Vilja hreinar línur um hvort Laugarás sé í dreifbýli eða þéttbýli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júní 2019 06:15 Anna Gréta Ólafsdóttir í Laugarási. Fréttablaðið/Valli „Við viljum fá hrein svör frá sveitarfélaginu um hvort við séum skilgreind sem þéttbýli eða byggðakjarni þannig að það sé ekkert á reiki eftir því hvaða þjónustu er verið að veita hverju sinni,“ segir Anna Gréta Ólafsdóttir í Laugarási. Anna Gréta, ásamt Sigurlaugu Angantýsdóttur, sendi Bláskógabyggð á dögunum bréf þar sem þær óska eftir því að skorið verði úr um það hvort Laugarás sé þéttbýli eða dreifbýli. Málið verður rætt á fundi sveitarstjórnar í Aratungu í dag. „Þetta snýst aðallega um ljósleiðaravæðinguna. Þar erum við skilgreind sem þéttbýli en varðandi snjómokstur þá erum við skilgreind sem dreifbýli,“ segir Anna Gréta. „Samkvæmt ríkinu og Vegagerðinni erum við byggðakjarni eða dreifbýli en stundum þéttbýli gagnvart sveitarfélaginu.“ Aðspurð segir Anna Grét Bláskógabyggð ekki endilega beita mismunandi skilgreiningum á Laugarás til að þurfa að leggja til minni þjónustu. „Stundum held ég að við fáum jafnvel þjónustu eftir því hvort hentar betur,“ segir hún. Íbúarnir vilja hins vegar fá hreinar línur. „Það er hætta á geðþóttaákvörðunum ef þetta er eitthvað á reiki.“ Að sögn Önnu Grétu eru talsverðir fjármunir í húfi fyrir íbúa Laugaráss vegna ríkisstyrkja til ljósleiðaravæðingar innan sveitarfélagsins. Samkvæmt verkefninu hafi Bláskógabyggð gefið út að Laugarás sé þéttbýli en ekki byggðakjarni. „Ríkið styrkir dreifbýli í ljósleiðaravæðingunni og svo borgum við aftur á móti rafmagn eins og við séum dreifbýli. Þannig að við borgum stundum meira af því að við erum ekki þéttbýli. En núna erum við skilgreind sem þéttbýli og borgum aftur meira,“ útskýrir Anna Gréta. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
„Við viljum fá hrein svör frá sveitarfélaginu um hvort við séum skilgreind sem þéttbýli eða byggðakjarni þannig að það sé ekkert á reiki eftir því hvaða þjónustu er verið að veita hverju sinni,“ segir Anna Gréta Ólafsdóttir í Laugarási. Anna Gréta, ásamt Sigurlaugu Angantýsdóttur, sendi Bláskógabyggð á dögunum bréf þar sem þær óska eftir því að skorið verði úr um það hvort Laugarás sé þéttbýli eða dreifbýli. Málið verður rætt á fundi sveitarstjórnar í Aratungu í dag. „Þetta snýst aðallega um ljósleiðaravæðinguna. Þar erum við skilgreind sem þéttbýli en varðandi snjómokstur þá erum við skilgreind sem dreifbýli,“ segir Anna Gréta. „Samkvæmt ríkinu og Vegagerðinni erum við byggðakjarni eða dreifbýli en stundum þéttbýli gagnvart sveitarfélaginu.“ Aðspurð segir Anna Grét Bláskógabyggð ekki endilega beita mismunandi skilgreiningum á Laugarás til að þurfa að leggja til minni þjónustu. „Stundum held ég að við fáum jafnvel þjónustu eftir því hvort hentar betur,“ segir hún. Íbúarnir vilja hins vegar fá hreinar línur. „Það er hætta á geðþóttaákvörðunum ef þetta er eitthvað á reiki.“ Að sögn Önnu Grétu eru talsverðir fjármunir í húfi fyrir íbúa Laugaráss vegna ríkisstyrkja til ljósleiðaravæðingar innan sveitarfélagsins. Samkvæmt verkefninu hafi Bláskógabyggð gefið út að Laugarás sé þéttbýli en ekki byggðakjarni. „Ríkið styrkir dreifbýli í ljósleiðaravæðingunni og svo borgum við aftur á móti rafmagn eins og við séum dreifbýli. Þannig að við borgum stundum meira af því að við erum ekki þéttbýli. En núna erum við skilgreind sem þéttbýli og borgum aftur meira,“ útskýrir Anna Gréta.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira