Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. júní 2019 07:15 Trump ásamt Elísabetu Englandsdrottningu. Fréttablaðið/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. Trump sagði á Twitter frá því að konungsfjölskyldan væri frábær og sagði samband ríkjanna tveggja mjög gott. Þá sagði hann að stór viðskiptasamningur væri mögulegur þegar Bretland hefði kastað af sér hlekkjunum, og átti þar við útgöngu Breta úr ESB. Mótmæli hafa verið boðuð víða í Bretlandi í tilefni þriggja daga heimsóknar Bandaríkjaforseta. Þannig hafa meðal annars verið boðuð mótmæli í Lundúnum, Manchester, Belfast og Birmingham. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ákvað að sniðganga opinberan kvöldverð með Trump. Þess í stað verður Corbyn meðal ræðumanna á mótmælafundi í Lundúnum. Corbyn sagði að þátttaka í mótmælafundinum væri tækifæri til að sýna samstöðu með öllum þeim sem Trump hefði ráðist á í Bandaríkjunum og öllum heiminum. Vísaði hann sérstaklega til ummæla Trumps um Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna. Khan hafði sagt að Bretar ættu ekki að rúlla út rauða dreglinum fyrir Trump. Forsetinn brást við með því að segja að Khan hefði staðið sig hræðilega í embætti og ætti frekar að einbeita sér að því að uppræta glæpi í borginni en að tala illa um mikilvægasta bandamann Breta. Í dag hittir Trump Theresu May forsætisráðherra í Downingstræti en búist er við því að þau ræði meðal annars loftslagsbreytingar og málefni kínverska tæknirisans Huawei. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. Trump sagði á Twitter frá því að konungsfjölskyldan væri frábær og sagði samband ríkjanna tveggja mjög gott. Þá sagði hann að stór viðskiptasamningur væri mögulegur þegar Bretland hefði kastað af sér hlekkjunum, og átti þar við útgöngu Breta úr ESB. Mótmæli hafa verið boðuð víða í Bretlandi í tilefni þriggja daga heimsóknar Bandaríkjaforseta. Þannig hafa meðal annars verið boðuð mótmæli í Lundúnum, Manchester, Belfast og Birmingham. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ákvað að sniðganga opinberan kvöldverð með Trump. Þess í stað verður Corbyn meðal ræðumanna á mótmælafundi í Lundúnum. Corbyn sagði að þátttaka í mótmælafundinum væri tækifæri til að sýna samstöðu með öllum þeim sem Trump hefði ráðist á í Bandaríkjunum og öllum heiminum. Vísaði hann sérstaklega til ummæla Trumps um Sadiq Khan, borgarstjóra Lundúna. Khan hafði sagt að Bretar ættu ekki að rúlla út rauða dreglinum fyrir Trump. Forsetinn brást við með því að segja að Khan hefði staðið sig hræðilega í embætti og ætti frekar að einbeita sér að því að uppræta glæpi í borginni en að tala illa um mikilvægasta bandamann Breta. Í dag hittir Trump Theresu May forsætisráðherra í Downingstræti en búist er við því að þau ræði meðal annars loftslagsbreytingar og málefni kínverska tæknirisans Huawei.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira