Afnám hafta og háir vextir geri Ísland að góðum kosti Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. júlí 2019 08:45 Mark Dowding, fjárfestingastjóri BlueBay Asset Management Fjárfestingastjóri BlueBay Asset Management, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtækis Evrópu, telur að aflétting fjármagnshafta og háir vextir geri Ísland að aðlaðandi fjárfestingarkosti og býst við því að fleiri erlendir fjárfestar endurnýi kynni sín af landið. Í nýlegu bréfi fjárfestingastjórans, Marks Dowdings, til fjárfesta er sjónum beint að stöðu íslenska hagkerfisins í kjölfar þess að fjármagnshöftin sem innleidd voru á haustmánuðum ársins 2008 voru nánast að öllu leyti afnumin. Dowding bendir í bréfinu á að með auknu innflæði fjármagns til landsins og tilheyrandi gengisstyrkingu gæti verðbólga lækkað sem ætti að geta leitt til lægri vaxta. Á móti geti kröfur verkalýðsfélaga um myndarlegar launahækkanir ýtt undir verðbólgu og dregið úr líkunum á vaxtalækkunum en fjárfestingastjórinn tekur þó fram að æ fleiri viðurkenni að stilla þurfi launakröfum í hóf þannig að þær verði skynsamlegri. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum hafa sjóðir á vegum BlueBay Asset Management keypt ríkisskuldabréf í talsverðum mæli á undanförnum mánuðum. Sjóðastýringarfyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan skuldabréfamarkað árið 2015. Í bréfi Dowdings til fjárfesta í mars síðastliðnum sagðist hann, eins og upplýst var um í Markaðinum, búast við því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækkaði um eitt hundrað punkta á næstu tólf mánuðum og að gengi krónunnar styrktist um tíu prósent á sama tíma. Gengi sú spá eftir gæti fjárfesting í slíkum bréfum mögulega skilað meira en tuttugu prósenta ávöxtun á tímabilinu. Í bréfinu sagðist hann jafnframt telja að sterkari króna myndi á endanum þrýsta verðbólgu niður og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á það stig sem tíðkast á öðrum þróuðum mörkuðum. Um leið gæti bankinn takmarkað áhættuna af því að vaxtamunarviðskipti leiði til bólumyndunar í hagkerfinu. Í nýjasta bréfi fjárfestingastjórans, dagsettu 1. júlí, segir hann að afnám haftanna skapi mikil tækifæri fyrir fjárfesta, eins og áður var lýst. Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti sína að undanförnu og frekari lækkanir séu líklegar. Jafnframt geti Ísland notið góðs af áhuga þeirra fjárfesta sem taka tillit til svonefndra ESG-þátta – en ESG stendur fyrir umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti – við fjárfestingar sínar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Sjá meira
Fjárfestingastjóri BlueBay Asset Management, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtækis Evrópu, telur að aflétting fjármagnshafta og háir vextir geri Ísland að aðlaðandi fjárfestingarkosti og býst við því að fleiri erlendir fjárfestar endurnýi kynni sín af landið. Í nýlegu bréfi fjárfestingastjórans, Marks Dowdings, til fjárfesta er sjónum beint að stöðu íslenska hagkerfisins í kjölfar þess að fjármagnshöftin sem innleidd voru á haustmánuðum ársins 2008 voru nánast að öllu leyti afnumin. Dowding bendir í bréfinu á að með auknu innflæði fjármagns til landsins og tilheyrandi gengisstyrkingu gæti verðbólga lækkað sem ætti að geta leitt til lægri vaxta. Á móti geti kröfur verkalýðsfélaga um myndarlegar launahækkanir ýtt undir verðbólgu og dregið úr líkunum á vaxtalækkunum en fjárfestingastjórinn tekur þó fram að æ fleiri viðurkenni að stilla þurfi launakröfum í hóf þannig að þær verði skynsamlegri. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum hafa sjóðir á vegum BlueBay Asset Management keypt ríkisskuldabréf í talsverðum mæli á undanförnum mánuðum. Sjóðastýringarfyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan skuldabréfamarkað árið 2015. Í bréfi Dowdings til fjárfesta í mars síðastliðnum sagðist hann, eins og upplýst var um í Markaðinum, búast við því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækkaði um eitt hundrað punkta á næstu tólf mánuðum og að gengi krónunnar styrktist um tíu prósent á sama tíma. Gengi sú spá eftir gæti fjárfesting í slíkum bréfum mögulega skilað meira en tuttugu prósenta ávöxtun á tímabilinu. Í bréfinu sagðist hann jafnframt telja að sterkari króna myndi á endanum þrýsta verðbólgu niður og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á það stig sem tíðkast á öðrum þróuðum mörkuðum. Um leið gæti bankinn takmarkað áhættuna af því að vaxtamunarviðskipti leiði til bólumyndunar í hagkerfinu. Í nýjasta bréfi fjárfestingastjórans, dagsettu 1. júlí, segir hann að afnám haftanna skapi mikil tækifæri fyrir fjárfesta, eins og áður var lýst. Seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti sína að undanförnu og frekari lækkanir séu líklegar. Jafnframt geti Ísland notið góðs af áhuga þeirra fjárfesta sem taka tillit til svonefndra ESG-þátta – en ESG stendur fyrir umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti – við fjárfestingar sínar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Sjá meira