Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. júní 2019 06:15 "Til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið,“ spyr Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Hæfisnefnd um skipan í embætti seðlabankastjóra vanrækir að horfa til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Þetta segir Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Í bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem Benedikt dregur til baka umsókn sína um stöðu seðlabankastjóra, segir hann að eitt af stærstu verkefnum nýs seðlabankastjóra verði að undirbúa sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um næstu áramót, og ásamt öðrum breytingum sem boðaðar séu í lagafrumvarpi verði eðlisbreyting á starfinu. „Í ljósi þess að meginverkefni nýs seðlabankastjóra verður að leiða breytingar á þessu mikilvæga sviði kom það mér í opna skjöldu þegar hæfisnefnd um stöðuna tjáði mér í upphafi viðtals að hún myndi aðeins miða sína umsögn við starfið eins og það hefur verið og ekki líta til þeirra breytinga sem boðaðar hafa verið. „Það getur þó verið að Katrín geri það“, sagði formaður nefndarinnar,“ rekur Benedikt í bréfinu. „Í viðtalinu var augljóst að nefndin horfði fyrst og fremst á stöðuna sem embætti eða rannsóknarstöðu en lagði litla áherslu á rekstur eða stjórnsýslu. Hæfisnefndin horfir því ekki til þeirrar stöðu sem ætla má að nýr seðlabankastjóri muni gegna obbann af sínu tímabili. Þetta er í hæsta máta óeðlilegt,“ skrifar Benedikt. „Formaður nefndarinnar boðar í viðtali að önnur viðmið kunni að ríkja hjá þeim sem skipar í stöðuna en nefndinni sem fjallar um hæfið. Því má spyrja til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið?“ spyr Benedikt sem segir að forsætisráðherra hefði verið í lófa lagið að leiðbeina nefndinni um að hún ætti ekki að horfa um öxl heldur fram á við. „Dagsetningin 20. ágúst er ekki heilagri en svo að finna má skammtímalausn til þess að hún valdi því ekki að gerð séu alvarleg stjórnsýslumistök,“ segir í bréfi Benedikts sem vísar þannig til þess að skipa eigi nýja bankastjórann frá 20. ágúst. Þannig segir Benedikt að vinnubrögðin standist alls ekki þá kröfu til stjórnsýslu sem viðhafa þurfi. „Ég vil ekki taka þátt í þeim leik og dreg umsókn mína því til baka. En þó að ég dragi mig til baka breytir það því ekki að þessi vinnubrögð eru ekki sæmandi við stöðuveitingu sem ætti að vanda sérstaklega til.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 22. maí kvörtuðu tveir umsækjendanna vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Þetta voru Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Hæfisnefnd um skipan í embætti seðlabankastjóra vanrækir að horfa til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Þetta segir Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Í bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem Benedikt dregur til baka umsókn sína um stöðu seðlabankastjóra, segir hann að eitt af stærstu verkefnum nýs seðlabankastjóra verði að undirbúa sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um næstu áramót, og ásamt öðrum breytingum sem boðaðar séu í lagafrumvarpi verði eðlisbreyting á starfinu. „Í ljósi þess að meginverkefni nýs seðlabankastjóra verður að leiða breytingar á þessu mikilvæga sviði kom það mér í opna skjöldu þegar hæfisnefnd um stöðuna tjáði mér í upphafi viðtals að hún myndi aðeins miða sína umsögn við starfið eins og það hefur verið og ekki líta til þeirra breytinga sem boðaðar hafa verið. „Það getur þó verið að Katrín geri það“, sagði formaður nefndarinnar,“ rekur Benedikt í bréfinu. „Í viðtalinu var augljóst að nefndin horfði fyrst og fremst á stöðuna sem embætti eða rannsóknarstöðu en lagði litla áherslu á rekstur eða stjórnsýslu. Hæfisnefndin horfir því ekki til þeirrar stöðu sem ætla má að nýr seðlabankastjóri muni gegna obbann af sínu tímabili. Þetta er í hæsta máta óeðlilegt,“ skrifar Benedikt. „Formaður nefndarinnar boðar í viðtali að önnur viðmið kunni að ríkja hjá þeim sem skipar í stöðuna en nefndinni sem fjallar um hæfið. Því má spyrja til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið?“ spyr Benedikt sem segir að forsætisráðherra hefði verið í lófa lagið að leiðbeina nefndinni um að hún ætti ekki að horfa um öxl heldur fram á við. „Dagsetningin 20. ágúst er ekki heilagri en svo að finna má skammtímalausn til þess að hún valdi því ekki að gerð séu alvarleg stjórnsýslumistök,“ segir í bréfi Benedikts sem vísar þannig til þess að skipa eigi nýja bankastjórann frá 20. ágúst. Þannig segir Benedikt að vinnubrögðin standist alls ekki þá kröfu til stjórnsýslu sem viðhafa þurfi. „Ég vil ekki taka þátt í þeim leik og dreg umsókn mína því til baka. En þó að ég dragi mig til baka breytir það því ekki að þessi vinnubrögð eru ekki sæmandi við stöðuveitingu sem ætti að vanda sérstaklega til.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 22. maí kvörtuðu tveir umsækjendanna vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Þetta voru Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira