Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2019 12:31 Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. visir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar telur málþóf Miðflokksmanna vegna þriðja orkupakkans heppilegt fyrir ríkisstjórnina því vinna við fjármálaáætlun gangi ekki eftir áætlun. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segja þinglok í uppnámi því ekki sé hægt að treysta Miðflokknum. Farið var um víðan völl í þættinum Sprengisandi í morgun en þar sátu þingmennirnir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Til umræðu voru þinglok, sem ekki náðist samkomulag um fyrir helgina sem og fjármálaáætlun, sem stjórnarandstaðan telur í upplausn. Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum og heiðursmannasamkomulag sem ríkir um traust í samskiptum algerlega brotið af þeirra hálfu. Silja telur samkomulagið sem lagt var fram hafi ekki verið pappírsins virði. Sigmundur undirritaði samkomulagið en ritaði orðin: samkvæmt samtali fyrir aftan nafn sitt. „Menn treystu því ekki að þetta myndi halda. Miðflokkurinn hefur verið að fara fram á að það verði settur á sérstakur starfshópur á vegum Alþingis í sumar. Til þess að fara aftur yfir orkupakka þrjú. Þingið er búið að vera með málið í tíu ár, ríkisstjórnin er búin að vera með málið og fara vandlega yfir í marga mánuði, utanríkismálanefnd er búin að hafa málið til umfjöllunar. Eins og komið hefur fram mætti Miðflokkurinn lítið og illa á þá fundi og greinilega tók ekki nógu el eftir. Ég legg því til að Miðflokkurinn setji á sína eigin rannsóknarnefnd og kynni sér bara almennilega þessa orkupakka alla saman fyrst þau hafa ekkert verið að fylgjast með síðustu tíu ár,“ segir hún. Silja segir óforskammað af flokknum að fara fram á þetta. Umfjöllun málsins sé lokið. Þorsteinn, þingmaður Miðflokksins, blés á þetta og segir málið um orkupakkann ónýtt og nauðsynlegt að setja á rannsóknarnefnd. „Það var síðast í gær eða fyrra dag sem að komu fram fimm hæstaréttarlögmenn sem komu fram og sögðu þetta er ónýtt. Menn hlusta ekki, það er nefnilega plagsiður þessarar ríkisstjórnar. Hún hlustar ekki,“ segir hann. Þorsteinn bendir á að ríkisstjórnin hafi ekki hlustað á aðvaranir vegna fjármálastefnunnar í fyrra en talið er að halli fjármálaáætlunar verði um 35 milljarðar og er því verið að leggja til að breyta henni. Logi segir að ríkisstjórnin sé lítið skárri en stjórnarandstaðan. Augljós sundrung sé þar líka. „Þessi töf hefur verið dálítið heppileg fyrir ríkisstjórnina. Vegna þess að fjármálaáætlun er í fullkomnu uppnámi. Fyrir viku síðan var kynnt endurskoðuð fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir gríðarlegum niðurskurði. Við bjuggumst við að fjárlaganefnd gæti farið að vinna úr þeim tillögum og kallað inn umsagnaraðila og farið að vinna úr þeim. En núna viku seinna, er enn ekkert tilbúið,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Miðflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur málþóf Miðflokksmanna vegna þriðja orkupakkans heppilegt fyrir ríkisstjórnina því vinna við fjármálaáætlun gangi ekki eftir áætlun. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segja þinglok í uppnámi því ekki sé hægt að treysta Miðflokknum. Farið var um víðan völl í þættinum Sprengisandi í morgun en þar sátu þingmennirnir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Til umræðu voru þinglok, sem ekki náðist samkomulag um fyrir helgina sem og fjármálaáætlun, sem stjórnarandstaðan telur í upplausn. Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum og heiðursmannasamkomulag sem ríkir um traust í samskiptum algerlega brotið af þeirra hálfu. Silja telur samkomulagið sem lagt var fram hafi ekki verið pappírsins virði. Sigmundur undirritaði samkomulagið en ritaði orðin: samkvæmt samtali fyrir aftan nafn sitt. „Menn treystu því ekki að þetta myndi halda. Miðflokkurinn hefur verið að fara fram á að það verði settur á sérstakur starfshópur á vegum Alþingis í sumar. Til þess að fara aftur yfir orkupakka þrjú. Þingið er búið að vera með málið í tíu ár, ríkisstjórnin er búin að vera með málið og fara vandlega yfir í marga mánuði, utanríkismálanefnd er búin að hafa málið til umfjöllunar. Eins og komið hefur fram mætti Miðflokkurinn lítið og illa á þá fundi og greinilega tók ekki nógu el eftir. Ég legg því til að Miðflokkurinn setji á sína eigin rannsóknarnefnd og kynni sér bara almennilega þessa orkupakka alla saman fyrst þau hafa ekkert verið að fylgjast með síðustu tíu ár,“ segir hún. Silja segir óforskammað af flokknum að fara fram á þetta. Umfjöllun málsins sé lokið. Þorsteinn, þingmaður Miðflokksins, blés á þetta og segir málið um orkupakkann ónýtt og nauðsynlegt að setja á rannsóknarnefnd. „Það var síðast í gær eða fyrra dag sem að komu fram fimm hæstaréttarlögmenn sem komu fram og sögðu þetta er ónýtt. Menn hlusta ekki, það er nefnilega plagsiður þessarar ríkisstjórnar. Hún hlustar ekki,“ segir hann. Þorsteinn bendir á að ríkisstjórnin hafi ekki hlustað á aðvaranir vegna fjármálastefnunnar í fyrra en talið er að halli fjármálaáætlunar verði um 35 milljarðar og er því verið að leggja til að breyta henni. Logi segir að ríkisstjórnin sé lítið skárri en stjórnarandstaðan. Augljós sundrung sé þar líka. „Þessi töf hefur verið dálítið heppileg fyrir ríkisstjórnina. Vegna þess að fjármálaáætlun er í fullkomnu uppnámi. Fyrir viku síðan var kynnt endurskoðuð fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir gríðarlegum niðurskurði. Við bjuggumst við að fjárlaganefnd gæti farið að vinna úr þeim tillögum og kallað inn umsagnaraðila og farið að vinna úr þeim. En núna viku seinna, er enn ekkert tilbúið,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Miðflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira