Málið var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráðs og hefur verið lagt fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi þann 12. júní. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
„Þeir eru að brjóta lög, það er bara þannig,“ segir Jón Garðar Snædal Jónsson, fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar. Á fundi ráðsins í vikunni var tekið fyrir mál þar sem óskað hafði verið eftir stækkun einbýlishúss að Mosabarði 15. Jón Garðar lagði fram bókun á fundinum þar sem hann varaði við stækkun hússins. Eigandi Mosabarðs 15 sækir um að stækka húsið um 32 fermetra en það er 25 prósent af stærð hússins. Samkvæmt deiliskipulagi er ekki heimilt að byggja viðbyggingar sem ná yfir stærra hlutfall en tíu prósent stærðar hússins sem byggt er við. Einnig þurfa slíkar breytingar að uppfylla önnur skilyrði, svo sem að falla inn á byggingarreit hússins. Málið var sett í grenndarkynningu í bænum og var talað um stækkunina sem óverulega breytingu. Jón Garðar segir þó að um verulega breytingu sé að ræða.Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.„Þeir mega ekki fara með þetta í grenndarkynningu nema að um óverulega breytingu sé að ræða. Þetta er veruleg breyting, það er ekki spurning, því þetta fer fimmtán prósent yfir það sem leyfist í greinargerð deiliskipulagsins.“ Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segir embættismenn bæjarins samþykkja tillöguna að stækkun hússins og að allt hafi verið gert samkvæmt bókinni. „Við metum það þannig að þetta sé óveruleg breyting. Hún hefur ekki áhrif á nágrannana, það er langt í næstu lóð, þetta er ekki hátt og veldur hvorki skuggavarpi né útsýnisskerðingu. Þannig að við samþykkjum,“ segir Ólafur. Jón Garðar hefur aðra sögu að segja. „það kemur fram í gögnum að þetta er ekki inni á byggingarreit, þetta er ekki innan deiliskipulags og það er þegar komin kvörtun um það að þetta sé að skerða lífsgæði nágranna,“ segir hann og bætir við að hans upplifun sé sú að ekki sé allt uppi á borðum sem tengist málinu. „Það er eins og eitthvað hangi á spýtunni við að ná þessu máli í gegn. Eitthvað sem enginn veit, það er eitthvað bogið við þetta,“ segir Jón Garðar og bætir að formaður ráðsins og flokksmenn hans ætli að koma málinu í gegn með öllum ráðum. Jón Garðar segist ekki hafa svar við því hvað Ólafi og félögum gangi til en hann geti þó getið sér þess til. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin.“ Málið var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráðs og hefur verið lagt fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi þann 12. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira