Segir sveitarfélög þurfa að taka skýrt frumkvæði í þjónustu við fatlað fólk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. júní 2019 12:56 Ásmundur Einar segir sveitarfölug þurfi nýja hugsun og breytt vinnulag í málefnum fatlaðs fólks Fréttablaðið/Eyþór Í fréttum Stöðvar 2 í vikunni kom fram að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, fær ekki viðeigandi þjónustu hjá bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu segja hana ekki viðunandi. Þetta kom fram í úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sagði í fréttum okkar að hún væri ekki sammála að almenn óánægja væri með þjónustuna, úttektin væri ráðgefandi en ekki falleinkunn og vísaði gagnrýninni til félagsmálaráðherra sem þyrfti að skýra rammann utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, bendir á að sveitarfélögin ættu að þekkja hina nýju löggjöf. „Ég held það sé í fyrsta lagi mikilvægt að hafa það hugfast að ný lög sem samþykkt voru um bætta þjónustu við fatlað fólk höfðu verið lengi í vinnslu og sveitarfélögin komu að þeirri vinnu. Þau kveða á um breytta hugsun hjá sveitarfélögunum og frumkvæði sveitarfélaga þarf að verða meira.“ Ásmundur Einar segir mikilvægt að sveitarfélög komi af krafti inn í nýja löggjöf og fylgi henni eins og Alþingi samþykkti hana. Úttektin sé góð áminning en ekki áfellisdómur, þar sé hann sammála bæjarstjóra Hveragerðisbæjar. Hann hafi skilning á því að það taki tíma að innleiða breytta hugsun og ráðuneytið hafi leitast eftir góðu samstarfi við sveitarfélögin. „Það er samt sem áður mikilvægt að sveitarfélögin skynji það að það er breytt lagaumgjörð og þau þurfa að breyta sínu verklagi og sinni hugsun þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Jafnréttismál Tengdar fréttir Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. 24. júní 2019 18:45 Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. 25. júní 2019 20:30 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í vikunni kom fram að nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, fær ekki viðeigandi þjónustu hjá bæjarfélaginu og sex af þeim tólf sem fá þjónustu segja hana ekki viðunandi. Þetta kom fram í úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. Formaður Öryrkjabandalagsins telur skýrsluna gefa Hveragerði falleinkunn. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sagði í fréttum okkar að hún væri ekki sammála að almenn óánægja væri með þjónustuna, úttektin væri ráðgefandi en ekki falleinkunn og vísaði gagnrýninni til félagsmálaráðherra sem þyrfti að skýra rammann utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, bendir á að sveitarfélögin ættu að þekkja hina nýju löggjöf. „Ég held það sé í fyrsta lagi mikilvægt að hafa það hugfast að ný lög sem samþykkt voru um bætta þjónustu við fatlað fólk höfðu verið lengi í vinnslu og sveitarfélögin komu að þeirri vinnu. Þau kveða á um breytta hugsun hjá sveitarfélögunum og frumkvæði sveitarfélaga þarf að verða meira.“ Ásmundur Einar segir mikilvægt að sveitarfélög komi af krafti inn í nýja löggjöf og fylgi henni eins og Alþingi samþykkti hana. Úttektin sé góð áminning en ekki áfellisdómur, þar sé hann sammála bæjarstjóra Hveragerðisbæjar. Hann hafi skilning á því að það taki tíma að innleiða breytta hugsun og ráðuneytið hafi leitast eftir góðu samstarfi við sveitarfélögin. „Það er samt sem áður mikilvægt að sveitarfélögin skynji það að það er breytt lagaumgjörð og þau þurfa að breyta sínu verklagi og sinni hugsun þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Félagsmál Heilbrigðismál Hveragerði Jafnréttismál Tengdar fréttir Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. 24. júní 2019 18:45 Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. 25. júní 2019 20:30 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Hveragerðisbær sagður brjóta á rétti fatlaðra Nærri helmingur fatlaðra barna og ungmenna, sem býr í heimahúsum í Hveragerði, nýtur ekki aðstoðar í bæjarfélaginu. Þjónustan er ekki í samræmi við ný lög samkvæmt úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar. 24. júní 2019 18:45
Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg. 25. júní 2019 20:30