VR vill skipta út öllum stjórnarmönnum sínum í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2019 13:06 Í samþykkt frá stjórn VR segir að vaxtahækkunin sé trúnaðarbrestur við félagið. Vísir/vilhelm Stjórn VR hefur ákveðið að leggja fram tillögu að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna og skipa nýja stjórn til bráðabirgða. Fulltrúar VR skipa helming stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Ástæðan er sú að stjórnin telur að hækkun á vöxtum í sjóðsfélagalánum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna vera trúnaðarbrest við félagið, stefnu þess og kjarasamningana sem voru undirritaðir í byrjun apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn VR en Kjarninn greindi fyrst frá. Eitt af meginmarkmiðum kjarasamninga VR er að stuðla að vaxtalækkun sem eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. „Engum hefur dulist að ákvæði um vaxtalækkun var eitt mikilvægasta atriði kjarasamninganna og eldaði verkalýðshreyfingin grátt silfur við forystu Seðlabanka Íslands bæði fyrir og eftir samningagerð þannig að öllum ætti að vera ljós hin gríðarlega mikla áhersla sem við höfum lagt á þetta samningsatriði,“ segir í samþykkt stjórnar VR. Það hafi því komið eins og þruma af heiðum himni þegar stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna tilkynnti í lok maí að breytilegir vextir verðtryggðra sjóðsfélagalána myndi hækka úr 2,06% í 2,26% í ágúst á þessu ári. „Ekki aðeins er tímasetning þessarar ákvörðunar algjörlega óskiljanleg í ljósi þess að blekið á undirskriftum okkar á kjarasamningi er vart þornað heldur hitt að þessi ákvörðun virðist lýsa algjöru skilningsleysi á þeirri miklu áherslu sem verkalýðshreyfingin lagði á vaxtalækkun í mjög erfiðum kjarasamningaviðræðum. Höfuðið er svo bitið af skömminni með þeirri ákvörðun stjórnar LIVE að hætta með opið og gagnsætt ákvörðunarferli þessara vaxtabreytinga og að ákvarðanir um vaxtabreytingar verði í framtíðinni einfaldlega ákveðnar í lokuðu stjórnarherbergi,“ segir í ályktuninni. Þetta gangi í berhögg við samþykkt frá síðasta þingi Alþýðusambands Íslands þess efnis að almenningur ætti að njóta með beinum hætti lækkunar vaxta á skuldabréfamarkaði. Þetta væri afturhvarf til stjórnarhátta sem stjórnin hafi haldið að væri úr sögunni. „En svo er greinilega ekki“. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Stjórn VR hefur ákveðið að leggja fram tillögu að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna og skipa nýja stjórn til bráðabirgða. Fulltrúar VR skipa helming stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Ástæðan er sú að stjórnin telur að hækkun á vöxtum í sjóðsfélagalánum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna vera trúnaðarbrest við félagið, stefnu þess og kjarasamningana sem voru undirritaðir í byrjun apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn VR en Kjarninn greindi fyrst frá. Eitt af meginmarkmiðum kjarasamninga VR er að stuðla að vaxtalækkun sem eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. „Engum hefur dulist að ákvæði um vaxtalækkun var eitt mikilvægasta atriði kjarasamninganna og eldaði verkalýðshreyfingin grátt silfur við forystu Seðlabanka Íslands bæði fyrir og eftir samningagerð þannig að öllum ætti að vera ljós hin gríðarlega mikla áhersla sem við höfum lagt á þetta samningsatriði,“ segir í samþykkt stjórnar VR. Það hafi því komið eins og þruma af heiðum himni þegar stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna tilkynnti í lok maí að breytilegir vextir verðtryggðra sjóðsfélagalána myndi hækka úr 2,06% í 2,26% í ágúst á þessu ári. „Ekki aðeins er tímasetning þessarar ákvörðunar algjörlega óskiljanleg í ljósi þess að blekið á undirskriftum okkar á kjarasamningi er vart þornað heldur hitt að þessi ákvörðun virðist lýsa algjöru skilningsleysi á þeirri miklu áherslu sem verkalýðshreyfingin lagði á vaxtalækkun í mjög erfiðum kjarasamningaviðræðum. Höfuðið er svo bitið af skömminni með þeirri ákvörðun stjórnar LIVE að hætta með opið og gagnsætt ákvörðunarferli þessara vaxtabreytinga og að ákvarðanir um vaxtabreytingar verði í framtíðinni einfaldlega ákveðnar í lokuðu stjórnarherbergi,“ segir í ályktuninni. Þetta gangi í berhögg við samþykkt frá síðasta þingi Alþýðusambands Íslands þess efnis að almenningur ætti að njóta með beinum hætti lækkunar vaxta á skuldabréfamarkaði. Þetta væri afturhvarf til stjórnarhátta sem stjórnin hafi haldið að væri úr sögunni. „En svo er greinilega ekki“.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06
Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15