Hjálmanotkun dregur verulega úr líkum á alvarlegum heilaskaða Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. júní 2019 22:13 Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið. Hjálmanotkun dregur úr líkum á alvarlegum heilaskaða um tæplega sjötíu prósent samkvæmt nýlegri samantektarrannsókn sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna. Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið. Í vor var lögð fram breytingartillaga við 79. grein frumvarps til umferðarlaga og lagt til að framlengja hjálmaskyldu úr fimmtán ára til átján ára aldurs. Tillagan sætti mikillar gagnrýni og náði ekki í gegn þegar ný umferðarlög voru samþykkt 11. júní síðastliðinn. Sérfræðingur í bráðalækningum benti á að áhrif hjálma væru minni en fólk telur almennt. Landssamtök hjólreiðamanna óttast að hjálmaskylda dragi úr hjólreiðum. Taugasálfræðingur á Reykjalundi bendir fólki á að líta til nýrra rannsókna sem leiða í ljós að hjálmanotkun skipti máli. Þó þurfi auðvitað að horfa til allra þátta þegar kemur að hjólreiðum. „Skoða bara hvað við getum gert, til dæmis með hjólreiðastígum og annað slíkt til þess að minnka líkurnar á slysum. Þá getum við horft til landa eins og til dæmis Danmerkur og Hollands sem hafa gert hlutina mjög vel. Lendi fólk í slysi, þá sýna rannsóknir fram á að líkurnar á alvarlegum afleiðingum eins og alvarlegum heilaskaða minnka allverulega, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur.Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Hún bendir á svipaða umræður þegar festa átti í lög notkun sætisbelta. „Þegar það var fyrst sett í lög fannst mörgum það alveg út í hött og fáránlegt. Núna þykir það ekkert tiltökumál og alveg sjálfsagt. Það er enginn að draga í efa gagnsemi og nytsemi þess að nota bílbelti,“ segir Ella. Skynsamlegt sé að breyta viðhorfum varðandi hjálmanotkun. „Til dæmis í þessari stóru samantektarrannsókn, sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna, sýndi að líkurnar á alvarlegum heilaskaða minnkuðu um 69%. Það er eiginlega ekki hægt að líta fram hjá svona upplýsingum. Það er enginn að það komi algjörlega í veg fyrir heilaskaða. Það hlýtur að vera einhvers virði ef við getum minnkað líkurnar á alvarlegum afleiðingum, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Sjá má fréttina í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Samgöngunefnd afturkallar tillögu um hjálmaskyldu til átján ára Tillagan hafði sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Landsamtökum hjólreiðamanna og sérfræðingi í bráðalækningum. 6. júní 2019 18:20 Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Hjálmanotkun dregur úr líkum á alvarlegum heilaskaða um tæplega sjötíu prósent samkvæmt nýlegri samantektarrannsókn sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna. Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið. Í vor var lögð fram breytingartillaga við 79. grein frumvarps til umferðarlaga og lagt til að framlengja hjálmaskyldu úr fimmtán ára til átján ára aldurs. Tillagan sætti mikillar gagnrýni og náði ekki í gegn þegar ný umferðarlög voru samþykkt 11. júní síðastliðinn. Sérfræðingur í bráðalækningum benti á að áhrif hjálma væru minni en fólk telur almennt. Landssamtök hjólreiðamanna óttast að hjálmaskylda dragi úr hjólreiðum. Taugasálfræðingur á Reykjalundi bendir fólki á að líta til nýrra rannsókna sem leiða í ljós að hjálmanotkun skipti máli. Þó þurfi auðvitað að horfa til allra þátta þegar kemur að hjólreiðum. „Skoða bara hvað við getum gert, til dæmis með hjólreiðastígum og annað slíkt til þess að minnka líkurnar á slysum. Þá getum við horft til landa eins og til dæmis Danmerkur og Hollands sem hafa gert hlutina mjög vel. Lendi fólk í slysi, þá sýna rannsóknir fram á að líkurnar á alvarlegum afleiðingum eins og alvarlegum heilaskaða minnka allverulega, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur.Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Hún bendir á svipaða umræður þegar festa átti í lög notkun sætisbelta. „Þegar það var fyrst sett í lög fannst mörgum það alveg út í hött og fáránlegt. Núna þykir það ekkert tiltökumál og alveg sjálfsagt. Það er enginn að draga í efa gagnsemi og nytsemi þess að nota bílbelti,“ segir Ella. Skynsamlegt sé að breyta viðhorfum varðandi hjálmanotkun. „Til dæmis í þessari stóru samantektarrannsókn, sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna, sýndi að líkurnar á alvarlegum heilaskaða minnkuðu um 69%. Það er eiginlega ekki hægt að líta fram hjá svona upplýsingum. Það er enginn að það komi algjörlega í veg fyrir heilaskaða. Það hlýtur að vera einhvers virði ef við getum minnkað líkurnar á alvarlegum afleiðingum, segir Ella Björg Teague, taugasálfræðingur á Reykjalundi.Sjá má fréttina í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Samgöngunefnd afturkallar tillögu um hjálmaskyldu til átján ára Tillagan hafði sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Landsamtökum hjólreiðamanna og sérfræðingi í bráðalækningum. 6. júní 2019 18:20 Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Samgöngunefnd afturkallar tillögu um hjálmaskyldu til átján ára Tillagan hafði sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Landsamtökum hjólreiðamanna og sérfræðingi í bráðalækningum. 6. júní 2019 18:20
Bráðalæknir segir eðlilegra að skylda ökumenn til hjálmanotkunar frekar en hjólreiðamenn Hjalti Már Björnsson, kennslustjóri og sérfræðingur í bráðalækningum á Landspítalanum, segir áhrif hjálma við að koma í veg fyrir höfuðáverka vera minniháttar og í raun mun minni en fólk heldur. 6. júní 2019 09:00