Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. júní 2019 07:15 Jón Þór Ólafsson er framsögumaður málsins í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Fréttablaðið/Ernir Lögfesta á fimm mánaða hámarks málsmeðferðartíma hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum. Þriðja umræða um frumvarpið er á dagskrá Alþingis í dag. Samkvæmt frumvarpinu er fellt brott skilyrði um að úrskurð skuli kveða upp svo fljótt sem verða má en í stað þess áskilið að úrskurð skuli kveða upp innan 150 daga frá því kæra berst nefndinni. „Okkur yfirsást að frumvarpið geri ráð fyrir því að orðin „svo fljótt sem verða má“ falli brott úr lögunum með því að 150 daga hámarkstíminn komi inn. Það var ekki markmiðið og ég hef óskað eftir því við nefndina að orðin fari aftur inn áður en frumvarpið verður samþykkt,“ segir Jón Þór Ólafsson, framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Langur málsmeðferðartími nefndarinnar hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og hjá stjórnvöldum um árabil og hefur styst nokkuð á síðustu tveimur árum. Meðal afgreiðslutími nefndarinnar á síðasta ári var 212 dagar frá því kæra barst nefndinni. „Eðli máls samkvæmt geta upplýsingar og gögn sem kallað er eftir misst gildi sitt þegar margar vikur líða frá því óskað var eftir þeim. Þá breytir engu hvort liðið hafa 150 dagar eða 200 dagar,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður sem hefur þurft að leita til úrskurðarnefndarinnar við vinnslu frétta. „Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að „æskilegur málsmeðferðartími“ hjá nefndinni séu 90 dagar. Allt yfir það hlýtur þá að teljast óæskilega langur málsmeðferðartími. Þrátt fyrir það vill ríkisstjórnin lögfesta 150 daga sem hámarksmálsmeðferðartíma,“ segir hann. „Ef það væri pólitískur vilji fyrir því að stórefla upplýsingarétt væri auðvitað lögfestur miklu styttri málsmeðferðartími og stöðugildum fjölgað hjá úrskurðarnefndinni til að hún gæti staðið undir því. Hér er ekki verið að gera það heldur í staðinn bara verið að festa í sessi fyrirkomulag þar sem landsmenn þurfa oft að bíða í fleiri mánuði eftir því að fá upplýsingar sem þeir eiga rétt á og varða almannahag.“ Samkvæmt frumvarpinu verður nýju starfi ráðgjafa um upplýsingamál komið á fót. Honum er ætlað að leiðbeina borgurum um framsetningu beiðna um aðgang að gögnum og vera stjórnvöldum og öðrum aðilum til ráðgjafar um meðferð beiðna um aðgang að gögnum og töku ákvörðunar um rétt beiðanda til aðgangs. Hvorki er hins vegar í lögunum né frumvarpinu kveðið sérstaklega á um starfslið fyrir úrskurðarnefndina en hún hefur aldrei haft fastráðinn starfsmann í fullu starfi. Þau svör fengust í forsætisráðuneytinu að auglýst yrði fullt starf ritara fyrir nefndina á næstu misserum. Nokkrir úrskurðir frá 2018 og dagafjöldi frá kæru til úrskurðar Úrskurður um aðgangs blaðamanns að sátt sem Rúv gerði um bætur til einstaklings sem höfðað hafði meiðyrðamál við stofnunina. Í úrskurðinum er vísað til þess að um væri að ræða upplýsingar um ráðstöfun opinbers fjár sem almenningur ætti ríkan rétt til að kynna sér. 193 dagar. Úrskurður um aðgang blaðamanns að upplýsingum um styrktarsamning Sinfoníuhljómsveit Íslands og Gamma Capital Management hf. 161 dagar. Úrskurður sem staðfesti synjun um aðgang að gögnum hjá Samgöngustofu um hergagnaflutninga á tilteknu tímabili. 217 dagar. Úrskurður um aðgang blaðamanns að fundargerðurm kjararáðs. 104 dagar. Úrskurður um um aðgang blaðamanns að minnisblöðum í velferðarráðuneytinu tengdum samskiptum barnaverndarnefnda við Barnaverndarstofu. 184 dagar. Úrskurður um aðgang erlends blaðamanns að trúnaðarbréfi sendiherra Íslands í Palistínu. 155 dagar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Lögfesta á fimm mánaða hámarks málsmeðferðartíma hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum. Þriðja umræða um frumvarpið er á dagskrá Alþingis í dag. Samkvæmt frumvarpinu er fellt brott skilyrði um að úrskurð skuli kveða upp svo fljótt sem verða má en í stað þess áskilið að úrskurð skuli kveða upp innan 150 daga frá því kæra berst nefndinni. „Okkur yfirsást að frumvarpið geri ráð fyrir því að orðin „svo fljótt sem verða má“ falli brott úr lögunum með því að 150 daga hámarkstíminn komi inn. Það var ekki markmiðið og ég hef óskað eftir því við nefndina að orðin fari aftur inn áður en frumvarpið verður samþykkt,“ segir Jón Þór Ólafsson, framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Langur málsmeðferðartími nefndarinnar hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og hjá stjórnvöldum um árabil og hefur styst nokkuð á síðustu tveimur árum. Meðal afgreiðslutími nefndarinnar á síðasta ári var 212 dagar frá því kæra barst nefndinni. „Eðli máls samkvæmt geta upplýsingar og gögn sem kallað er eftir misst gildi sitt þegar margar vikur líða frá því óskað var eftir þeim. Þá breytir engu hvort liðið hafa 150 dagar eða 200 dagar,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður sem hefur þurft að leita til úrskurðarnefndarinnar við vinnslu frétta. „Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að „æskilegur málsmeðferðartími“ hjá nefndinni séu 90 dagar. Allt yfir það hlýtur þá að teljast óæskilega langur málsmeðferðartími. Þrátt fyrir það vill ríkisstjórnin lögfesta 150 daga sem hámarksmálsmeðferðartíma,“ segir hann. „Ef það væri pólitískur vilji fyrir því að stórefla upplýsingarétt væri auðvitað lögfestur miklu styttri málsmeðferðartími og stöðugildum fjölgað hjá úrskurðarnefndinni til að hún gæti staðið undir því. Hér er ekki verið að gera það heldur í staðinn bara verið að festa í sessi fyrirkomulag þar sem landsmenn þurfa oft að bíða í fleiri mánuði eftir því að fá upplýsingar sem þeir eiga rétt á og varða almannahag.“ Samkvæmt frumvarpinu verður nýju starfi ráðgjafa um upplýsingamál komið á fót. Honum er ætlað að leiðbeina borgurum um framsetningu beiðna um aðgang að gögnum og vera stjórnvöldum og öðrum aðilum til ráðgjafar um meðferð beiðna um aðgang að gögnum og töku ákvörðunar um rétt beiðanda til aðgangs. Hvorki er hins vegar í lögunum né frumvarpinu kveðið sérstaklega á um starfslið fyrir úrskurðarnefndina en hún hefur aldrei haft fastráðinn starfsmann í fullu starfi. Þau svör fengust í forsætisráðuneytinu að auglýst yrði fullt starf ritara fyrir nefndina á næstu misserum. Nokkrir úrskurðir frá 2018 og dagafjöldi frá kæru til úrskurðar Úrskurður um aðgangs blaðamanns að sátt sem Rúv gerði um bætur til einstaklings sem höfðað hafði meiðyrðamál við stofnunina. Í úrskurðinum er vísað til þess að um væri að ræða upplýsingar um ráðstöfun opinbers fjár sem almenningur ætti ríkan rétt til að kynna sér. 193 dagar. Úrskurður um aðgang blaðamanns að upplýsingum um styrktarsamning Sinfoníuhljómsveit Íslands og Gamma Capital Management hf. 161 dagar. Úrskurður sem staðfesti synjun um aðgang að gögnum hjá Samgöngustofu um hergagnaflutninga á tilteknu tímabili. 217 dagar. Úrskurður um aðgang blaðamanns að fundargerðurm kjararáðs. 104 dagar. Úrskurður um um aðgang blaðamanns að minnisblöðum í velferðarráðuneytinu tengdum samskiptum barnaverndarnefnda við Barnaverndarstofu. 184 dagar. Úrskurður um aðgang erlends blaðamanns að trúnaðarbréfi sendiherra Íslands í Palistínu. 155 dagar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira