Íslendingar jákvæðir í garð Evrópusambandsins 22. júní 2019 08:00 40,7 prósent segjast vera jákvæð gagnvart ESB Vísir/EPA Fyrirtækið Maskína hefur gert viðamikla könnun fyrir utanríkisráðuneytið um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Miðað við könnunina eru Íslendingar tiltölulega jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þannig segjast 40,7 prósent vera jákvæð gagnvart ESB og 27,5 prósent vera neikvæð gagnvart sambandinu. Hins vegar segjast aðeins 31,6 prósent hlynnt inngöngu Íslands í ESB, 25,4 prósent segjast í meðallagi hlynnt inngöngu og 43,0 prósent segjast andvíg.Nokkur munur er á afstöðu eftir kynjum og búsetu. Til dæmis segjast 40,8 prósent þeirra sem búa í Reykjavík hlynnt inngöngu en 11,9 prósent á Austurlandi hafa sömu afstöðu og þar segjast 61,4 prósent andvíg inngöngu í ESB á móti 31,6 prósentum í Reykjavík.Úr könnun Maskínu fyrir Utanríkisráðuneytið. Grafík/FréttablaðiðMikill munur er á afstöðu eftir því hvað stjórnmálaflokk þátttakendur segjast mundu kjósa ef kosið yrði til Alþingis nú. Langminnstur stuðningur við inngöngu Íslands í ESB er meðal Framsóknarmann. Enginn þeirra kveðst styðja inngöngu Íslands í ESB og 84,3 prósent segjast andvíg inngöngu. Af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 14,0 prósent jákvæð gagnvart inngöngu og 74,4 prósent eru andvíg. Jákvæðastir gagnvart inngöngu í ESB eru fylgismenn Viðreisnar, 76,5 prósent, og stuðningsmenn Samfylkingar þar sem 73,3 prósent segjast hlynnt inngöngu. Þegar spurt er hversu jákvætt fólk sé gagnvart aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagshagssvæðið (EES) eru það fylgismenn Viðreisnar sem mælast jákvæðastir, 87,7 prósent þeirra segjast jákvæð gagnvart aðildinni. Nefna má að af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 43 prósent jákvæð og 32 prósent neikvæð gagnvart aðild landsins að EES. Þess má geta að samkvæmt könnuninni eru Íslendingar gríðarlega jákvæðir gagnvart því að Ísland taki virkan þátt í norrænu samstarfi. Þannig segjast 92 prósent jákvæð og 7,6 prósent í meðallagi jákvæð gagnvart því samstarfi en aðeins 0,4 prósent svarenda segjast neikvæð.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Fyrirtækið Maskína hefur gert viðamikla könnun fyrir utanríkisráðuneytið um viðhorf Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Miðað við könnunina eru Íslendingar tiltölulega jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þannig segjast 40,7 prósent vera jákvæð gagnvart ESB og 27,5 prósent vera neikvæð gagnvart sambandinu. Hins vegar segjast aðeins 31,6 prósent hlynnt inngöngu Íslands í ESB, 25,4 prósent segjast í meðallagi hlynnt inngöngu og 43,0 prósent segjast andvíg.Nokkur munur er á afstöðu eftir kynjum og búsetu. Til dæmis segjast 40,8 prósent þeirra sem búa í Reykjavík hlynnt inngöngu en 11,9 prósent á Austurlandi hafa sömu afstöðu og þar segjast 61,4 prósent andvíg inngöngu í ESB á móti 31,6 prósentum í Reykjavík.Úr könnun Maskínu fyrir Utanríkisráðuneytið. Grafík/FréttablaðiðMikill munur er á afstöðu eftir því hvað stjórnmálaflokk þátttakendur segjast mundu kjósa ef kosið yrði til Alþingis nú. Langminnstur stuðningur við inngöngu Íslands í ESB er meðal Framsóknarmann. Enginn þeirra kveðst styðja inngöngu Íslands í ESB og 84,3 prósent segjast andvíg inngöngu. Af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 14,0 prósent jákvæð gagnvart inngöngu og 74,4 prósent eru andvíg. Jákvæðastir gagnvart inngöngu í ESB eru fylgismenn Viðreisnar, 76,5 prósent, og stuðningsmenn Samfylkingar þar sem 73,3 prósent segjast hlynnt inngöngu. Þegar spurt er hversu jákvætt fólk sé gagnvart aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagshagssvæðið (EES) eru það fylgismenn Viðreisnar sem mælast jákvæðastir, 87,7 prósent þeirra segjast jákvæð gagnvart aðildinni. Nefna má að af þeim sem kjósa Miðflokkinn segjast 43 prósent jákvæð og 32 prósent neikvæð gagnvart aðild landsins að EES. Þess má geta að samkvæmt könnuninni eru Íslendingar gríðarlega jákvæðir gagnvart því að Ísland taki virkan þátt í norrænu samstarfi. Þannig segjast 92 prósent jákvæð og 7,6 prósent í meðallagi jákvæð gagnvart því samstarfi en aðeins 0,4 prósent svarenda segjast neikvæð.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira