Forsætisráðherra segir þjóðina geta tekist á við stinningskalda þó blási á móti í efnahagslífinu Sighvatur Jónsson skrifar 17. júní 2019 11:45 Katrín ræddi efnahagsmál og aðgerðir gegn loftslagshamförum í hátíðarræðu sinni. Mynd/Sigurjón Ragnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir á 75 ára afmæli íslenska lýðveldisins að sjaldan hafi verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu. Í hátíðarræðu sinni í tilefni þjóðhátíðardagsins sagði Katrín að það blási nokkuð á móti í efnahagslífinu en þjóðin sé vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Þá ræddi forsætisráðherra um aðgerðir stjórnvalda gegn loftslagshamförum. Þjóðhátíðardagskrá í Reykjavík hófst á Austurvelli klukkan 11. Forseti Íslands lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, Hamrahlíðarkórinn söng þjóðsönginn og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti hátíðarræðu. Katrín rifjaði upp að um 125.000 manns bjuggu á öllu landinu við stofnun íslenska lýðveldisins 1944. Hún ræddi um samstöðu Íslendinga og framfarir í samfélaginu. „Og þó að nú blási nokkuð á móti í efnahagslífinu erum við vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Árin frá hruni hafa nýst til að undirbyggja hagstjórnina, greiða niður skuldir og byggja upp innviði. Við munum takast á við öll veðrabrigði með samstöðu og trú á framtíðina, eins og við höfum gert alla lýðveldissöguna.“ Forsætisráðherra nefndi loftslagsmál í hátíðarræðu sinni. Hún sagði ungu kynslóðina gera skýra kröfu um að eldri kynslóðir gerir allt sem í mannlegu valdi stendur til að sporna gegn hamförum vegna loftlagsbreytinga. „Stjórnvöld hafa sett fram skýra sýn um að Ísland verði kolefnishlutlaust ekki seinna en árið 2040 og að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrstu áfangar í aðgerðaáætlun stjórnvalda lúta að orkuskiptum í samgöngum og aukinni kolefnisbindingu. Um leið og það er nauðsynlegt að endurskoða áætlanir stjórnvalda með reglulegum hætti þá er líka lífsnauðsynlegt að byrja á aðgerðum.“ Katrín Jakobsdóttir ræddi um stjórnmál á tímum samfélagsmiðla. Hún sagði lengingu fæðingarorlofs breyta lífi ungs barnafólks. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að stundum vilji gleymast að lýðræðinu sé ekki hægt að taka sem gefnu 75 árum eftir stofnun þess. „Sjaldan hefur verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu, með gildismati þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands og trúðu því að Ísland ætti erindi sem fullvalda og sjálfstæð þjóð í samfélagi þjóðanna.“Vísir/FrikkiVísir/Frikki 17. júní Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir á 75 ára afmæli íslenska lýðveldisins að sjaldan hafi verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu. Í hátíðarræðu sinni í tilefni þjóðhátíðardagsins sagði Katrín að það blási nokkuð á móti í efnahagslífinu en þjóðin sé vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Þá ræddi forsætisráðherra um aðgerðir stjórnvalda gegn loftslagshamförum. Þjóðhátíðardagskrá í Reykjavík hófst á Austurvelli klukkan 11. Forseti Íslands lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, Hamrahlíðarkórinn söng þjóðsönginn og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti hátíðarræðu. Katrín rifjaði upp að um 125.000 manns bjuggu á öllu landinu við stofnun íslenska lýðveldisins 1944. Hún ræddi um samstöðu Íslendinga og framfarir í samfélaginu. „Og þó að nú blási nokkuð á móti í efnahagslífinu erum við vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Árin frá hruni hafa nýst til að undirbyggja hagstjórnina, greiða niður skuldir og byggja upp innviði. Við munum takast á við öll veðrabrigði með samstöðu og trú á framtíðina, eins og við höfum gert alla lýðveldissöguna.“ Forsætisráðherra nefndi loftslagsmál í hátíðarræðu sinni. Hún sagði ungu kynslóðina gera skýra kröfu um að eldri kynslóðir gerir allt sem í mannlegu valdi stendur til að sporna gegn hamförum vegna loftlagsbreytinga. „Stjórnvöld hafa sett fram skýra sýn um að Ísland verði kolefnishlutlaust ekki seinna en árið 2040 og að Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrstu áfangar í aðgerðaáætlun stjórnvalda lúta að orkuskiptum í samgöngum og aukinni kolefnisbindingu. Um leið og það er nauðsynlegt að endurskoða áætlanir stjórnvalda með reglulegum hætti þá er líka lífsnauðsynlegt að byrja á aðgerðum.“ Katrín Jakobsdóttir ræddi um stjórnmál á tímum samfélagsmiðla. Hún sagði lengingu fæðingarorlofs breyta lífi ungs barnafólks. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að stundum vilji gleymast að lýðræðinu sé ekki hægt að taka sem gefnu 75 árum eftir stofnun þess. „Sjaldan hefur verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu, með gildismati þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands og trúðu því að Ísland ætti erindi sem fullvalda og sjálfstæð þjóð í samfélagi þjóðanna.“Vísir/FrikkiVísir/Frikki
17. júní Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði