WOW-hjólin keypt úr þrotabúinu og viðræður um nýja hjólaleigu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júní 2019 13:40 Reykjavíkurborg er að verða hjólaborg að sögn ráðgjafa um vistvænar samgöngur. Hann segir borgina vilja ýta undir þróunina. Ferðavenjur í Reykjavík eru ört að breytast að sögn ráðgjafa um vistvæna ferðamáta. Hann spáir því að rafdrifnum hjólum fjölgi um allt að helming á götum landsins á árinu miðað við innflutningstölur. Deilihjólin hafa verið keypt úr þrotabúi WOW air og til stendur að flytja inn rafdrifin deilihlaupahjól á næstunni. Hann segir borgina taka vel á móti þeim sem vilja stofna þjónustur sem þessar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa deilihjólin sem WOW air rak í Reykjavíkurborg verið keypt út úr þrotabúi félagsins. Þau verða rekin undir merkjum nýs félags og mun Reykjavíkurborg funda með kaupandanum á næstunni um fyrirkomulagið. Jökull Sólberg Auðunsson, sem hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi fyrir Reykjavíkurborg varðandi deiliþjónustur, telur að gera megi breytingar á fyrirkomulaginu eigi þau að njóta meiri vinsælda. „Það sem hefði mátt gera betur þar var að passa stöðvarnar sem hjólin voru í. Þær voru annað hvort fullar af hjólum þannig að það var ekki hægt að skila hjólum, eða tómar þannig að það var ekki hægt að fá hjól," segir Jökull. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að félagið Hopp ætli að flytja inn rafdrifin hlaupahjól í sumar sem eiga að vera til útleigu í Reykjavík. Hjólin verða leigð í gegnum app og geta notendur leigt þau og skilað þeim þar sem hentar. Eitt hundrað hjól verða flutt inn til þess að byrja með. Jökull segir ferðavenjur í Reykjavík vera að breytast ört. „Það er að koma hjólamenning í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum og við erum alveg komin upp úr botnflokknum og í nýjan flokk hvað það varðar. Það mætti alveg segja að Reykjavík sé orðin hjólaborg. Svo er sumarið orðið gott og hlýtt þannig það eru margir þættir að spila saman," segir hann. OUTCUE:að spila saman.Jökull Sólberg Auðunsson.FBL/antonHann gerir ráð fyrir mikilli aukningu í notkun rafdrifinna hjóla á næstunni. Þau séu að mörgu leyti þægilegri í daglegri notkun. „Það eru sömu kostir og varðandi hjólin með útiveru til dæmis en ekki sömu ókostir. Þarna eiga ekki við áhyggjur af brekkunum, erfiðleikum með að hjóla á móti vindi. Þetta er ekki of mikið púl og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að mæta sveitt í vinnuna," segir hann. „Núna lítur þetta út fyrir að vera að minnsta kosti út fyrir að vera 36% vöxtur á þessu ári en tölurnar frá tollinum sem skipa máli koma á næstu mánuðum. Það eru þessir stóru sumarmánuðir og ég er bara mjög spenntur að fylgjast með þeim tölum. Ég býst við ennþá meiri vexti og við náum örugglega 40 til 50% vexti á þessu ári," segir Jökull. Borgin vilji úta undir þróunina. „Reykjavíkurborg kemur til með að taka því fagnandi ef það eru fleiri aðilar sem vilja fara í rekstur með svona leigu. Það verður örugglega frekari kynning á því á næstu vikum," segir Jökull. Reykjavík WOW Air Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Ferðavenjur í Reykjavík eru ört að breytast að sögn ráðgjafa um vistvæna ferðamáta. Hann spáir því að rafdrifnum hjólum fjölgi um allt að helming á götum landsins á árinu miðað við innflutningstölur. Deilihjólin hafa verið keypt úr þrotabúi WOW air og til stendur að flytja inn rafdrifin deilihlaupahjól á næstunni. Hann segir borgina taka vel á móti þeim sem vilja stofna þjónustur sem þessar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa deilihjólin sem WOW air rak í Reykjavíkurborg verið keypt út úr þrotabúi félagsins. Þau verða rekin undir merkjum nýs félags og mun Reykjavíkurborg funda með kaupandanum á næstunni um fyrirkomulagið. Jökull Sólberg Auðunsson, sem hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi fyrir Reykjavíkurborg varðandi deiliþjónustur, telur að gera megi breytingar á fyrirkomulaginu eigi þau að njóta meiri vinsælda. „Það sem hefði mátt gera betur þar var að passa stöðvarnar sem hjólin voru í. Þær voru annað hvort fullar af hjólum þannig að það var ekki hægt að skila hjólum, eða tómar þannig að það var ekki hægt að fá hjól," segir Jökull. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að félagið Hopp ætli að flytja inn rafdrifin hlaupahjól í sumar sem eiga að vera til útleigu í Reykjavík. Hjólin verða leigð í gegnum app og geta notendur leigt þau og skilað þeim þar sem hentar. Eitt hundrað hjól verða flutt inn til þess að byrja með. Jökull segir ferðavenjur í Reykjavík vera að breytast ört. „Það er að koma hjólamenning í Reykjavík og í fleiri sveitarfélögum og við erum alveg komin upp úr botnflokknum og í nýjan flokk hvað það varðar. Það mætti alveg segja að Reykjavík sé orðin hjólaborg. Svo er sumarið orðið gott og hlýtt þannig það eru margir þættir að spila saman," segir hann. OUTCUE:að spila saman.Jökull Sólberg Auðunsson.FBL/antonHann gerir ráð fyrir mikilli aukningu í notkun rafdrifinna hjóla á næstunni. Þau séu að mörgu leyti þægilegri í daglegri notkun. „Það eru sömu kostir og varðandi hjólin með útiveru til dæmis en ekki sömu ókostir. Þarna eiga ekki við áhyggjur af brekkunum, erfiðleikum með að hjóla á móti vindi. Þetta er ekki of mikið púl og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að mæta sveitt í vinnuna," segir hann. „Núna lítur þetta út fyrir að vera að minnsta kosti út fyrir að vera 36% vöxtur á þessu ári en tölurnar frá tollinum sem skipa máli koma á næstu mánuðum. Það eru þessir stóru sumarmánuðir og ég er bara mjög spenntur að fylgjast með þeim tölum. Ég býst við ennþá meiri vexti og við náum örugglega 40 til 50% vexti á þessu ári," segir Jökull. Borgin vilji úta undir þróunina. „Reykjavíkurborg kemur til með að taka því fagnandi ef það eru fleiri aðilar sem vilja fara í rekstur með svona leigu. Það verður örugglega frekari kynning á því á næstu vikum," segir Jökull.
Reykjavík WOW Air Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira