Ráðist ítrekað að transkonu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júní 2019 21:00 Transkona sem veist var að á dögunum segir að þetta sé ekki fyrsta árásin sem hún verður fyrir hérlendis. Hún verði fyrir miklu aðkasti vegna kynvitundar sinnar og óttist að ganga ein úti á nóttunni. Þrjú nýleg dæmi eru um ofsóknir gegn transfólki á Íslandi og kallar baráttukona eftir réttarbótum fyrir þennan hóp. Candice Aþena Jónsdóttir var á göngu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags þegar tveir karlmenn gáfu sig á tal við hana. Ekki leið á löngu áður en þeir fóru að hreyta í hana fúkyrðum. „Þeir halda áfram að tala svona við mig þangað til ég stend upp og segi: Af hverju eruð þið að tala svona við mig? Mér líkar ekki við þetta, nennið þið að hætta þessu, þetta er ógeðslegt,“ segir Candice. Annar mannanna hafi þá snöggreiðst. „Ég ætlaði að labba í burtu en þá segir hann ógeðslegt orð við mig og ég tek það svolítið inn á mig þannig að ég fer til baka og þá kemur hann með ótrúlega miklum hraða og ætlar að sparka ótrúlega fast í andlitið á mér,“ segir Candice en hún slasaðist á hendi. Hún segist því hafa ákveðið að kveðja mennina og ganga í burtu, en þeir hafi veitt henni eftirför og verið mjög ógnandi. „Þá hleyp ég upp í Ártún og fæ að hringja í lögregluna og löggan kemur. Þá endaði þetta vel en þeir fundu ekki þessa menn.“ Candice segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem ráðist er á hana vegna þess að hún er trans og segist hún óttast að ganga ein á næturnar vegna kynvitundar sinnar. Þess vegna vilji hún segja sögu sína og vekja athygli á málefnum transfólks. „Sem transkona langar mig að koma þessu til skila. Við erum öll eins,“ segir Candice og segir alla eiga skilið sömu framkomu. Formaður samtakanna Trans Ísland segir að árásir sem þessar séu ekkert einsdæmi. Þrjú nýleg dæmi séu um að veist hafi verið að transfólki hérlendis. Ofsóknirnar verði sífellt alvarlegri og helst það í hendur við aukningu hatursglæpa gegn transfólki á heimsvísu. Því sé mikilvægt að Alþingi grípi í taumana, ekki síst með því að samþykkja frumvarp um kynrænt sjálfræði. „Frumvarpið myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks, jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“ Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Transkona sem veist var að á dögunum segir að þetta sé ekki fyrsta árásin sem hún verður fyrir hérlendis. Hún verði fyrir miklu aðkasti vegna kynvitundar sinnar og óttist að ganga ein úti á nóttunni. Þrjú nýleg dæmi eru um ofsóknir gegn transfólki á Íslandi og kallar baráttukona eftir réttarbótum fyrir þennan hóp. Candice Aþena Jónsdóttir var á göngu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags þegar tveir karlmenn gáfu sig á tal við hana. Ekki leið á löngu áður en þeir fóru að hreyta í hana fúkyrðum. „Þeir halda áfram að tala svona við mig þangað til ég stend upp og segi: Af hverju eruð þið að tala svona við mig? Mér líkar ekki við þetta, nennið þið að hætta þessu, þetta er ógeðslegt,“ segir Candice. Annar mannanna hafi þá snöggreiðst. „Ég ætlaði að labba í burtu en þá segir hann ógeðslegt orð við mig og ég tek það svolítið inn á mig þannig að ég fer til baka og þá kemur hann með ótrúlega miklum hraða og ætlar að sparka ótrúlega fast í andlitið á mér,“ segir Candice en hún slasaðist á hendi. Hún segist því hafa ákveðið að kveðja mennina og ganga í burtu, en þeir hafi veitt henni eftirför og verið mjög ógnandi. „Þá hleyp ég upp í Ártún og fæ að hringja í lögregluna og löggan kemur. Þá endaði þetta vel en þeir fundu ekki þessa menn.“ Candice segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem ráðist er á hana vegna þess að hún er trans og segist hún óttast að ganga ein á næturnar vegna kynvitundar sinnar. Þess vegna vilji hún segja sögu sína og vekja athygli á málefnum transfólks. „Sem transkona langar mig að koma þessu til skila. Við erum öll eins,“ segir Candice og segir alla eiga skilið sömu framkomu. Formaður samtakanna Trans Ísland segir að árásir sem þessar séu ekkert einsdæmi. Þrjú nýleg dæmi séu um að veist hafi verið að transfólki hérlendis. Ofsóknirnar verði sífellt alvarlegri og helst það í hendur við aukningu hatursglæpa gegn transfólki á heimsvísu. Því sé mikilvægt að Alþingi grípi í taumana, ekki síst með því að samþykkja frumvarp um kynrænt sjálfræði. „Frumvarpið myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks, jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“
Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31
Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. 2. júní 2019 13:02