Brotum fjölgað á vinnumarkaði í tengslum við erlenda glæpahópa Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2019 20:15 Enginn hefur verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi og telur aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ það vera vegna lélegrar löggjafar. Brotum hefur fjölgað á vinnumarkaði síðustu ár í tengslum við aukin umsvif erlendra glæpahópa. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem kom út í lok maí segir að skipulögð brotastarfsemi sé ein alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Þar kom fram að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi. Helstu brotaflokkarnir séu fíkniefnasala og innflutningur, smygl á fólki, mansal og vændi, vinnumarkaðsafbrot, peningaþvætti, skattsvik og spilling og svo farandbrotahópar. Halldór Grönvold, aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ, segir niðurstöðu skýrslunnar ekki koma sér á óvart. „Þetta eru hópar sem voru kannski áður fyrst og fremst að einbeita sér að eiturlyfjasölu og vændi hafa núna bætt vinnumansalinu við. Ástæðan er sú að þarna eru miklir fjármunir. Sérstaklega í löndum eins og á Íslandi og hinum norðurlöndunum. Ástæðan er líklega að enn sem komið er eru viðurlögin gangvart þessum brotum allt önnur og vægari heldur en gagnvart hinum brotunum sem ég nefndi. Bara nefna sem dæmi, það hefur enginn verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi,“ segir hann. Í tengslum við gerð kjarasamninga skilgreindi ríkistjórnin 11 aðgerðir sem er ætlað að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Eitt af því er að skoða vinnumansal og hvernig takast eigi á við það. Halldór telur mansal sé algengara en fólk geri sér grein fyrir. „Eðli starfseminnar er þannig að hún er meira og minna neðanjarðar. Þetta er einangruð starfsemi sem er oft erfitt að sjá. Þetta eru oft hópar sem að koma á vegum mafíustarfsemi þarna úti. Þeir eru gjarnan hafðir einangraðir og við sjáum það að þeir eru ekki að fá laun eða önnur starfskjör í neinu samræmi við það sem að hér gildir. Vandinn er hins vegar sá að það er erfitt að sækja þessi mál. Það ræðst meðal annars á því að löggjöfin hér er þannig að skilgreining á mansali er mjög þröng. Opinberir aðilar hafa í raun ekki treyst sér til að fylgja þessum málum eftir áþeim grundvelli,“ segir hann. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Enginn hefur verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi og telur aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ það vera vegna lélegrar löggjafar. Brotum hefur fjölgað á vinnumarkaði síðustu ár í tengslum við aukin umsvif erlendra glæpahópa. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem kom út í lok maí segir að skipulögð brotastarfsemi sé ein alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Þar kom fram að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi. Helstu brotaflokkarnir séu fíkniefnasala og innflutningur, smygl á fólki, mansal og vændi, vinnumarkaðsafbrot, peningaþvætti, skattsvik og spilling og svo farandbrotahópar. Halldór Grönvold, aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ, segir niðurstöðu skýrslunnar ekki koma sér á óvart. „Þetta eru hópar sem voru kannski áður fyrst og fremst að einbeita sér að eiturlyfjasölu og vændi hafa núna bætt vinnumansalinu við. Ástæðan er sú að þarna eru miklir fjármunir. Sérstaklega í löndum eins og á Íslandi og hinum norðurlöndunum. Ástæðan er líklega að enn sem komið er eru viðurlögin gangvart þessum brotum allt önnur og vægari heldur en gagnvart hinum brotunum sem ég nefndi. Bara nefna sem dæmi, það hefur enginn verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi,“ segir hann. Í tengslum við gerð kjarasamninga skilgreindi ríkistjórnin 11 aðgerðir sem er ætlað að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Eitt af því er að skoða vinnumansal og hvernig takast eigi á við það. Halldór telur mansal sé algengara en fólk geri sér grein fyrir. „Eðli starfseminnar er þannig að hún er meira og minna neðanjarðar. Þetta er einangruð starfsemi sem er oft erfitt að sjá. Þetta eru oft hópar sem að koma á vegum mafíustarfsemi þarna úti. Þeir eru gjarnan hafðir einangraðir og við sjáum það að þeir eru ekki að fá laun eða önnur starfskjör í neinu samræmi við það sem að hér gildir. Vandinn er hins vegar sá að það er erfitt að sækja þessi mál. Það ræðst meðal annars á því að löggjöfin hér er þannig að skilgreining á mansali er mjög þröng. Opinberir aðilar hafa í raun ekki treyst sér til að fylgja þessum málum eftir áþeim grundvelli,“ segir hann.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira