Skrípaleikur Hörður Ægisson skrifar 21. júní 2019 07:00 Þætti einhverjum eðlilegt að forstjóri eftirlitsskylds félags á fjármálamarkaði færi fyrir nefnd sem ákvarðaði hæfi umsækjenda um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins? Vitaskuld ekki. Hagsmunaáreksturinn væri augljós. Það er hins vegar efnislega sú staða sem nú er uppi við val á næsta seðlabankastjóra. Frá og með næstu áramótum, þegar sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins gengur í garð, verður hann æðsti yfirmaður með eftirlitsstarfsemi allra fjármálafyrirtækja landsins. Forsætisráðuneytinu, sem bárust kvartanir vegna hæfi Sigríðar Benediktsdóttur, formanns hæfisnefndar sem metur hæfi umsækjenda um embætti seðlabankastjóra á sama tíma og hún situr í bankaráði Landsbankans, þótti ekki ástæða til að gera athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Þessi skipan mála er skandall, einn af mörgum frá því að ráðningarferlið hófst, og hefur rýrt stórkostlega trúverðugleika nefndarinnar. Þetta hefur verið klúður frá upphafi. Tímasetningin var óheppileg þegar embættið var auglýst laust til umsóknar í febrúar en þá hafði verið boðað frumvarp um að fjölga bankastjórum í fjóra – einn seðlabankastjóra og þrjá varaseðlabankastjóra – og að færa Seðlabankann og FME undir einn hatt. Nú er það orðið að lögum. Við mat á hæfi umsækjenda kaus nefndin hins vegar, en samkvæmt drögum að umsögn hennar metur hún fjóra mjög vel hæfa til að gegna starfi seðlabankastjóra, að taka í engu tillit til þeirra veigamiklu breytinga sem verða á embættinu með sameiningu bankans og FME. Sú nálgun tekur engu tali. Ein stærsta áskorun næsta seðlabankastjóra, sem mun krefjast mikilla stjórnunarhæfileika, verður að leiða það verkefni farsællega til lykta. Ekki er nóg að líta til hvaða embætta umsækjendur hafa gegnt – slíkt er enginn sjálfkrafa mælikvarði á hvort viðkomandi sé góður stjórnandi – heldur einnig þess árangurs sem þeir hafa náð í þeim störfum. Sú staðreynd að nefndin miðar umsögn sína við starfið í fortíð en ekki framtíð er því slíkur ágalli á hæfismatinu að forsætisráðherra, sem fer með skipunarvaldið, er ekki stætt á að reisa ákvörðun sína með það eitt til hliðsjónar. Umsögn nefndarinnar ber þess merki að niðurstaðan hafi verið gefin fyrirfram. Sett eru ný skilyrði, umfram það sem kveðið er á um í lögum og var ekki að finna í umsögnum fyrri hæfisnefnda frá 2014 og 2018, og rökstuðningur nefndarinnar, þegar honum er fyrir að fara, er í senn fátæklegur og handahófskenndur. Stjórnarformennska í nefnd opinberrar stofnunar, svo dæmi sé tekið, er tekin fram yfir framkvæmdastjórastöðu í stóru fjármálafyrirtæki við mat á stjórnunarhæfileikum. Þessi vinnubrögð, sem eru skrípaleikur, eru ekki boðleg. Þá bendir flest til að nefndin hafi ekki uppfyllt rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins og augljóst virðist að ekki hafi farið fram heildstætt mat á umsækjendum eins og ætla má að krafa sé gerð um. Hvað er til ráða? Sjái hæfisnefndin ekki að sér, sem er ekki við að búast, þá verða stjórnvöld að grípa í taumana. Sama hvaða skoðun menn kunna að hafa á því hver eigi að setjast í stól seðlabankastjóra þá er einsýnt að forystumenn ríkisstjórnarinnar, hafi þeir á annað borð áhuga á að vanda til verka í þessu stóra máli, geta að óbreyttu ekki gert neitt með marklausar niðurstöður nefndarinnar. Til að leysa hnútinn þarf forsætisráðherra þess vegna að ráðast í sjálfstæða rannsókn á hæfi umsækjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Seðlabankinn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Þætti einhverjum eðlilegt að forstjóri eftirlitsskylds félags á fjármálamarkaði færi fyrir nefnd sem ákvarðaði hæfi umsækjenda um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins? Vitaskuld ekki. Hagsmunaáreksturinn væri augljós. Það er hins vegar efnislega sú staða sem nú er uppi við val á næsta seðlabankastjóra. Frá og með næstu áramótum, þegar sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins gengur í garð, verður hann æðsti yfirmaður með eftirlitsstarfsemi allra fjármálafyrirtækja landsins. Forsætisráðuneytinu, sem bárust kvartanir vegna hæfi Sigríðar Benediktsdóttur, formanns hæfisnefndar sem metur hæfi umsækjenda um embætti seðlabankastjóra á sama tíma og hún situr í bankaráði Landsbankans, þótti ekki ástæða til að gera athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Þessi skipan mála er skandall, einn af mörgum frá því að ráðningarferlið hófst, og hefur rýrt stórkostlega trúverðugleika nefndarinnar. Þetta hefur verið klúður frá upphafi. Tímasetningin var óheppileg þegar embættið var auglýst laust til umsóknar í febrúar en þá hafði verið boðað frumvarp um að fjölga bankastjórum í fjóra – einn seðlabankastjóra og þrjá varaseðlabankastjóra – og að færa Seðlabankann og FME undir einn hatt. Nú er það orðið að lögum. Við mat á hæfi umsækjenda kaus nefndin hins vegar, en samkvæmt drögum að umsögn hennar metur hún fjóra mjög vel hæfa til að gegna starfi seðlabankastjóra, að taka í engu tillit til þeirra veigamiklu breytinga sem verða á embættinu með sameiningu bankans og FME. Sú nálgun tekur engu tali. Ein stærsta áskorun næsta seðlabankastjóra, sem mun krefjast mikilla stjórnunarhæfileika, verður að leiða það verkefni farsællega til lykta. Ekki er nóg að líta til hvaða embætta umsækjendur hafa gegnt – slíkt er enginn sjálfkrafa mælikvarði á hvort viðkomandi sé góður stjórnandi – heldur einnig þess árangurs sem þeir hafa náð í þeim störfum. Sú staðreynd að nefndin miðar umsögn sína við starfið í fortíð en ekki framtíð er því slíkur ágalli á hæfismatinu að forsætisráðherra, sem fer með skipunarvaldið, er ekki stætt á að reisa ákvörðun sína með það eitt til hliðsjónar. Umsögn nefndarinnar ber þess merki að niðurstaðan hafi verið gefin fyrirfram. Sett eru ný skilyrði, umfram það sem kveðið er á um í lögum og var ekki að finna í umsögnum fyrri hæfisnefnda frá 2014 og 2018, og rökstuðningur nefndarinnar, þegar honum er fyrir að fara, er í senn fátæklegur og handahófskenndur. Stjórnarformennska í nefnd opinberrar stofnunar, svo dæmi sé tekið, er tekin fram yfir framkvæmdastjórastöðu í stóru fjármálafyrirtæki við mat á stjórnunarhæfileikum. Þessi vinnubrögð, sem eru skrípaleikur, eru ekki boðleg. Þá bendir flest til að nefndin hafi ekki uppfyllt rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins og augljóst virðist að ekki hafi farið fram heildstætt mat á umsækjendum eins og ætla má að krafa sé gerð um. Hvað er til ráða? Sjái hæfisnefndin ekki að sér, sem er ekki við að búast, þá verða stjórnvöld að grípa í taumana. Sama hvaða skoðun menn kunna að hafa á því hver eigi að setjast í stól seðlabankastjóra þá er einsýnt að forystumenn ríkisstjórnarinnar, hafi þeir á annað borð áhuga á að vanda til verka í þessu stóra máli, geta að óbreyttu ekki gert neitt með marklausar niðurstöður nefndarinnar. Til að leysa hnútinn þarf forsætisráðherra þess vegna að ráðast í sjálfstæða rannsókn á hæfi umsækjenda.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar