Tveir milljarðar inn til Kerecis 13. júní 2019 07:00 Unnið að framleiðslu Kerecis. Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. Félagið seldi nýtt hlutafé til núverandi hluthafa og nýrra fyrir um 1.250 milljónir króna. Að auki hefur kröfum verið skuldbreytt í hlutafé að upphæð 750 milljónir króna. Kerecis sem var stofnað 2011 er með höfuðstöðvar og framleiðslu á Ísafirði. Félagið framleiðir afurðir sem byggðar eru á affrumuðu þorskroði sem inniheldur fjölómettaðar fitusýrur. Afurðirnar hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru seldar til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Í samtali við Fréttablaðið segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, að umframeftirspurn hafi verið í útboðinu. Hann segir þetta styrki félagið verulega. „Við ætlum að nota fjármunina til að halda áfram að bæta meðhöndlun sára með áherslu á sjúklinga í Bandaríkjunum,“ segir Guðmundur. „Meðhöndlun á sykursýkisárum með þorskroði er á hraðri leið með að verða almenn á Bandaríkjamarkaði. Það er mikil aukning á sykursýki á heimsvísu og hundruð þúsunda aflimana framkvæmdar þegar sárameðhöndlun heppnast ekki.“ Hjá félaginu eru 80 starfsmenn, þar af tólf á Ísafirði. Guðmundur gerir ráð fyrir að tvöfalda starfsmannafjöldann þar á næstu átján mánuðum við framleiðslu og gæðaeftirlit.Mynd/Kerecis Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. Félagið seldi nýtt hlutafé til núverandi hluthafa og nýrra fyrir um 1.250 milljónir króna. Að auki hefur kröfum verið skuldbreytt í hlutafé að upphæð 750 milljónir króna. Kerecis sem var stofnað 2011 er með höfuðstöðvar og framleiðslu á Ísafirði. Félagið framleiðir afurðir sem byggðar eru á affrumuðu þorskroði sem inniheldur fjölómettaðar fitusýrur. Afurðirnar hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru seldar til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Í samtali við Fréttablaðið segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, að umframeftirspurn hafi verið í útboðinu. Hann segir þetta styrki félagið verulega. „Við ætlum að nota fjármunina til að halda áfram að bæta meðhöndlun sára með áherslu á sjúklinga í Bandaríkjunum,“ segir Guðmundur. „Meðhöndlun á sykursýkisárum með þorskroði er á hraðri leið með að verða almenn á Bandaríkjamarkaði. Það er mikil aukning á sykursýki á heimsvísu og hundruð þúsunda aflimana framkvæmdar þegar sárameðhöndlun heppnast ekki.“ Hjá félaginu eru 80 starfsmenn, þar af tólf á Ísafirði. Guðmundur gerir ráð fyrir að tvöfalda starfsmannafjöldann þar á næstu átján mánuðum við framleiðslu og gæðaeftirlit.Mynd/Kerecis
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur