Hæsti skýjakljúfur landsins Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 6. júní 2019 07:45 Hæsti skýjakljúfur á Íslandi, Hvannadalshnjúkur. Fjallaskíðahópur frá Ferðafélagi Íslands er mættur á toppinn. Í Reykjavík eru fáir skýjakljúfar en á Öræfajökli, hæsta og stærsta eldfjalli landsins, eru nokkrir slíkir. Þar ber fyrst að nefna hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk, og bróður hans Sveinstind (2.044 m) en líka Vestari Hnapp (1.849 m), Rótarfellshnjúk (1.820 m) og Efri Dyrhamar (1.917 m). Þessi risar eiga allir til að stinga sér í gegnum ský sem oft vilja leggjast að Öræfajökli. Það gerðist einmitt á uppstigningardag, göngu- og fjallaskíðafólki á jöklinum til mikillar ánægju. Framan af degi sást varla ský á himni en þegar kom að öskjubrúninni færðist yfir þéttur skýjabakki sem gengið var upp úr í 2.060 m hæð, rétt neðan við hátindinn. Það var ótrúlegt sjónarspil að fylgjast með tindunum kljúfa sig hver af öðrum í gegnum skýjateppi sem smám saman þynntist og lét undan. Hvannadalshnjúkur er nefndur eftir Hvannadal, afar fáförnu dalverpi upp af Svínafellsheiði. Þaðan er frábært útsýni upp á Hnjúkinn en einnig sést vel í Hvannadalshrygg og þverhníptan Dyrhamar. Fyrstur til að ganga á Hvannadalshnjúk var Norðmaðurinn Hans Frisak í júlí 1813 og var Jón Árnason, bóndi á Fagurhólsmýri, með í ferðinni sem þótti mikið afrek. Tæpum tveimur áratugum áður hafði Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, gert atlögu að Öræfajökli en náði ekki tindi sem síðar var nefndur eftir honum, Sveinstindi, en hann var þá talinn hæsti tindur landsins. Það var síðan 1904 að danskir landmælingamenn mældu út Hvannadalshnjúk, og fengu töluna 2.119 m, sem var 66 m betur en Sveinstindur sem varð að sætta sig við annað sætið. Rúmri öld síðar tilkynnti Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, með viðhöfn að jökulkollurinn efst hefði lækkað um 9 m frá fyrri mælingu og síðan hefur opinber hæð Hnjúksins verið 2.010 m. Austurhlíð Hvannadalshnjúks er tilkomumest en sjálfur tindurinn er ávalur. Algengasta gönguleiðin á Hvannadalshnjúk liggur upp Sandfell og þaðan áfram svokallaða Dauðabrekku uns komið er að rótum Hnjúksins suðvestanmegin. Hnappaleið upp af Fagurhólsmýri er einnig vinsæl, enda hægt að stytta gönguna með því að aka á vel búnum jeppa upp í 700 m hæð. Þaðan er haldið í norðurátt á Hnjúkinn, meðfram hrímuðum Vestari Hnapp. Brattari leið og sprungnari liggur upp Virkisjökul, austan við Dyrhamar, og þaðan að suðurhlíðum Hnjúksins. Þessar gönguleiðir eru jafnframt frábærar fjallaskíðaleiðir, ekki síst Sandfellsleið. Til þess að ganga á Hvannadalshnjúk eða hina skýjakljúfana þarf að vera í góðu formi en Sandfellsleið er 22 km báðar leiðir og tekur gangan 14-16 tíma. Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Hvannadalshnjúkur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í Reykjavík eru fáir skýjakljúfar en á Öræfajökli, hæsta og stærsta eldfjalli landsins, eru nokkrir slíkir. Þar ber fyrst að nefna hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk, og bróður hans Sveinstind (2.044 m) en líka Vestari Hnapp (1.849 m), Rótarfellshnjúk (1.820 m) og Efri Dyrhamar (1.917 m). Þessi risar eiga allir til að stinga sér í gegnum ský sem oft vilja leggjast að Öræfajökli. Það gerðist einmitt á uppstigningardag, göngu- og fjallaskíðafólki á jöklinum til mikillar ánægju. Framan af degi sást varla ský á himni en þegar kom að öskjubrúninni færðist yfir þéttur skýjabakki sem gengið var upp úr í 2.060 m hæð, rétt neðan við hátindinn. Það var ótrúlegt sjónarspil að fylgjast með tindunum kljúfa sig hver af öðrum í gegnum skýjateppi sem smám saman þynntist og lét undan. Hvannadalshnjúkur er nefndur eftir Hvannadal, afar fáförnu dalverpi upp af Svínafellsheiði. Þaðan er frábært útsýni upp á Hnjúkinn en einnig sést vel í Hvannadalshrygg og þverhníptan Dyrhamar. Fyrstur til að ganga á Hvannadalshnjúk var Norðmaðurinn Hans Frisak í júlí 1813 og var Jón Árnason, bóndi á Fagurhólsmýri, með í ferðinni sem þótti mikið afrek. Tæpum tveimur áratugum áður hafði Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, gert atlögu að Öræfajökli en náði ekki tindi sem síðar var nefndur eftir honum, Sveinstindi, en hann var þá talinn hæsti tindur landsins. Það var síðan 1904 að danskir landmælingamenn mældu út Hvannadalshnjúk, og fengu töluna 2.119 m, sem var 66 m betur en Sveinstindur sem varð að sætta sig við annað sætið. Rúmri öld síðar tilkynnti Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, með viðhöfn að jökulkollurinn efst hefði lækkað um 9 m frá fyrri mælingu og síðan hefur opinber hæð Hnjúksins verið 2.010 m. Austurhlíð Hvannadalshnjúks er tilkomumest en sjálfur tindurinn er ávalur. Algengasta gönguleiðin á Hvannadalshnjúk liggur upp Sandfell og þaðan áfram svokallaða Dauðabrekku uns komið er að rótum Hnjúksins suðvestanmegin. Hnappaleið upp af Fagurhólsmýri er einnig vinsæl, enda hægt að stytta gönguna með því að aka á vel búnum jeppa upp í 700 m hæð. Þaðan er haldið í norðurátt á Hnjúkinn, meðfram hrímuðum Vestari Hnapp. Brattari leið og sprungnari liggur upp Virkisjökul, austan við Dyrhamar, og þaðan að suðurhlíðum Hnjúksins. Þessar gönguleiðir eru jafnframt frábærar fjallaskíðaleiðir, ekki síst Sandfellsleið. Til þess að ganga á Hvannadalshnjúk eða hina skýjakljúfana þarf að vera í góðu formi en Sandfellsleið er 22 km báðar leiðir og tekur gangan 14-16 tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Hvannadalshnjúkur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira