Helgafell selur allan eignarhlut sinn í Festi Hörður Ægisson skrifar 26. júní 2019 09:00 Festi er meðal annars eigandi að olíufélaginu N1. Fréttablaðið/Anton Fjárfestingafélagið Helgafell, sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, Ara Fenger og Kristínar Vermundsdóttir, hefur selt allan eignarhlut sinn í Festi, móðurfélagi N1, Krónunnar og Elko, en félagið var í byrjun síðasta mánaðar á meðal stærstu hluthafa með tveggja prósenta hlut. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Festar var sá eignarhlutur metinn á um 840 milljónir króna. Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fjárfesti og stjórnarformanni fjárfestingafélagsins Stoða, en hann er jafnframt eiginmaður Bjargar, er ekki lengur að finna á nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Festar. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur félagið á síðustu vikum losað um öll bréf sín í smásölurisanum. Um leið hafa sjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags Arion banka, aukið hlut sinn í Festi um nærri þrjú prósent og eiga núna samtals 14,2 prósenta hlut í fyrirtækinu. Helgafell kom fyrst inn í hluthafahóp N1 á árinu 2013 og var um langt skeið umsvifamesti einkafjárfestirinn í hluthafahópi félagsins með um 4,2 prósenta hlut en í ársbyrjun 2017 minnkaði félagið hlut sinn niður í 2,6 prósent. Þá sat Jón í stjórn olíufélagsins frá 2014 en lét af stjórnarstörfum í fyrra í kjölfar þess að ný stjórn sameinaðs félags N1 og Festar, sem þá átti og rak meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, var kjörin. Sala Helgafells í Festi kemur á sama tíma og fjárfestingafélagið Stoðir, þar sem Helgafell er á meðal stærstu hluthafa, stóð að fjárfestingum í Arion banka og Símanum fyrir samtals um níu milljarða og um miðjan síðasta mánuð lögðu hluthafar Stoða félaginu eins til um 3,7 milljarða í nýtt hlutafé. Eigið fé Helgafells nam um 5,7 milljörðum króna í árslok 2017. Þá er fjárfestingafélagið Helgafell auk þess einn eigenda Dælunnar ehf., sem rekur fimm eldsneytisstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, en Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og viðskiptafélagi Jóns, keypti stöðvarnar ásamt vörumerkinu af N1 á liðnu ári. Í síðasta mánuði afhenti Einir ehf., félag í eigu Einars Arnar, Dæluna inn í fjárfestingafélagið Barone en hluthafar þess eru, ásamt Einari, meðal annars félögin Helgafell og Fiskisund. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna yfirfærslu hlutafjár Dælunnar til Barone er nefnt að Helgafell eigi tveggja prósenta hlut í Festi, keppinaut Dælunnar í sölu á eldsneyti, en eftirlitið sagði þau eignatengsl „óveruleg“ og því ekki forsendur til að grípa til íhlutunar vegna þeirra. Auk Helgafells hafa sjóðir á vegum bandarísku sjóðastýringarfélaganna Wellington Management og Eaton Vance haldið áfram að minnka verulega hlut sinn í Festi og eru þeir ekki lengur á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins sem eiga 1,2 prósent eða meira í smásölurisanum. Þannig áttu sjóðir Eaton samanlagt 2,3 prósenta hlut þann 5. maí síðastliðinn á meðan eignarhlutur Wellington var um 1,9 prósent. Á síðustu mánuðum hafa sjóðastýringarfélögin, sem hafa verið stórir hluthafar í Festi (þar áður N1) um nokkurra ára skeið, selt stóran meirihluta bréfa sinna í félaginu en í ársbyrjun 2019 var hlutur Wellington 3,7 prósent en sjóðir Eaton Vance fóru þá með samanlagt 3,3 prósenta hlut. Heildarvelta Festar samstæðunnar á árinu 2018 nam tæplega 59 milljörðum króna og hagnaður félagsins um 2.060 milljónum króna. Hlutabréfaverð Festar hefur hækkað um tíu prósent frá áramótum og stóð gengi bréfa félagsins í 127 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Markaðsvirði fyrirtækisins er um 42 milljarðar króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Fjárfestingafélagið Helgafell, sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, Ara Fenger og Kristínar Vermundsdóttir, hefur selt allan eignarhlut sinn í Festi, móðurfélagi N1, Krónunnar og Elko, en félagið var í byrjun síðasta mánaðar á meðal stærstu hluthafa með tveggja prósenta hlut. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Festar var sá eignarhlutur metinn á um 840 milljónir króna. Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, fjárfesti og stjórnarformanni fjárfestingafélagsins Stoða, en hann er jafnframt eiginmaður Bjargar, er ekki lengur að finna á nýjum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Festar. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur félagið á síðustu vikum losað um öll bréf sín í smásölurisanum. Um leið hafa sjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags Arion banka, aukið hlut sinn í Festi um nærri þrjú prósent og eiga núna samtals 14,2 prósenta hlut í fyrirtækinu. Helgafell kom fyrst inn í hluthafahóp N1 á árinu 2013 og var um langt skeið umsvifamesti einkafjárfestirinn í hluthafahópi félagsins með um 4,2 prósenta hlut en í ársbyrjun 2017 minnkaði félagið hlut sinn niður í 2,6 prósent. Þá sat Jón í stjórn olíufélagsins frá 2014 en lét af stjórnarstörfum í fyrra í kjölfar þess að ný stjórn sameinaðs félags N1 og Festar, sem þá átti og rak meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko, var kjörin. Sala Helgafells í Festi kemur á sama tíma og fjárfestingafélagið Stoðir, þar sem Helgafell er á meðal stærstu hluthafa, stóð að fjárfestingum í Arion banka og Símanum fyrir samtals um níu milljarða og um miðjan síðasta mánuð lögðu hluthafar Stoða félaginu eins til um 3,7 milljarða í nýtt hlutafé. Eigið fé Helgafells nam um 5,7 milljörðum króna í árslok 2017. Þá er fjárfestingafélagið Helgafell auk þess einn eigenda Dælunnar ehf., sem rekur fimm eldsneytisstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, en Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og viðskiptafélagi Jóns, keypti stöðvarnar ásamt vörumerkinu af N1 á liðnu ári. Í síðasta mánuði afhenti Einir ehf., félag í eigu Einars Arnar, Dæluna inn í fjárfestingafélagið Barone en hluthafar þess eru, ásamt Einari, meðal annars félögin Helgafell og Fiskisund. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna yfirfærslu hlutafjár Dælunnar til Barone er nefnt að Helgafell eigi tveggja prósenta hlut í Festi, keppinaut Dælunnar í sölu á eldsneyti, en eftirlitið sagði þau eignatengsl „óveruleg“ og því ekki forsendur til að grípa til íhlutunar vegna þeirra. Auk Helgafells hafa sjóðir á vegum bandarísku sjóðastýringarfélaganna Wellington Management og Eaton Vance haldið áfram að minnka verulega hlut sinn í Festi og eru þeir ekki lengur á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins sem eiga 1,2 prósent eða meira í smásölurisanum. Þannig áttu sjóðir Eaton samanlagt 2,3 prósenta hlut þann 5. maí síðastliðinn á meðan eignarhlutur Wellington var um 1,9 prósent. Á síðustu mánuðum hafa sjóðastýringarfélögin, sem hafa verið stórir hluthafar í Festi (þar áður N1) um nokkurra ára skeið, selt stóran meirihluta bréfa sinna í félaginu en í ársbyrjun 2019 var hlutur Wellington 3,7 prósent en sjóðir Eaton Vance fóru þá með samanlagt 3,3 prósenta hlut. Heildarvelta Festar samstæðunnar á árinu 2018 nam tæplega 59 milljörðum króna og hagnaður félagsins um 2.060 milljónum króna. Hlutabréfaverð Festar hefur hækkað um tíu prósent frá áramótum og stóð gengi bréfa félagsins í 127 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Markaðsvirði fyrirtækisins er um 42 milljarðar króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira