Ódæðismaður með hljóðdeyfi martröðin sem byssuandstæðingar höfðu varað við Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júní 2019 09:24 Starfsfólkið sem komst lífs af hefur lýst fyrstu augnablikum árásarinnar sem algjörri ringulreið. Það hafi í fyrstu ekki áttað sig almennilega á því sem væri í gangi og hvers vegna skelfing hafði skyndilega gripið um sig í þjónustumiðstöðunni. Vísir/ap Ódæðismaðurinn sem myrti tólf manns í þjónustumiðstöð í Virginia Beach á föstudag notaði 45-kalibera hálfsjálfvirka skammbyssu með hljóðdeyfi en hann hefur þá virkni að hvellurinn í skotvopninu verður ekki eins hávær og hljóðið afskræmist. Starfsfólkið sem komst lífs af hefur lýst fyrstu augnablikum árásarinnar sem algjörri ringulreið. Það hafi í fyrstu ekki áttað sig almennilega á því sem væri í gangi og hvers vegna skelfing hefði skyndilega gripið um sig í þjónustumiðstöðunni. Einn starfsmaðurinn segist ekki hafa botnað neitt í neinu og í fyrstu talið að ástæðan fyrir því að starfsfólkið þyrptist út væri til að aðstoða slasað fólk sem hefði lent í alvarlegu bílslysi sem hann gerði sér í hugarlund að hefði orðið fyrir utan bygginguna. Aðstæðurnar sem sköpuðust á fjórða tímanum á föstudag er sú martröð sem fylgjendur strangari skotvopnalöggjafar hafa varað við um langt skeið og segja hljóðdeyfirinn bæta gráu ofan á svart þegar ódæðismenn láta til skarar skríða. Vísir greindi frá því í gær að alls hafa 5.822 manneskjur látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum þar sem af er ári.Sjá nánar: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í árByssuvinir vilja vernda heyrnina Bandamenn byssunnar og þeir sem vilja hafa skotvopnalöggjöfina í óbreyttri mynd gera lítið úr áhyggjum fólks af hljóðdeyfum í umferð og færa rök fyrir því að líklega hefði hljóðdeyfirinn ekki haft nein áhrif á það hversu marga árásarmaðurinn í Virginia Beach náði að myrða á skömmum tíma. Repúblikanar sem berjast fyrir því að löglegt verði að kaupa hljóðdeyfa í fleiri ríkjum segja að hljóðdeyfarnir séu nauðsynlegir til að vernda heyrnina. Virginia er á meðal þeirra 42 ríkja í Bandaríkjunum sem leyfa kaup á hljóðdeyfum.David Chipman sem berst fyrir strangari byssulöggjöf sagði að það sé algjörlega fáránlegt að leyfa notkun hljóðdeyfa á skammbyssur.Vísir/apHætt við að fólk átti sig ekki á að um árás sé að ræða Ódæðismaðurinn sem réðist til atlögu í þjónustumiðstöðinni á föstudag náði að myrða fólk á öllum þremur hæðum byggingarinnar. Hljóðdeyfirinn gæti verið ástæðan fyrir því að þeir sem lifðu af árásina sögðust í fyrstu ekki hafa náð að greina hljóðið. Starfsfólkið sagðist ekki hafa áttað sig á því hvað væri um að vera og lýsti ráðaleysi og ringulreið. Einn sagðist hafa heyrt hljóð sem svipaði til naglabyssu. David Chipman sem berst fyrir strangari byssulöggjöf sagði að það sé algjörlega fáránlegt að leyfa notkun hljóðdeyfa á skammbyssur. „Hljóðdeyfirinn afskræmir hljóðið með þeim afleiðingum að hætt er við því að fólk geri sér ekki grein fyrir því að hljóðið kemur í raun úr skotvopni.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í árásinni í Virginia Beach gerð opinber Ellefu borgarstarfsmenn og einn verktaki létust í árásinni. 1. júní 2019 14:40 Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Ódæðismaðurinn sem myrti tólf manns í þjónustumiðstöð í Virginia Beach á föstudag notaði 45-kalibera hálfsjálfvirka skammbyssu með hljóðdeyfi en hann hefur þá virkni að hvellurinn í skotvopninu verður ekki eins hávær og hljóðið afskræmist. Starfsfólkið sem komst lífs af hefur lýst fyrstu augnablikum árásarinnar sem algjörri ringulreið. Það hafi í fyrstu ekki áttað sig almennilega á því sem væri í gangi og hvers vegna skelfing hefði skyndilega gripið um sig í þjónustumiðstöðunni. Einn starfsmaðurinn segist ekki hafa botnað neitt í neinu og í fyrstu talið að ástæðan fyrir því að starfsfólkið þyrptist út væri til að aðstoða slasað fólk sem hefði lent í alvarlegu bílslysi sem hann gerði sér í hugarlund að hefði orðið fyrir utan bygginguna. Aðstæðurnar sem sköpuðust á fjórða tímanum á föstudag er sú martröð sem fylgjendur strangari skotvopnalöggjafar hafa varað við um langt skeið og segja hljóðdeyfirinn bæta gráu ofan á svart þegar ódæðismenn láta til skarar skríða. Vísir greindi frá því í gær að alls hafa 5.822 manneskjur látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum þar sem af er ári.Sjá nánar: Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í árByssuvinir vilja vernda heyrnina Bandamenn byssunnar og þeir sem vilja hafa skotvopnalöggjöfina í óbreyttri mynd gera lítið úr áhyggjum fólks af hljóðdeyfum í umferð og færa rök fyrir því að líklega hefði hljóðdeyfirinn ekki haft nein áhrif á það hversu marga árásarmaðurinn í Virginia Beach náði að myrða á skömmum tíma. Repúblikanar sem berjast fyrir því að löglegt verði að kaupa hljóðdeyfa í fleiri ríkjum segja að hljóðdeyfarnir séu nauðsynlegir til að vernda heyrnina. Virginia er á meðal þeirra 42 ríkja í Bandaríkjunum sem leyfa kaup á hljóðdeyfum.David Chipman sem berst fyrir strangari byssulöggjöf sagði að það sé algjörlega fáránlegt að leyfa notkun hljóðdeyfa á skammbyssur.Vísir/apHætt við að fólk átti sig ekki á að um árás sé að ræða Ódæðismaðurinn sem réðist til atlögu í þjónustumiðstöðinni á föstudag náði að myrða fólk á öllum þremur hæðum byggingarinnar. Hljóðdeyfirinn gæti verið ástæðan fyrir því að þeir sem lifðu af árásina sögðust í fyrstu ekki hafa náð að greina hljóðið. Starfsfólkið sagðist ekki hafa áttað sig á því hvað væri um að vera og lýsti ráðaleysi og ringulreið. Einn sagðist hafa heyrt hljóð sem svipaði til naglabyssu. David Chipman sem berst fyrir strangari byssulöggjöf sagði að það sé algjörlega fáránlegt að leyfa notkun hljóðdeyfa á skammbyssur. „Hljóðdeyfirinn afskræmir hljóðið með þeim afleiðingum að hætt er við því að fólk geri sér ekki grein fyrir því að hljóðið kemur í raun úr skotvopni.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í árásinni í Virginia Beach gerð opinber Ellefu borgarstarfsmenn og einn verktaki létust í árásinni. 1. júní 2019 14:40 Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Nöfn þeirra sem létust í árásinni í Virginia Beach gerð opinber Ellefu borgarstarfsmenn og einn verktaki létust í árásinni. 1. júní 2019 14:40
Tólf létu lífið í skotárásinni í Virginia Beach: Vettvangi árásarinnar „best lýst sem stríðsátökum“ Tólf létu lífið í árásinni. 1. júní 2019 07:48
Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45