Héraðsverk bauð lægst í gerð Norðausturvegar Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2019 16:53 Séð til Þórshafnar af Brekknaheiði. Um hana liggur vegurinn til Bakkafjarðar. Fréttablaðið/Pjetur Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu 20,5 kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd en vegarkaflinn nær frá Gunnólfsvík í Finnafirði að Skeggjastöðum í Bakkafirði. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið með bundnu slitlagi 15. september 2021. Alls bárust fjögur tilboð og voru þau opnuð hjá Vegagerðinni í gær en þetta er með stærri útboðsverkum ársins. Tilboð Héraðsverks hljóðaði upp á 596 milljónir króna, sem reyndist 108 prósent af 554 milljóna króna kostnaðaráætlun.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, bendir á Langanesströnd þar sem leggja á bundið slitlag á 20 kílómetra kafla milli Þórshafnar og Bakkafjarðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Næstlægsta boð, upp á 615 milljónir króna, eða 111 prósent af kostnaðaráætlun, áttu Víðimelsbræður ehf. og Vélaþjónustan Messuholti ehf., Sauðárkróki. Ístrukkur ehf., Jón Ingi Hinriksson ehf., og Steinsteypir ehf., Kópaskeri, buðust til að vinna verkið fyrir 644 milljónir króna. Hæsta boð átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi, upp á 691 milljón króna, sem var 125 prósent af kostnaðaráætlun. Af 44 kílómetra löngum þjóðvegi milli Þórshafnar og Bakkafjarðar eru ennþá 27 kílómetrar af malarvegi og eru þetta síðustu ómalbikuðu kaflarnir á strandleiðinni um norðausturhorn landsins. Þegar þessum kafla lýkur verða aðeins sex kílómetrar eftir, á kaflanum um Brekknaheiði, milli Þórshafnar og Gunnólfsvíkur.Frá Bakkafirði. Fjær úti við sjóndeildarhringinn sést í Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur eftir mjög langa baráttu við það að fá þessar vegarbætur,“ sagði Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í febrúar, þegar fyrir lá sú stefnumörkun Alþingis að ljúka uppbyggingu Norðausturhringsins. Hún er liður í átaki stjórnvalda til eflingar byggðar við Bakkaflóa. Vegarbæturnar eru meðal annars sagðar gera svokallaðan norðausturhring álitlegri fyrir ferðamenn. Frétt Stöðvar 2 um vegagerðina má sjá hér: Langanesbyggð Samgöngur Svalbarðshreppur Vopnafjörður Tengdar fréttir Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Sameining við Þórshöfn reynst dýrkeypt að mati Bakkfirðinga Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka. 4. mars 2019 20:45 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Héraðsverk á Egilsstöðum átti lægsta boð í uppbyggingu 20,5 kílómetra kafla Norðausturvegar um Langanesströnd en vegarkaflinn nær frá Gunnólfsvík í Finnafirði að Skeggjastöðum í Bakkafirði. Verkið á að vinna á næstu tveimur árum og skal því að fullu lokið með bundnu slitlagi 15. september 2021. Alls bárust fjögur tilboð og voru þau opnuð hjá Vegagerðinni í gær en þetta er með stærri útboðsverkum ársins. Tilboð Héraðsverks hljóðaði upp á 596 milljónir króna, sem reyndist 108 prósent af 554 milljóna króna kostnaðaráætlun.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, bendir á Langanesströnd þar sem leggja á bundið slitlag á 20 kílómetra kafla milli Þórshafnar og Bakkafjarðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Næstlægsta boð, upp á 615 milljónir króna, eða 111 prósent af kostnaðaráætlun, áttu Víðimelsbræður ehf. og Vélaþjónustan Messuholti ehf., Sauðárkróki. Ístrukkur ehf., Jón Ingi Hinriksson ehf., og Steinsteypir ehf., Kópaskeri, buðust til að vinna verkið fyrir 644 milljónir króna. Hæsta boð átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi, upp á 691 milljón króna, sem var 125 prósent af kostnaðaráætlun. Af 44 kílómetra löngum þjóðvegi milli Þórshafnar og Bakkafjarðar eru ennþá 27 kílómetrar af malarvegi og eru þetta síðustu ómalbikuðu kaflarnir á strandleiðinni um norðausturhorn landsins. Þegar þessum kafla lýkur verða aðeins sex kílómetrar eftir, á kaflanum um Brekknaheiði, milli Þórshafnar og Gunnólfsvíkur.Frá Bakkafirði. Fjær úti við sjóndeildarhringinn sést í Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur eftir mjög langa baráttu við það að fá þessar vegarbætur,“ sagði Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í febrúar, þegar fyrir lá sú stefnumörkun Alþingis að ljúka uppbyggingu Norðausturhringsins. Hún er liður í átaki stjórnvalda til eflingar byggðar við Bakkaflóa. Vegarbæturnar eru meðal annars sagðar gera svokallaðan norðausturhring álitlegri fyrir ferðamenn. Frétt Stöðvar 2 um vegagerðina má sjá hér:
Langanesbyggð Samgöngur Svalbarðshreppur Vopnafjörður Tengdar fréttir Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Sameining við Þórshöfn reynst dýrkeypt að mati Bakkfirðinga Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka. 4. mars 2019 20:45 Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Sameining við Þórshöfn reynst dýrkeypt að mati Bakkfirðinga Bakkfirðingar, sem sjá eftir að hafa sameinast Þórshöfn, segja skrítið að um leið og ríkið hvetji til sameiningar sveitarfélaga séu engin verkfæri til að láta hana ganga til baka. 4. mars 2019 20:45
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30