Jafnrétti er okkur mikilvægt Jón Atli Benediktsson skrifar 19. júní 2019 07:00 Háskóli Íslands fagnaði þeim mikilvæga áfanga nýlega að hljóta jafnlaunavottun. Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu enda langfjölmennasta stofnunin hér á landi til að fá slíka vottun. Þar að auki skiptir það okkur miklu máli að stofnun eins og Háskóli Íslands sé í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum, hvort sem um er að ræða í kennslu eða rannsóknum. Við hófumst handa við innleiðingu um leið og lög þess efnis voru staðfest í júní 2017. Við framkvæmdum meðal annars umfangsmikla launagreiningu sem náði til nærri 5.000 starfsmanna. Greiningin leiddi í ljós að launamunur, eftir að tekið hafði verið tillit til stöðu í skipuriti og starfsheitis, var um 1,5% konum í óhag. Þessi munur var af vottunaraðila metinn innan skekkjumarka en launamunurinn er 3,3% að jafnaði hjá opinberum starfsmönnum, konum í óhag. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur í Háskóla Íslands að vinna stöðugt að því að kynbundinn launamunur þrífist ekki. Þess vegna höfum við innleitt launakerfi sem ætlað er að tryggja að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér mismunun. Jafnrétti er eitt af þremur gildum Háskóla Íslands. Til þess að ná raunverulegum árangri í jafnréttismálum verðum við sífellt að horfa á stöðuna með gagnrýnum augum, til dæmis á þá staðreynd að þegar ekki er tekið tillit til stöðu í skipuriti og starfsheitis er munur á heildarlaunum karla og kvenna um 10%, konum í óhag. Það bendir því miður til þess að hefðbundin störf karla séu metin hærra en hefðbundin störf kvenna. Þá er mikilvægt að tryggja að karlar og konur hafi jafna möguleika á akademískum framgangi. Um leið og það er mikilvægt fyrir okkur að hafa náð jafnlaunvottun, þá verðum við að muna að hún er ekki markmið í sjálfu sér og má ekki vera notuð sem hvítþvottur á gagnrýna umræðu um jafnréttismál. Vottunin er frekar varða á mun stærri og mikilvægari vegferð, sem er að ná raunverulegu jafnrétti í allri starfsemi Háskóla Íslands.Höfundur er rektor Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Jón Atli Benediktsson Skóla - og menntamál Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands fagnaði þeim mikilvæga áfanga nýlega að hljóta jafnlaunavottun. Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu enda langfjölmennasta stofnunin hér á landi til að fá slíka vottun. Þar að auki skiptir það okkur miklu máli að stofnun eins og Háskóli Íslands sé í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum, hvort sem um er að ræða í kennslu eða rannsóknum. Við hófumst handa við innleiðingu um leið og lög þess efnis voru staðfest í júní 2017. Við framkvæmdum meðal annars umfangsmikla launagreiningu sem náði til nærri 5.000 starfsmanna. Greiningin leiddi í ljós að launamunur, eftir að tekið hafði verið tillit til stöðu í skipuriti og starfsheitis, var um 1,5% konum í óhag. Þessi munur var af vottunaraðila metinn innan skekkjumarka en launamunurinn er 3,3% að jafnaði hjá opinberum starfsmönnum, konum í óhag. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur í Háskóla Íslands að vinna stöðugt að því að kynbundinn launamunur þrífist ekki. Þess vegna höfum við innleitt launakerfi sem ætlað er að tryggja að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér mismunun. Jafnrétti er eitt af þremur gildum Háskóla Íslands. Til þess að ná raunverulegum árangri í jafnréttismálum verðum við sífellt að horfa á stöðuna með gagnrýnum augum, til dæmis á þá staðreynd að þegar ekki er tekið tillit til stöðu í skipuriti og starfsheitis er munur á heildarlaunum karla og kvenna um 10%, konum í óhag. Það bendir því miður til þess að hefðbundin störf karla séu metin hærra en hefðbundin störf kvenna. Þá er mikilvægt að tryggja að karlar og konur hafi jafna möguleika á akademískum framgangi. Um leið og það er mikilvægt fyrir okkur að hafa náð jafnlaunvottun, þá verðum við að muna að hún er ekki markmið í sjálfu sér og má ekki vera notuð sem hvítþvottur á gagnrýna umræðu um jafnréttismál. Vottunin er frekar varða á mun stærri og mikilvægari vegferð, sem er að ná raunverulegu jafnrétti í allri starfsemi Háskóla Íslands.Höfundur er rektor Háskóla Íslands
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar