RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. júní 2019 06:30 Jón Ársæll Þórðarson. Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður konunnar, staðfestir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að málið tengist sjónvarpsþættinum. Hins vegar ríkir leynd yfir því um hvað málið snýst og hvaða kröfu konan gerir í málinu. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá sig um málið og vísuðu á lögmann konunnar. Ólafur Valur vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Í umræddum þætti Paradísarheimtar ræddi Jón Ársæll við konuna sem þá var þrítug og afplánaði dóm á Sogni. Gerði hún upp erfið uppvaxtarár sín og baráttu við fíkn. Um þáttinn var fjallað í netmiðlum eftir að hann var sýndur og vakti hann nokkra athygli líkt og fleiri þættir í þáttaröð Jóns Ársæls. Það var engin lognmolla í kringum sýningu þáttanna síðastliðinn vetur enda efnistökin oft viðkvæm og vandmeðfarin. Hafa meðal annars einstaklingar sem birtust í þáttunum í misjöfnu ástandi kvartað opinberlega undan því. Þá komust þættirnir einnig í fréttir í janúar síðastliðnum þegar greint var frá því að RÚV hefði ákveðið að fresta sýningu eins þáttar, þar sem rætt var við yfirlýstan íslenskan nasista. Ástæðan var að sýningardagur þáttarins lenti fyrir tilviljun á alþjóðlegum minningardegi um helförina. Mál konunnar gegn Jóni Ársæli og Ríkisútvarpinu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður konunnar, staðfestir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að málið tengist sjónvarpsþættinum. Hins vegar ríkir leynd yfir því um hvað málið snýst og hvaða kröfu konan gerir í málinu. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins vildu ekki tjá sig um málið og vísuðu á lögmann konunnar. Ólafur Valur vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Í umræddum þætti Paradísarheimtar ræddi Jón Ársæll við konuna sem þá var þrítug og afplánaði dóm á Sogni. Gerði hún upp erfið uppvaxtarár sín og baráttu við fíkn. Um þáttinn var fjallað í netmiðlum eftir að hann var sýndur og vakti hann nokkra athygli líkt og fleiri þættir í þáttaröð Jóns Ársæls. Það var engin lognmolla í kringum sýningu þáttanna síðastliðinn vetur enda efnistökin oft viðkvæm og vandmeðfarin. Hafa meðal annars einstaklingar sem birtust í þáttunum í misjöfnu ástandi kvartað opinberlega undan því. Þá komust þættirnir einnig í fréttir í janúar síðastliðnum þegar greint var frá því að RÚV hefði ákveðið að fresta sýningu eins þáttar, þar sem rætt var við yfirlýstan íslenskan nasista. Ástæðan var að sýningardagur þáttarins lenti fyrir tilviljun á alþjóðlegum minningardegi um helförina. Mál konunnar gegn Jóni Ársæli og Ríkisútvarpinu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57 Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. 2. febrúar 2019 20:57
Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00